Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 28
Þ etta var mjög erfiður tími og ég man sérstaklega eftir jólunum 2011 þegar maður var að fara í boð og allir voru að hrósa leiknum. Á þeim tímapunkti vorum við með tugi milljóna á yfirdrætti og ég eigin- lega orðinn fræðilega gjaldþrota þó það hafi ekki komið bókstaflega til þess. Ég hafði ekki getað borgað sjálfum mér laun og þurfti að fá lán frá fjölskyldu til þess að greiða leigu og ég átti ekki neitt. Þá var ég mjög nálægt því að hætta þessu öllu saman. Út frá þessu, held að það hafi verið janúar eða febrúar á síðasta ári, fór ég und- ir feld og hugsaði, á ég að hætta þessu, á ég að gefast upp?,“ segir Þorsteinn B. Frið- riksson, stofnandi og forstjóri Plain Van- illa, um tímann eftir útgáfu fyrsta leiksins sem félagið hannaði, The Moogies. QuizUp leikur Plain Vanilla, sem kom út þann 7. nóvember síðastliðinn, hefur verið mest sótta ókeypis smáforritið, samkvæmt ITunes í Bandaríkjunum. Starfsmönnum Plain Vanilla hefur tekist að skapa nýjan samfélagsmiðil og leik sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð en hundruð ef ekki þúsundir leikjaframleiðenda keppast um að komast áfram á þessum grimma markaði í viku hverri. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrif- stofu Plain Vanilla á Laugaveginum. Eftir að venjulegum vinnudegi lýkur hjá flestum hefst dagur fjölmennasta hóps notenda QuizUp, eða Bandaríkjamanna. Hins vegar tekur vinnutörn yfirleitt við hjá mörgum starfsmönnum Plain Vanilla því þeir þurfa að bregðast við áreiti og þjón- usta sína viðskiptavini sem starfa erlendis. Þorsteinn tekur á móti mér á efstu hæð í húsi við Laugaveg en Plain Vanilla er reyndar með vinnuaðstöðuna sína á tveimur hæðum. Skrifstofurnar eru á flott- asta stað í bænum með glæsilegt útsýni yfir borgina. Vinnuaðstaðan er mjög kósí, heimilisleg, flott og einföld en Þorsteinn er mjög hrifinn af einföldum lausnum enda dregur nafn félagsins Plain Vanilla þess merki. Dýrmæt reynsla af fyrsta leiknum „Ég stofnaði fyrirtækið Plain Vanilla fyrir þremur árum en þá var ég nýkominn heim úr hálfgerðu frumkvöðlanámi úti í Bret- landi. Ég hef alltaf haft gaman af símum og tækni en þegar ég kom heim þá langaði mig að taka þátt í þessari „mobile“ eða snjallsímabyltingu sem var að eiga sér stað. Það er eitt sem maður lærir í þessum geira að maður á að reyna að staðsetja sig á mörkuðum sem eru vaxandi og þetta var einn af þeim mörkuðum sem vaxa hraðar en nokkur markaður í sögunni og því voru sannkölluð tækifæri þar,“ segir Þorsteinn. „Fyrsta hugmyndin var að búa til virkilega vandaðan leik fyrir ung börn. Ég eyddi til dæmis mikilli orku í að fá íslenska lista- menn og við lögðum mikið í þessa vinnu,“ segir Þorsteinn. Fyrsta ár Plain Vanilla fór í að hanna þann leik, The Moogies. Á þeim tímapunkti var Þorsteinn ekki með neina fjárfesta og setti eigið fé í fyrirtækið í formi yfirdráttalána. „Ég setti allt mitt fé í félagið og gaf leik- inn The Moogies út nákvæmlega fyrir tveimur árum, eða í nóvember 2011. Nið- urstaðan var að hann gekk mjög illa,“segir Þorsteinn. Segir hann að The Moogies hafi fengið mjög mikla umfjöllun á Íslandi enda um mjög fallega vöru að ræða sem gefin var út af stórum útgefanda erlendis.