Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 72
Í takt við tÍmann Þorgerður anna atladóttir
Stórskytta sem elskar háhælaða skó
Þorgerður Anna Atladóttir er tvítug stórskytta í handboltaliði Vals. Á daginn starfar hún sem sölumaður hjá
Icepharma en á kvöldin finnst henni gaman að fara í bíó og að elda mexíkóskan mat.
Staðalbúnaður
Mér finnst mjög gaman að dressa mig
upp, að gera mig fína. Ég þarf að vera
svolítið hugguleg í vinnunni en annars
get ég leyft mér að vera í kósí fötum. Hér
heima kaupi ég aðallega föt í Zöru, Tops-
hop og kannski Sautján. Í útlöndum versla
ég mest í H&M, Monki og Ginu Tricot. Ég
elska skó og finnst mjög gaman að ganga í
háhæluðum skóm. Það getur að vísu verið
erfitt fyrir mig því ég er 178 sentímetrar
á hæð. Í vinnunni er ég alltaf í Nike Free
skónum mínum sem eru alger snilld.
Hugbúnaður
Þegar ég get farið út að skemmta mér
eru Vegamót staðurinn sem stendur upp
úr. Ef maður er í léttum gír fer maður
kannski á Dönsku krána og ef maður vill
dansa er það b5. Ég hef gaman að panta
mér skemmtilega kokteila en annars er
það bara bjór eða Somersby. Vegamót
eru líka í uppáhaldi þegar ég fæ mér eitt-
hvað að borða, ég held að ég hafi ekki lent
á slæmri máltíð þar. Annars snýst lífið
mikið um íþróttir. Ég fylgist mikið með
handbolta, bæði hér heima og erlendis, og
fótbolta á Íslandi. Ég er á daglegum hand-
boltaæfingum og ef það eru frídagar þá
kíki ég niður í Valsheimili og lyfti í saln-
um. Á sumrin er ég svo algerlega sundóð.
Ég fer mjög oft í bíó, svona einu sinni í
viku. Mér finnst gaman að brjóta upp
þessi venjulegu kvöld og kíkja í bíó eftir
æfingu. Ég er að horfa á Suits og Private
Practice um þessar mundir en annars er
mjög gott að grípa niður í Friends. Ég er
búin að horfa svo oft á þá að ég get snúið
mér á hina hliðina og hlustað á brandar-
ana.
Vélbúnaður
Ég á iPhone og gæti alveg örugglega
ekki verið án hans. Svo var ég núna fyrir
stuttu að kaupa mér Macbook Pro og það
er Apple TV á heimilinu þannig að ég er
orðin svolítið Apple-vædd. Í símanum nota
ég mest Facebook appið og Instagram,
Twitter og Handboltaappið. Mér finnst
Facebook vera alger snilld. Ég á vini úti
um alla Evrópu, á Akureyri og víðar og get
þar fylgst með þeim. Ég fer alveg nokkr-
um sinnum á dag inn á Facebook.
Aukabúnaður
Ég er ekki mikið fyrir að hanga heima og
gera ekki neitt. Ég sæki mikið í að vera í
félagsskap og rækta vinasamböndin þegar
ég á lausa stund. Þegar ég elda geri ég
oftast mexíkóskt kjúklingalasagne eða
kjúklingasúpu. Svo er ég mikill nachos-
meistari. Ég á lítinn og sætan Suzuki
Swift sem ég gæti ekki verið án. Ég hef
ferðast um allan heim í tengslum við hand-
boltann en það er orðið mjög langt síðan
ég fór eitthvað í frí sjálf. Mér þykir alltaf
mjög vænt um Kaupmannahöfn eftir að ég
bjó þar. Ég bjó í korters fjarlægð frá mið-
bænum með bróður minn í næstu götu. Ég
hugsa alltaf hlýlega til Köben.
Þorgerður Anna fer í bíó einu sinni í viku og
kann brandarana í Friends utanað. Ljósmynd/Hari
Kvikmyndirnar Djúpið og Svartur
á leik eru áberandi þegar tilnefn-
ingar til Edduverðlaunanna í ár
eru skoðaðar. Djúpið hlýtur sextán
tilnefningar en Svartur á leik
fimmtán. Kvikmyndin Frost fær
fjórar tilnefningar.
Það stefnir því í harða baráttu
leikstjóranna Baltasars Kormáks
og Óskars Þórs Axelssonar hinn
16. febrúar þegar Edduverðlaunin
verða afhent. Baltasar hefur sem
kunnugt er sankað að sér Eddu-
verðlaunum í gegnum tíðina en
Svartur á leik er fyrsta mynd Ósk-
ars Þórs og hann því nýgræðingur
á þessum vettvangi.
Af öðrum tilnefningum má geta
þess að í flokki Menningar- og
lífsstílsþátta eru tilefndir Djöfla-
eyjan, Hljómskálinn, Kiljan, Með
okkar augum og Tónspor. Í flokki
skemmtiþátta eru tilnefndir:
Andraland, Dans Dans Dans,
Hraðfréttir, Spurningabomban og
þriðja þáttaröð Steindinn okkar.
Þrjár stuttmyndir eru tilnefndar;
Brynhildur og Kjartan, Fórn og
Sailcloth eftir Elfar Aðalsteinsson.
Áramótaskaupið, Mið Ísland og
Pressa 3 hljóta tilnefningar sem
leikið sjónvarpsefni ársins.
Lista yfir allar tilnefningarnar
má finna á Eddan.is.
Sjónvarp tilnefningar til edduverðlauna
Einvígi Óskars og
Baltasars á Eddunni
Óskar Þór Axelsson og Baltasar Kormákur heyja einvígi á Edduverðlaunahátíðinni.
Svartur á leik er tilnefnd til fimmtán verðlauna en Djúpið til sextán verðlauna.
N o n a m e . i s - s a l a @ n o n a m e . i s - 6 6 2 - 3 1 2 1 / 6 9 4 - 5 2 7 5
O p i ð H l í ð a s m á r a 8 , K ó p a v o g i , f i m m t u d a g a 1 1 - 1 8 .
F e b r ú a r t i l b o ð
N O N A M E . I S
7 8 l i t a a u g n s k u g g a - o g k i n n a l i t a p a l l e t t a f r á
N N - C o s m e t i c s á 3 0 % a f s l æ t t i . F r á b æ r g æ ð i .
8 . 2 0 0 k r . e r n ú n a á 5 . 7 4 0 k r .
Ú t s ö l u s t a ð i r N N - C o s m e t i c s :
D e k u r s t o f a n D a g n ý - Í s a f i r ð i
A b a c o h e i l s u l i n d - A k u r e y r i
S n y r t i s t o f a n H i l d u r M a g g - D a l v í k
S n y r t i s t o f a n M a k e o v e r - H a f n a r f i r ð i
S n y r t i s t o f a n P a n d o r a - M j ó d d
S n y r t i s t o f a n L í k a m i o g s á l - M o s f e l l s b æ
S n y r t i s t o f a n S y s t r a s e l - H á a l e i t i s b r a u t
S n y r t i s t o f a n R e y k j a v í k S p a - H ó t e l G r a n d
S n y r t i s t o f a n T á i n - S a u ð á r k r ó k i
H á r s t o f a n Ý r - H ó l a g a r ð i
H á r s t o f a n M o j o - L a u g a v e g i 9 4
72 dægurmál Helgin 1.-3. febrúar 2013