Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 106

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 106
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Fyrir baðherbergið Burstað stál og króm 3.190,- 3.790,- 1.290,- 3.190,- 1.590,- 1.490,- 2.690,- Gæðavara ! Gott úrval ! 1.990,- 2.490,- 1.590,- 2.990,- 5 lítrar Olga Einarsdóttir bjó um árabil í Bretlandi þar sem maður hennar, Brynjar Björn Gunn- arsson, var atvinnumaður í knattspyrnu. Olga rak fyrirtæki þar sem hún aðstoðaði meðal annars eiginkonur frægra fótboltamanna við að kaupa föt á sig. Nú kennir hún íslenskum konum að klæða sig smekklega og leggur mikla áherslu á að nýta það sem þegar er í fataskáp þeirra – í stað þess að rjúka beint út í búð. Olga Einarsdóttir lærði margt á því að umgangast breskar WAGS, eiginkonur fótboltamanna. Eftir að hún flutti heim hefur hún þróast mikið í starfi sem stílisti, enda veruleikinn allt annar. É g er yngst átta systkina og þurfti iðulega að breyta og laga fötin sem ég fékk frá þeim eldri. Ég hef því alltaf verið góð að bjarga mér. Það kemur konunum sem leita til mín einmitt mest á óvart, hvað hægt er að bjarga sér með það sem til er,“ segir Olga Einarsdóttir stílisti. Olga er ekki hefðbundinn stílisti. Sérsvið hennar er að fara heim til fólks, aðallega kvenna, og fara í gegnum fataskáp þess. „Ég reyni að vinna með þig og skápinn þinn. Ég er flink að sjá hverju er hægt að breyta og hvað er hægt að laga. Þegar ég fer frá konum kemur það þeim yfirleitt á óvart hvað þær eiga mikið af fötum. En ef eitthvað vantar upp á býð ég líka upp á að aðstoða þær við að versla. Þá tökum við jafnvel með okkur kjóla og pils í bæinn til að para við og reynum að vera flinkar með pen- inginn,“ segir Olga. Hún er menntuð í útlitsráðgjöf frá Image House og British College of Professional Styling í Bret- landi. Þar bjó hún um árabil þegar eiginmaður hennar, Brynjar Björn Gunnarsson, var atvinnu- maður í knattspyrnu hjá Reading, Stoke og fleiri liðum. Olga rak eigið fyrirtæki í sjö ár í Bretlandi, Personal Image Design, þar sem hún bauð upp á persónulega ráðgjöf, uppsetningu tískusýninga og tískukynningu fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Þar kynntist hún af eigin raun WAG-menn- ingunni alræmdu; eiginkonum fótboltamanna og menningu þeirra. „Ég sagði aldrei frá því hverjum ég væri gift þegar ég var að vinna, ég vildi alls ekki tengjast þessu. En það var ótrúlega gott að hafa stigið inn í þennan heim og nú þekki ég öll fínu merkin ef þannig kúnnar setja sig í samband,“ segir hún. Hér heima er veruleikinn annar. „Hérna er þetta meiri áskorun. Ég held að ég hafi þróast mikið í starfi síðan ég flutti heim fyrir tveimur árum. Maður þarf að vinna virkilega með það sem maður hefur og kúnnahópurinn er líka mjög fjölbreyttur. Þetta eru allskonar konur, allt frá 15 ára og upp í sjötugt og ungar stúlkur með lítið sjálfstraust svo dæmi sé tekið,“ segir Olga sem býður bæði þjónustu sína fyrir einstaklinga og hópa. Hún býður til að mynda upp á gjafakort sem kostar 15 þúsund krónur en fyrir það fæst tveggja tíma nám- skeið þar sem farið er yfir fataskáp viðkomandi. „Þetta er örnámskeið um þig og skápinn þinn og við reynum að finna þinn stíl,“ segir Olga en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hennar, Olga. is. Ráðalausir karlmenn gætu sjálfsagt gert margt vitlausara en að lauma slíku námskeiði í jólapakka frúarinnar. Hefur þér verið vel tekið? „Já, mjög vel. Suma kúnna er ég að hitta í fjórða og fimmta skiptið. Það virðist vera þörf á þessari þjónustu enda vinna allar íslenskar konur mikið og það gefst ekki alltaf tími til að hugsa um sjálfa sig. Ég held að það hafi meira að segja að hafa fata- skápinn í lagi en fólk vill oft láta uppi.