Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 72

Fréttatíminn - 01.02.2013, Qupperneq 72
 Í takt við tÍmann Þorgerður anna atladóttir Stórskytta sem elskar háhælaða skó Þorgerður Anna Atladóttir er tvítug stórskytta í handboltaliði Vals. Á daginn starfar hún sem sölumaður hjá Icepharma en á kvöldin finnst henni gaman að fara í bíó og að elda mexíkóskan mat. Staðalbúnaður Mér finnst mjög gaman að dressa mig upp, að gera mig fína. Ég þarf að vera svolítið hugguleg í vinnunni en annars get ég leyft mér að vera í kósí fötum. Hér heima kaupi ég aðallega föt í Zöru, Tops- hop og kannski Sautján. Í útlöndum versla ég mest í H&M, Monki og Ginu Tricot. Ég elska skó og finnst mjög gaman að ganga í háhæluðum skóm. Það getur að vísu verið erfitt fyrir mig því ég er 178 sentímetrar á hæð. Í vinnunni er ég alltaf í Nike Free skónum mínum sem eru alger snilld. Hugbúnaður Þegar ég get farið út að skemmta mér eru Vegamót staðurinn sem stendur upp úr. Ef maður er í léttum gír fer maður kannski á Dönsku krána og ef maður vill dansa er það b5. Ég hef gaman að panta mér skemmtilega kokteila en annars er það bara bjór eða Somersby. Vegamót eru líka í uppáhaldi þegar ég fæ mér eitt- hvað að borða, ég held að ég hafi ekki lent á slæmri máltíð þar. Annars snýst lífið mikið um íþróttir. Ég fylgist mikið með handbolta, bæði hér heima og erlendis, og fótbolta á Íslandi. Ég er á daglegum hand- boltaæfingum og ef það eru frídagar þá kíki ég niður í Valsheimili og lyfti í saln- um. Á sumrin er ég svo algerlega sundóð. Ég fer mjög oft í bíó, svona einu sinni í viku. Mér finnst gaman að brjóta upp þessi venjulegu kvöld og kíkja í bíó eftir æfingu. Ég er að horfa á Suits og Private Practice um þessar mundir en annars er mjög gott að grípa niður í Friends. Ég er búin að horfa svo oft á þá að ég get snúið mér á hina hliðina og hlustað á brandar- ana. Vélbúnaður Ég á iPhone og gæti alveg örugglega ekki verið án hans. Svo var ég núna fyrir stuttu að kaupa mér Macbook Pro og það er Apple TV á heimilinu þannig að ég er orðin svolítið Apple-vædd. Í símanum nota ég mest Facebook appið og Instagram, Twitter og Handboltaappið. Mér finnst Facebook vera alger snilld. Ég á vini úti um alla Evrópu, á Akureyri og víðar og get þar fylgst með þeim. Ég fer alveg nokkr- um sinnum á dag inn á Facebook. Aukabúnaður Ég er ekki mikið fyrir að hanga heima og gera ekki neitt. Ég sæki mikið í að vera í félagsskap og rækta vinasamböndin þegar ég á lausa stund. Þegar ég elda geri ég oftast mexíkóskt kjúklingalasagne eða kjúklingasúpu. Svo er ég mikill nachos- meistari. Ég á lítinn og sætan Suzuki Swift sem ég gæti ekki verið án. Ég hef ferðast um allan heim í tengslum við hand- boltann en það er orðið mjög langt síðan ég fór eitthvað í frí sjálf. Mér þykir alltaf mjög vænt um Kaupmannahöfn eftir að ég bjó þar. Ég bjó í korters fjarlægð frá mið- bænum með bróður minn í næstu götu. Ég hugsa alltaf hlýlega til Köben. Þorgerður Anna fer í bíó einu sinni í viku og kann brandarana í Friends utanað. Ljósmynd/Hari Kvikmyndirnar Djúpið og Svartur á leik eru áberandi þegar tilnefn- ingar til Edduverðlaunanna í ár eru skoðaðar. Djúpið hlýtur sextán tilnefningar en Svartur á leik fimmtán. Kvikmyndin Frost fær fjórar tilnefningar. Það stefnir því í harða baráttu leikstjóranna Baltasars Kormáks og Óskars Þórs Axelssonar hinn 16. febrúar þegar Edduverðlaunin verða afhent. Baltasar hefur sem kunnugt er sankað að sér Eddu- verðlaunum í gegnum tíðina en Svartur á leik er fyrsta mynd Ósk- ars Þórs og hann því nýgræðingur á þessum vettvangi. Af öðrum tilnefningum má geta þess að í flokki Menningar- og lífsstílsþátta eru tilefndir Djöfla- eyjan, Hljómskálinn, Kiljan, Með okkar augum og Tónspor. Í flokki skemmtiþátta eru tilnefndir: Andraland, Dans Dans Dans, Hraðfréttir, Spurningabomban og þriðja þáttaröð Steindinn okkar. Þrjár stuttmyndir eru tilnefndar; Brynhildur og Kjartan, Fórn og Sailcloth eftir Elfar Aðalsteinsson. Áramótaskaupið, Mið Ísland og Pressa 3 hljóta tilnefningar sem leikið sjónvarpsefni ársins. Lista yfir allar tilnefningarnar má finna á Eddan.is.  Sjónvarp tilnefningar til edduverðlauna Einvígi Óskars og Baltasars á Eddunni Óskar Þór Axelsson og Baltasar Kormákur heyja einvígi á Edduverðlaunahátíðinni. Svartur á leik er tilnefnd til fimmtán verðlauna en Djúpið til sextán verðlauna. N o n a m e . i s - s a l a @ n o n a m e . i s - 6 6 2 - 3 1 2 1 / 6 9 4 - 5 2 7 5 O p i ð H l í ð a s m á r a 8 , K ó p a v o g i , f i m m t u d a g a 1 1 - 1 8 . F e b r ú a r t i l b o ð N O N A M E . I S 7 8 l i t a a u g n s k u g g a - o g k i n n a l i t a p a l l e t t a f r á N N - C o s m e t i c s á 3 0 % a f s l æ t t i . F r á b æ r g æ ð i . 8 . 2 0 0 k r . e r n ú n a á 5 . 7 4 0 k r . Ú t s ö l u s t a ð i r N N - C o s m e t i c s : D e k u r s t o f a n D a g n ý - Í s a f i r ð i A b a c o h e i l s u l i n d - A k u r e y r i S n y r t i s t o f a n H i l d u r M a g g - D a l v í k S n y r t i s t o f a n M a k e o v e r - H a f n a r f i r ð i S n y r t i s t o f a n P a n d o r a - M j ó d d S n y r t i s t o f a n L í k a m i o g s á l - M o s f e l l s b æ S n y r t i s t o f a n S y s t r a s e l - H á a l e i t i s b r a u t S n y r t i s t o f a n R e y k j a v í k S p a - H ó t e l G r a n d S n y r t i s t o f a n T á i n - S a u ð á r k r ó k i H á r s t o f a n Ý r - H ó l a g a r ð i H á r s t o f a n M o j o - L a u g a v e g i 9 4 72 dægurmál Helgin 1.-3. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.