Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 6
TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Samantekt þriggja kannana árið 2012 á tóbaksneyslu Íslendinga sýnir að færri reykja daglega og æ fleiri segjast aldrei hafa reykt, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Mikill mun- ur er á daglegum reykingum eftir menntun og fjölskyldutekjum. Nær fjórðungur þeirra sem einungis hefur lokið grunnskólaprófi reykir en rúm 8 af hundraði þeirra sem lokið hafa háskólaprófi. Reykingar aukast jafnframt eftir því sem heimilistekjur lækka. Alls reykja 13,8% í aldurshópnum 15-89 ára samanborið við 14,3% árið áður. Fleiri karlmenn en konur reykja, 14,9% karl- manna reykja daglega samanborið við 12,8% kvenna. Dregið hefur úr reykingum jafnt og þétt á Íslandi undanfarna áratugi. Mældust daglegar reykingar 29,8% árið 1991. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Heilbrigðismál TóbaksnoTkun minnkar milli ára Færri reykja nú en áður Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem segjast aldrei hafa reykt. Samkvæmt samantekt síðasta árs segjast 50,9 % aldrei hafa reykt samanborið við 46,6% árið 2007. s tarfsmaður hjá Seltjarnarnesbæ fékk fyrirvaralaust upp-sagnarbréf á miðvikudaginn og var gert að yfirgefa vinnu-stað sinn strax daginn eftir. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans er ástæða uppsagnarinnar sú að vegna mistaka í ráðningu yfirmanns sviðs starfsmannsins var nýi yfirmaðurinn ekki með menntun til að sinna öllum þeim störfum sem starf hans náði yfir. Undirmaðurinn átti því að taka við þeim, þar sem hann hafði menntunina. Hann neitaði að gera það nema launahækkun fylgdi aukinni ábyrgð og við- bótarverkefnum og var af þeim sökum sagt upp umsvifalaust. Mikill urgur er í starfsmönnum bæjarins sem segja þetta enn eitt dæmið um gallaða stjórnsýslu og óásættanleg vinnubrögð yfir- stjórnar bæjarins. Þetta er þriðja umdeilda uppsögnin hjá Seltjarnarnesbæ á þessu kjörtímabili bæjarstjórnarinnar. Starf Ólafs Melsted var lagt niður sumarið 2010 á meðan hann var í veikindafríi vegna vanlíðunar sem hann segir stafa af einelti bæjarstjórans, Ás- gerðar Halldórsdóttur. Hann höfði skaðabóta- mál á hendur bæjarins og hefst aðalmeðferð í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, föstudag. Þá undirbýr lögmaður annars starfs- manns stefnu á hendur Seltjarnarnesbæ, sem þar er krafinn um skaðabætur vegna ólöglegrar uppsagnar sem átti sér stað í fyrra. Starfsmaðurinn, sem unnið hafði hjá bænum í aldar- fjórðung, heldur því fram að honum hafi verið sagt upp án lögmætrar ástæðu. Gunnar Lúðvíksson, fjár- málastjóri Seltjarnarnesbæjar, afhenti báðum þessum starfs- mönnum uppsagnarbréf þeirra. Hann neitaði að tjá sig um einstök starfsmannamál við fjölmiðla þegar Fréttatím- inn hafði samband við hann. Ásgerður Halldórsdóttir bæj- arstjóri vildi ekki tjá sig um ofan- greind mál þegar eftir því var óskað.  bæjarsTjórnarmál málaferli vegna ólögmæTra uppsagna Þriðja umdeilda upp- sögnin á Seltjarnarnesi Þriðja umdeilda umsögnin hjá Seltjarnarnesbæ átti sér stað á miðvikudag þegar starfsmanni var sagt upp fyrirvaralaust og gert að yfirgefa starfsstöð sína strax daginn eftir. Aðalmeð- ferð í skaðabótamáli Ólafs Melsted gegn Seltjarnarnesbæ hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, föstudag, og lögmaður þriðja starfsmannsins er að undirbúa stefnu gegn bænum þar sem hann verður krafinn um skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. „Fjárhagur [Ólafs Melsted] hefur beðið hnekki og ætla má að hvernig sem máls- sókn hans á hendur Seltjarnarnesbæ lyktar, hafi orðspor hans sem persónu og sem fagmanns einnig beðið hnekki,“ er mat tveggja matsmanna sem kvaddir voru af Héraðsdómi Reykjavíkur til að rýna í ásakanir Ólafs, á hendur Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra, um einelti. Matsmennirnir segja að líðan Ólafs sjálfs og fjölskyldu hans hafi beðið hnekki. Þeir töldu fullsýnt að í fjórum atriðum hefði Ásgerður Halldórsdóttir ótvírætt sýnt Ólafi Melsted ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi sem stjórnandi. Í þremur atriðum til viðbótar hefði Ás- gerður afar líklega sýnt Ólafi Melsted ámælisverða og ótilhlýðilega háttsemi. „Matsmenn telja að þær breytingar til hins verra á líðan, högum og heilsu Ólafs Melsted, sem lýst hefur verið hér að framan, sé að rekja til þessarar hátt- semi bæjarstjórans.“ Hún hafi í þessum tilvikum lagt hann í einelti. Ásgerður Halldórsdóttir Ólafur Melsted. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Fjárhagur, orðspor og fjölskylda beðið hnekki 6 fréttir Helgin 1.-3. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.