Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 74

Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 74
 Dægurmál Frægur á Youtube FYrir opinská mYnDbönD „Fokk“ hvað ég er týndur Myndböndin gerði hann til að byrja með aðeins fyrir systkin sín til þess þau gætu fylgst með ferðum hans. Aralíus Gestur Jósepsson eða Ari eins og hann kallar sig, hefur sérstakt viðmót sem hefur á örskömmum tíma orðið að ákveðnu vörumerki. Hann virðist vera á allra vörum þessa dagana og myndböndin hans hafa fengið yfir tíu þúsund áhorf hvert. Myndböndin tekur Ari á ferðum sínum um heiminn og það má segja með sanni að hann sé atvinnuferðalangur, en sjálfur segir hann þetta lífsstíl. Fréttatíminn skyggndist inn í veröld Ara og komst að því hvernig venjulegur ungur maður hefur efni á að ferðast á þennan hátt. A ri kom á fund blaðakonu beint af setti, en hann er aukaleikari í Ástríði. Hann var íklæddur jakkafötum með skjalatösku og útskýrir að þetta sé ekki hans eðlilega „ástand“. „Ég er ekki þessi jakkafatastrákur. Ég er bara bú- inn að vera í tökum í allan morgun. Ég er sko aðeins flippaðari í klæðaburði venjulega,“ útskýrir Ari. Hann vill þó ekki gangast við því að vera leikari. „Ég er ekki með menntun á því sviði og mér finnst skemmtilegra að vera hinumegin við vélina.“ Myndbönd Ara hafa ekki farið fram hjá mörgum á vefnum og miklar umræður hafa spunnist um tilveru þessa unga manns. Athygli vek- ur að fyrstu myndbönd Ara eru um 6 ára gömul en þau byrjaði hann að gera í lengri ferðum sínum, fyrir systkin sín hér heima. „Svo fór þetta bara að þróast og boltinn rúllaði. Ég viðurkenni að ýkja kannski stundum og búa til nýja „karaktera“ en ég reyni samt bara að vera sam- kvæmur sjálfum mér. Mér finnst mjög gaman að „sjokkera“ og hrista upp í ólíkum hópum fólks og það er gaman að sjá hvað fólk er orðið forvitið um mig. Ég lendi til að mynda í því að vera stoppaður þegar ég fer út í búð og beðinn um að vera með á myndum.“ Ari segir að fólk sé að- allega forvitið um hvern- ig hann hafi efni á að ferðast á þennan hátt. En hann líti á ferða- lögin sem lífsstíl og jafnvel vinnuna sína. Hann er nýkominn frá Ameríku og á döfinni er ferð til Indlands en utan við Indland á Ari aðeins eftir heimsókn til Ástralíu til að geta með sanni sagt að hafa ferðast um allan heim. „Þetta getur stundum verið erfitt en ég er bara að lifa lífinu svona „Eat prey love“ style. Ég trúi líka mikið á boðskapinn í Sec- ret og reyni bara að njóta augnabliksins. Ætli ég sé ekki bara heppinn í lífinu. Nema kannski í ástum,“ bætir hann við. „Ég hef ekki verið í sambandi með manni mjög lengi. Enginn á Íslandi heillar mig, ég veit ekki en kannski er það bara ekki ég að vera á föstu.“ Aðspurður segist Ari hafa ráð á ferðalögunum vegna þess hve vel hann skipuleggi fjármál sín. „Ég passa upp á peningana mína og eyði aldrei í vitleysu. Ég á ekki bíl og tek ekki lán og kem hér heim til þess að safna fyrir næstu ferð. Ég er öryrki á örorku en reyni samt að finna mér eitthvað að gera meðfram bótunum. Ég er athafnamaður.“ Ari, sem er 32 ára, segir örorkuna til- komna vegna andlegra veikinda sem megi rekja langt aftur í tímann. „Ég er með geð- raskanir og er á lyfjum við því og hef verið það síðustu tíu ár. Ég drakk einu sinni of mikið og var í mjög miklu rugli og veik- indin komu svo í kjölfarið,“ segir Ari en hann hefur verið virkur í Hugarafli, samtökum sem vinna gegn einangrun fólks með geðsjúkdóma með iðju- þjálfun af ýmsu tagi. Ari segir að ákveðnir að- ilar hafi sýnt því áhuga um að vinna um hann heim- ildarmynd. „Ég á auðvitað mjög mikið af efni, marga harða diska af ferðalög- um, en ég er samt bara venjulegur gaur en ég er stundum alveg „díses kræsturinn,“ „fokk“ hvað ég er týndur. En erum við það ekki öll einhverntím- ann?“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is „Almenningur virðist aðallega vera forvitinn um hvernig ég hef efni á þessum lífsstíl. Ég lít á þetta sem vinnuna mína.