Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 44
Bílstóladagar 1. - 9. febrúar 30% afsláttur af Chicco barnabílstólum 50% afsláttur af Storchenmuehle barnabílstólum Hamraborg 9 200 Kópavogi S. 564 1451 www.modurast.is Mundu eir okkur á Þ essi hátíð fer óðum stækkandi. Í fyrra tóku 48 þúsund börn þátt og við leggjum mikla áherslu á að allir taki þátt. Þessi hátíð er með vaxtarverki,“ segir Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri barnamenningar hjá Reykjavíkurborg. Arnfríður vinnur nú að skipulagningu Barnamenning- arhátíðar í Reykjavík ásamt Guðmundi Birgi Halldórssyni og Karenu Maríu Jónsdóttur. Hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 23.-28. apríl. Sem fyrr verður fjöldi viðburða á Barnamenningarhátíð sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum geta sótt sér að kostnaðarlausu. „Hátíðin fjallar um menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu barna,“ segir Arnfríður sem leggur ríka áherslu á að það sé menntað listafólk sem sér um allar listasmiðjur á há- tíðinni. Í fyrra voru á annað hundrað viðburðir á hátíð- inni, stórir og smáir. Undir- búningur er þegar hafinn, en síðustu daga hafa verið haldnir opnir hverfafundir þar sem margar góðar hug- myndir hafa litið dagsins ljós. Opnunarhátíðin verður í Hörpu þriðjudaginn 23. apríl en þar munu meðal annars fjórðu bekkingar fylla húsið og frumflytja tónverk. „Þá troð- fyllum við Hörpuna. Það er mjög gaman að safna öllum börnunum inni í Hörpu sem er þjóðarstoltið okkar,“ segir Arnfríður. Meðal annarra áhugaverðra atburða á Barnamenning- arhátíð í ár má nefna Ævintýrahöllina, barnamenningarhús, sem sinnir því hlutverki að hvetja börn til listsköpunar og örvar menningarlegt uppeldi, Upptaktinn en með honum er börnum og ungmennum gefinn kostur á að senda inn tón- smíðar og þær bestu verða fullunnar með aðstoð fagmanna, og Drullumall sem er tónleikaröð fyrir 13-16 ára unglinga. Þetta er aðeins brot af dagskránni en samhliða Barna- menningarhátíð verður líka Barnaleiklistarhátíð í Reykja- vík. „Það verður mjög spennandi,“ segir Arnfríður.  Börn Spennandi dagSkrá í Borginni í vor Fjöldi spennandi viðburða er á dagskrá Barnamenningarhátíðar. Hér má sjá að mikið stuð var í Laugardalslaug á hátíðinni í fyrra. Ljósmynd/Raggi Ungt tónlistarfólk getur látið til sín taka á Barnamenningarhátíð. Barnamenningarhátíð haldin í þriðja sinn Nú er unnið að undirbúningi Barnamenningarhátíðar sem haldin verður í Reykjavík í apríl. Á opnunarhátíðinni fylla fjórðu bekkingar Hörpu og frumflytja tónverk. Hátíðin stendur í sex daga og verður mikið um dýrðir. Þrír verkefna- stjórar hjá Reykjavíkur- borg sjá um skipu- lagningu Barnamenn- ingarhá- tíðar. Frá vinstri eru Guðmundur, Arnfríður og Karen. Helgin 1.-3. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.