Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Side 53

Fréttatíminn - 01.02.2013, Side 53
heilsa 53Helgin 1.-3. febrúar 2013 Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is Okkar lOfOrð: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta HEIlSUSPrENGJa Ofurfæði með 20% afslætti fimmtudag til sunnudags Ofurfæði gefur þér orku og þrek til að takast á við daginn. Lifestream Ofurfæði hefur aldrei verið vinsælla en nú, enda er ofurfæði skilgreind sem fæða með óvenju hátt næringargildi. Kynning á Lifestream frá kl. 11:30 - 14:30. Fimmtudag í Hæðasmára 6. Föstudag í Borgartúni 24. Laugardag í Fákafeni 11. Naturya Bættu einni skeið af ofurfæði í þeytinginn þinn til að breyta honum í næringarbombu. Kynning á Naturya ofurfæði frá kl. 11 - 13. Fimmtudag í Fákafeni 11. Föstudagur í Borgartúni 24. 20% afsláttur ! 20% afsláttur ! Lasagna • Stórt form • 250 gr. ósoðnar linsur, um 500 gr. soðnar • 50 gr. laukur, saxaður • 400 gr. niðursoðnir tómatar • 2 stk. hvítlauksgeirar • 10 gr. basil, ferskt (1 tsk. þurrkað) • svartur pipar • vatn • 1 stk. kúrbítur, zuccini, skorinn í teninga • 1 stk. paprika, skorin í teninga • 2 stk. tómatar, skornir í báta • 1 tsk. bergmynta (oregano) • 1 stk. hvítlauksgeiri • salt og pipar • 10 plötur lasagna blöð • 1 dós kotasæla • 3 dl. rifinn ostur Byrjað er á því að sjóða lins- urnar. Þá er laukurinn svitaður í potti ásamt hvítlauknum, basilinu og piparnum. Niður- soðnu tómötunum er bætt út í ásamt baununum og smá vatni. Suðunni er hleypt upp og síðan er þetta sett til hliðar. Steikið kúrbítinn og paprikuna á pönnu þar til það mýkist. Bætið tómötunum við ásamt hvítlauknum, bergmyntunni, saltinu og piparnum. Raðið til skiptis í eldfast mót lasagna blöðunum, baunamaukinu og grænmetinu, endið á kotasæl- unni og osti. Bakið við 150°C í um 45 mínútur eða þar til toppurinn er gullinbrúnn. Hægt er að elda allt í lasagna daginn áður. Passið þegar það er eldað að kjarnhitinn fari örugglega yfir 75°C í miðjunni. Lasagna er alltaf gott að bera fram með salati, pestó, aioli, tómatsalati og brauði. Það eru mjög skiptar skoðanir um hversu mörg lög eiga að vera í lasagna, myndið ykkar eigin skoðun og rökstyðjið að svona sé þetta í sveitahéruðum Ítalíu. Þú ert að svelta þig Þú þarft að skera niður hitaeiningar til að léttast, en þú þarft að vera viss um það að þú sért að borða a.m.k. 1,600 (kvk) til 2,000 (kk) hitaeiningar á dag til að hægja ekki á efnaskipt- unum. Þú kannt ekki að elda Farðu í eldhúsið (herbergið þar sem ofninn, vaskurinn og ísskápurinn er). Opnaðu frystinn og þar ættir þú að finna fisk, kjúkling, magurt kjöt, frosin ber og grænmeti. Kíktu í skápana. Þar ættir þú að sjá kornmeti, baunir, fræ, hnetur, haframjöl. Í kæliskápnum ávexti, egg, góðar mjólkurvörur, kartöflur og lýsi. Þessar matvörur hjálpa þér að léttast þar sem þær gefa góða orku, fyllingu og næringu. Þú færð ekki nægan svefn Skortur á svefni minnkar líkurnar á því að þú losnir við spikið. Vantar trefjar Matur sem er ríkur af trefjum stuðlar að heil- brigðum blóðsykri og insúlíni. Þú ert of þurr Fáðu þér annað stórt, ískalt glas af vatni. Þegar þú ert að reyna að léttast, þá er vatnið æfingar- félagi þinn. Þú þarft það til að flytja næringar- efni í vöðvana. Þú heldur að hreyfing tryggi árangurinn Æfingarnar einar og sér tryggja ekki að þú verðir heilbrigður eða grannur. Nýleg rannsókn á fólki sýndi að þeir sem juku æfingarnar um þrjú skipti í viku yfir þriggja ára tímabil, fitnuðu þrátt fyrir að hafa æft meira. Hvers vegna? Líklegast maturinn. Fólkið borðaði meira en það brenndi. Mikill sykur Þú verður að vita hvað er í vörunni sem þú neytir, skoðaðu innihaldið! Algeng mistök Telma leggur áherslu á að þeir sem hafa ekki stundað líkams- rækt í langan tíma leggi meiri áherslu á mataræðið en líkams- rækt til að byrja með. Nóg sé að gera æfingar tvisvar í viku í hálf- tíma í senn fyrsta mánuðinn og bæta svo við þriðja deginum, en verja þeim mun meiri tíma í að tileinka sér hollt mataræði, finna jafnvægi í skammtastærðum og finna hversu langt má líða milli máltíða. „Það skiptir höfuðmáli að passa skammtastærðirnar ef þú vilt léttast en samspil holls mataræðis og hreyfingar er yfir- leitt besta leiðin til að léttast á heilsusamlegan hátt,“ segir Telma. „Mataræðið þitt á að gefa þér næringu, hjálpa þér að auka vöðvamassa og brenna fitunni um leið, þá fyrst lítur þú út eins og heilbrigður og hraustur ein- staklingur, full af orku og lífs- gleði.“ Hún segir að flestir finni veru- legan mun á andlegri líðan eftir 15-20 daga. „Hrein fæða nærir heilann og allar frumurnar og gefur því meiri orku og úthald fyrir dag- inn, fólk sefur betur og hvílist því betur,“ segir Telma. „Eftir 4-6 vikur getur fólk vænst þess að sjá og finna líkamlegan ár- angur. Það er því afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ár- angurinn kemur ekki strax, það þarf að halda út breytingar og gera þær að nýjum lífsstíl. Til að halda líkamanum hraustum og sterkum, þarftu leið sem virkar á hverjum degi – það sem eftir er,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.