Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Page 44

Fréttatíminn - 01.02.2013, Page 44
Bílstóladagar 1. - 9. febrúar 30% afsláttur af Chicco barnabílstólum 50% afsláttur af Storchenmuehle barnabílstólum Hamraborg 9 200 Kópavogi S. 564 1451 www.modurast.is Mundu eir okkur á Þ essi hátíð fer óðum stækkandi. Í fyrra tóku 48 þúsund börn þátt og við leggjum mikla áherslu á að allir taki þátt. Þessi hátíð er með vaxtarverki,“ segir Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri barnamenningar hjá Reykjavíkurborg. Arnfríður vinnur nú að skipulagningu Barnamenning- arhátíðar í Reykjavík ásamt Guðmundi Birgi Halldórssyni og Karenu Maríu Jónsdóttur. Hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 23.-28. apríl. Sem fyrr verður fjöldi viðburða á Barnamenningarhátíð sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum geta sótt sér að kostnaðarlausu. „Hátíðin fjallar um menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu barna,“ segir Arnfríður sem leggur ríka áherslu á að það sé menntað listafólk sem sér um allar listasmiðjur á há- tíðinni. Í fyrra voru á annað hundrað viðburðir á hátíð- inni, stórir og smáir. Undir- búningur er þegar hafinn, en síðustu daga hafa verið haldnir opnir hverfafundir þar sem margar góðar hug- myndir hafa litið dagsins ljós. Opnunarhátíðin verður í Hörpu þriðjudaginn 23. apríl en þar munu meðal annars fjórðu bekkingar fylla húsið og frumflytja tónverk. „Þá troð- fyllum við Hörpuna. Það er mjög gaman að safna öllum börnunum inni í Hörpu sem er þjóðarstoltið okkar,“ segir Arnfríður. Meðal annarra áhugaverðra atburða á Barnamenning- arhátíð í ár má nefna Ævintýrahöllina, barnamenningarhús, sem sinnir því hlutverki að hvetja börn til listsköpunar og örvar menningarlegt uppeldi, Upptaktinn en með honum er börnum og ungmennum gefinn kostur á að senda inn tón- smíðar og þær bestu verða fullunnar með aðstoð fagmanna, og Drullumall sem er tónleikaröð fyrir 13-16 ára unglinga. Þetta er aðeins brot af dagskránni en samhliða Barna- menningarhátíð verður líka Barnaleiklistarhátíð í Reykja- vík. „Það verður mjög spennandi,“ segir Arnfríður.  Börn Spennandi dagSkrá í Borginni í vor Fjöldi spennandi viðburða er á dagskrá Barnamenningarhátíðar. Hér má sjá að mikið stuð var í Laugardalslaug á hátíðinni í fyrra. Ljósmynd/Raggi Ungt tónlistarfólk getur látið til sín taka á Barnamenningarhátíð. Barnamenningarhátíð haldin í þriðja sinn Nú er unnið að undirbúningi Barnamenningarhátíðar sem haldin verður í Reykjavík í apríl. Á opnunarhátíðinni fylla fjórðu bekkingar Hörpu og frumflytja tónverk. Hátíðin stendur í sex daga og verður mikið um dýrðir. Þrír verkefna- stjórar hjá Reykjavíkur- borg sjá um skipu- lagningu Barnamenn- ingarhá- tíðar. Frá vinstri eru Guðmundur, Arnfríður og Karen. Helgin 1.-3. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.