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Kennir konum að nýta það sem er í fataskápnum  Tíska Olga EinarsdóTTir sTílisTi hjálpar íslEnskum kOnum  TónlisT hallur ingólfssOn hEldur úTgáfuTónlEika Öræfi Halls flutt á leiksviði „Þetta hefur gengið eins og við var að búast og mér hefur verið tekið vel. Það er náttúrlega á brattann að sækja með svona tónlist sem er ekki sungin, þetta tekur sinn tíma,“ segir Hallur Ingólfsson tónlistar- maður. Hallur gaf út sólóplötuna Öræfi í haust og hefur hún mælst afar vel fyrir hjá tónlistargrúskurum og -sérfræðingum. Platan hefur þó ekki vakið mikla athygli. „Maður er svolítið að sigla upp í vindinn þó þetta sé ekki flókin tónlist eða aggressíf. En þetta er það sem maður fílar, mín er ánægjan,“ segir Hallur. Útgáfu plötunnar verður fagnað með veglegum tónleikum á miðvikudagskvöldið næsta. Athygli vekur að útgáfutónleikarnir fara fram á Nýja sviði Borgarleikhússins. „Mig hefur lengi langað til að halda tónleika þarna. Þetta er flottur salur og mér finnst hljómurinn frábær. Fyrir utan að það er gott að sitja þarna og auðvelt að njóta þess sem ber fyrir augu og eyru.“ Borgarleikhúsið er viðeigandi staður fyrir tón- leikana því sum laganna á plötunni eiga upptök sín að rekja til þeirrar tónlistar sem Hallur hefur samið fyrir leikhús og kvikmyndir undanfarin ár. Á tónleikunum leikur Hallur á gítar og kemur fram með hljómsveit, „miklum öðlingum“, þeim Halldóri Lárussyni trommuleikara, Herði Inga Stefánssyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni píanóleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á miðviku- dagskvöld á Nýja sviði Borgarleikhússins. Miðaverð er 2.500 krónur og miðasala fer fram á Miði.is. -hdm Hallur Ingólfsson heldur útgáfu- tónleika með hljómsveit í Borgarleikhúsinu á miðvikudag. Mikið um að vera í Víkinni Mikið líf verður í Víkinni úti á Granda um helgina. Kristján Jónsson myndlistarmaður opnar þar málverkasýningu, sína þrettándu einkasýningu og sýnir 15 verk, bæði stór og smá. Kristján ríður á vaðið með sýningarhald í þessum rúmgóða sal sem tengist veitingastofu Víkurinnar. Sýning Kristjáns verður opin um helgina frá klukkan 15 til 19 og fram til 15. desember á opnunartíma sjóminjasafnsins, frá 11-17. Auk þessa mun Jón Gauti Jónsson, sem nýverið fékk tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna, árita Fjallabókina sína og bjóða upp á myndasýningu í tengslum við útgáfuna og Anna Kristín Ásbjörnsdóttir kynnir nýútkomnu bók sína, Álfa- og tröllasögur úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þá munu Einar Sigurðsson bassaleikari og Kristján Guðmunds- son píanisti leika ljúfan jóladjass fyrir gesti. Helgi Pé á RÚV Mikill styr hefur staðið um Ríkisútvarpið eftir að upp- sagnir starfsfólks og niðurskurður var kynntur þar í síðustu viku. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara ákvarðana en innan stofnunarinnar virðast flestir á því að allt hafi þetta borið frekar bratt að og fram- kvæmdin hafi verið eftir því. Þetta megi til dæmis sjá á því að afleysingafólk hafi verið kallað til starfa eftir uppsagnirnar, til að mynda gamla brýnið Helgi Pétursson sem nú er þulur á Rás 1. Helgi mun hafa verið kallaður inn með afar skömmum fyrirvara en þó er eins og hann hafi aldrei gert annað. Amiina með jóladagatal Hið árlega jóladagatal hljóm- sveitarinnar amiinu hefur nú hafið hafið göngu sína á ný. Þetta er fjórða árið í röð sem þau Edda Rún, Hildur, María Huld, Magnús, Sólrún og Vignir reyna að fanga anda jólanna og gleðja aðdáendur og vini nær og fjær. Á hverjum degi til jóla opnast nýr gluggi á jóladagatalinu sem er að finna á heimasíðu sveitarinnar, www. amiina.com og þar kennir vissulega ýmissa grasa. Búast má við að þarna birtist splunkuný lög eða eldri óút- gefin tónlist ásamt sýnishornum úr ýmsu sem amiina og meðlimir hafa verið að gera yfir árið. Á heimasíðu sveitarinnar má nú einnig hlaða niður ábreiðu af hinu sígilda jólalagi I’d Like to Teach the World to Sing í meðförum sveitarinnar. 106 dægurmál Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.