“ Ljósmynd/Hari Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir er ástríðu- fullur ítölskukennari. Hún segist í gríni eiginlega einoka ítölskukennslu á Íslandi þar sem hún kennir tungumálið við Há- skóla Íslands, Menntaskólann í Hamrahlíð og í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Síðustu fimm sumur hefur hún farið með Íslendinga í námsferðir í tungumálaskólann Edulingua í Castelraimondon í Marche-héraðinu. Hún ætlar að halda þessu áfram í sumar en býður sínu fólki nú einnig upp á kennslu í ítalskri matargerð þannig að mannskapurinn lærir meðal annars að búa til ítalskar kjötbollur með tómatósósu og spaghetti alla carbonara á milli þess sem sagnir eru beygðar. „Héraðið er alger matarkista og þar er mikil ólívurækt og víngerð. Verklegi hlut- inn felst í því að elda og nemendur fá mikla fræðslu um ítalska matargerð og hráefni,“ segir Jóhanna. „Þetta er mjög spennandi. Skólinn er með aðstöðu á litlu en glæsilegu sveitasetri í nágrenninu og skólastjórinn sjálfur er hafsjór af fróðleik þar sem faðir hans er kokkur og hann ólst upp í eldhúsinu hjá honum. Hann er því mjög vel að sér og hefur gefið út flotta kennslubók í ítölsku sem fjallar einnig um sögu ítalskrar matar- gerðar.“ Jóhanna segir það heilmikið ævintýri að eyða mánuði í Marche-héraðinu við ítölsk- unám og matargerð enda sé nægur tími til þess að njóta lífsins, fara í skoðunarferðir og smakka eðalvín. „Konur hafa sýnt þessu miklu meiri áhuga og ég sakna karlanna svolítið,“ segir Jóhanna sem vonast til þess að karlpeningurinn taki við sér nú þegar hægt er að freista með matarveislum. Jóhanna stefnir á að bjóða upp á þrjú námskeið í júní og fyrstu tvær vikurnar í júlí. Allar frekari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu námskeiðsins facebook.com/ namsfriItalia. -þþ  JóhAnnA guðrún tungumálAkennAri og sælkeri Ítölskukennsla sem bragð er af Jóhanna Guðrún segir tungumálaskólann í Marche- héraðinu vera í sérflokki og þar klikki aldrei neitt, síst af öllu eldamennskan. Helgi í flottum jakka Sá magnaði stórsöngvari og leikari Helgi Björnsson bregður á leik á laugardaginn þegar hann mætir sem gestaleikari hjá Spaugstofunni. Helgi hefur ekki áður sprellað með þeim Spaugstofufélögum sem greinilega hafa lag á að espa hann upp í fjörinu þar sem Helgi ætlar að draga gamlar syndir úr fataskápnum og skartar meðal annars forláta, bláum „eitís“ jakka sem var með því flottara sem hægt var að spóka sig í, í þá gömlu góðu daga þegar Grafík var og hét með Helga í broddi fylkingar. Herbert á næsta Mánudagsklúbbi Mánudagsklúbburinn er félagskapur hipstera og drykkjuglaðra sem hafa fyrir löngu fengið nóg af meginstraums djammi miðborgarinnar um helgar. Þau tóku sig því nokkur til og sköpuðu sinn eigin vettvang fyrir djamm. Klúbburinn fundar annað hvert mánudagskvöld á Prikinu Laugavegi. Fljótlega spurðist tilvist klúbbsins út og áður en hópurinn vissi af var orðið troðfullt í hvert skipti og heljarinnar partí myndaðist, þessi tvö mánudagskvöld í mánuði. Fjöldi þekktra listamanna lætur sjá sig í hvert sinn og troða jafnvel upp ef svo ber undir. Það sem einkennir kvöldin eru sífelld köll og söngtilburðir meðlima í opinn hljóðnema, tilboð á Fernet Branca á barnum og þekktir hiphop slagarar sem óma um allt á hæsta styrk. Ársafmæli Mánudagsklúbbsins er þann 11. febrúar næstkomandi og ætla meðlimir að sjálfsögðu að halda tímamótin hátíðleg. Þar mun enginn annar en goðsögnin Herbert Guð- mundsson mæta og taka lagið ásamt klúbbmeðlimum og eftirvæntingin er að sögn aðstandenda mikil. Sölvi útundan í vinsældakosningu Sölvi Tryggvason er áberandi sjónvarpsmaður og hefur verið mikið í umræðunni vegna fréttaskýringaþátta sinna, Málið, á Skjá einum. Það vakti því víða furðu að Sölvi skuli ekki vera í hópi þeirra tuttugu sem tilnefnd eru sem Sjónvarpsmaður ársins á Eddunni. Almenningur kýs sjónvarpsmann ársins í netkosningu á Vísi.is og í athugasemdum við frétt um kosninguna á vefnum undrast margir að þeir geti ekki kosið Sölva. Sjálfur segir Sölvi á Facebook-síðu að hann hefði ekki „grátið það að vera að minnsta kosti í topp 20 yfir sjónvarpsmenn ársins.“ Sölvi verður þó að eiga þessi vandræði við vinnuveitendur sína á Skjá einum þar sem sjónvarpsstöðin sagði sig frá akademíunni í fyrra og Sölvi er því ekki gjaldgengur. 74 dægurmál Helgin 1.-3. febrúar 2013 Fjö ölbreytt Fjölskyldublað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.