„Ég var gestur í Kastljósinu og þetta var mikið ævintýri, ekki ólíkt því sem ég er að upp- lifa núna, bara í minni skala. Allir héldu að The Moogies myndi ganga rosalega vel. Þegar við gáfum hann svo út þá kom í ljós að hann selst ekki neitt. Og þá sá ég hvað markaðurinn var grimmur og samkeppnin mikil alls staðar. Ég sá það strax eftir viku að við myndum ekki einu sinni fá Leikurinn og samfélagsmið- illinn QuizUp hefur verið mest sótta ókeypis smáforrit í ITunes í tvær vikur frá útgáfu þann 7. nóvember síðast- liðinn. Starfs- menn Plain Van- illa sem hönnuðu leikinn vinna nú að því að gefa út QuizUp fyrir android síma í janúar. Þorsteinn B.Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, segir við- tökurnar framar björtustu vonum. „Með vinsælustu leikjum í heimi á nokkrum vikum“ upp í kostnað af leiknum. Það er mjög erfitt að koma til baka eftir vonda upphafsdaga í þessum heimi,“ segir Þorsteinn. Þeir sem unnu að leiknum voru þrír til fjórir ásamt fjölda annarra verktaka sem komu og áttu að fá hlutdeild af gróða sem var síðan enginn. Þorsteinn ákvað þó að gefast ekki upp og reyndi að fá fjármagn í félagið. Sótti hann í alla mögulega sjóði hér á landi. „En þar fékk ég mjög neikvætt viðhorf og ég held að það hafi verið að miklu leyti vegna þess að fyrsti leikurinn gekk ekki vel. Mér fannst ég hafa lokað mjög mörgum dyrum með til- liti til fjárfestingamöguleika og þeir vildu helst ekki koma nálægt mér. Við fengum nei alls staðar,“ segir Þorsteinn. „Ég vissi að ég þyrfti að koma með nýja hugmynd og eftir þá reynslu sem við höfðum með gengi The Moogies þá kom hugmyndin um QuizUp,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn sýnir mér innrammaða teikn- ingu um hugmyndina á bakvið QuizUp sem hann hafði teiknað þegar hann var að „brainstorma“ til að sýna vini sínum fyrir um það bil tveimur árum en hann starfar í dag sem fjármálstjóri Plain Vanilla. „Hugmynd vaknaði um samfélagsvef þar sem fólk gæti verið að keppa á rauntíma og á móti hvort öðru. Það gæti kynnst nýju fólki sem hefði áhuga á sömu hlutum. Samfélög yrðu þá til í kringum mismunandi áhugamál. Þá vissi ég að hugmyndin var komin,“ segir Þorsteinn. Ekki tókst að fá fjárfesta hér heima en Þorsteinn vissi að hugmyndin var góð og ákvað þá að kaupa sér flugmiða til San Francisco ásamt tveim forriturum. „Ég fór þangað því að ég vissi að Facebook, Apple og Google voru þar. Okkar hlutverk var að búa til „prótótýpu“ til að sýna og fá fjárfesta í lið með okkur. Við máttum vera í landinu í nákvæmlega þrjá mánuði enda voru við eins og ferðamenn. Við höfðum ákveðna trú um að við gætum klárað þetta,“ segir hann. Framhald á næstu opnu Ég hafði ekki getað borgað sjálfum mér laun og þurfti að fá lán frá fjölskyldu til þess að greiða leigu og ég átti ekki neitt. Þá var ég mjög nálægt því að hætta þessu öllu saman. Þorsteinn hafði alltaf trú á hugmyndinni bakvið QuizUp og treysti sínu eigin innsæi. Hann sér ekki eftir því og í dag er fólkið á bakvið Plain Vanilla eins og ein stór fjölskylda. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.