Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 4
30% kosningaþátttaka Af átján þúsund á kjörskrá Samfylkingarinnar kusu 5.500 í formannskjöri. Kosið var á milli Árna Páls Árnasonar alþingismanns og Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra en á hádegi á morgun, laugardag, verður niður- staða kosningarinnar kynnt félagsmönnum á landsfundi Samfylkingarinnar í Vals- heimilinu við Hlíðarenda. Á þeim fundi verður kosið í embætti varaformanns flokksins en þegar hafa tvær konur gefið kost á sér: Oddný Harðardóttir þingflokksformaður og Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra. Frestur til að bjóða sig fram sem varaformaður rennur út klukkan 13 á laugardag. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hæglætisveður, bjart og frost til landsins. smáél sunnan- og suðvestanlands framan af degi. Höfuðborgarsvæðið: EF til Vil él um mOrguninn, en annars bjart. sa-stormur og slydda sunnan- og vestantil. Hríð til fjalla. Höfuðborgarsvæðið: slagveðursrign- ing eða slydda, en él um kvöldið. spáð er krappri lægð við landið með stormi þegar líður á daginn með snjókomu eða slyddu. Höfuðborgarsvæðið: aftur stOrmur um kvöldið með snjókOmu eða slyddu. tvær ekta vetrarlægðir Eftir stund á milli stríða í eins og tvo daga æs- ast leikar að nýju. tvær lægðir fara hratt hér mjög nærri um helgina. Sú fyrri á laugardag og hin á sunndag. Þeim fylgir hvassviðri og stormur með slyddu og snjókomu og engum sérstökum hlýindum. Hvernig veður verður á einum stað til annars ræðst af því hver braut þeirra verður á endanum og hvænær þær verða á ferðinni. Fylgist vel með ! 0 -2 -7 -5 -1 4 1 -1 -2 4 0 -2 -3 -4 2 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is nýr lottó- leikur hefur göngu sína eurojackpot er nýr lottóleikur sem Íslensk getspá býður upp á frá og með deginum í dag. leikurinn er spilaður hér á landi og í þrettán öðrum Evrópulöndum. sölu lýkur klukkan 18 á föstudögum og um kvöldið fer útdrátturinn fram í Finnlandi. upp- taka af honum er birt á lotto.is á föstudags- kvöldum. Ein röð kostar 320 krónur og allir vinn- ingar eru skattfrjálsir. dregnar eru út fimm aðaltölur úr tölunum frá 1-50 og tvær stjörnu- tölur úr tölunum 1-8. Útlit er fyrir að potturinn verði 1,7 milljarðar í kvöld, en lágmarksupp- hæðin er 1,6 milljarðar króna. inflúensufaraldur í rénun töluvert hefur dregið úr aukningu á inflúensulíkum einkennum sem bendir til þess að við séum að ná toppnum í útbreiðslu inflúensunnar, samkvæmt upplýsingum frá landlæknis- embættinu. meðalaldur þeirra sem greinst hafa með inflúensu í vetur er 36 ár en alls hafa 50 karlar og 46 konur greinst. inflúensa var staðfest hjá alls 26 einstaklingum í síðustu viku, þar af voru 16 með svínainflúensu a(H1), níu með inflúensu a(H3) og einn með inflúensu b. enn er töluvert um rs veirugreiningar. Alls voru 14 einstaklingar með staðfesta rs veirusýkingu í síðustu viku. Flestar greiningarnar eru hjá 0-2 ára börnum, en einnig hefur eitthvað verið um rs veirusýkingar meðal eldri borgara. Í vikunni sem leið var rs veiran staðfest hjá tveimur einstaklingum yfir sextugt, sem er fækkun í þeim aldurshópi miðað við vikurnar á undan. -sda Þ etta er komið langt á skömmum tíma,“ segir Vilborg Davíðsdóttir og bætir við: „Þetta hefur hreinlega verið sem brunbraut niður á við.“ Það er óhætt að segja að margt hafi gerst í lífi fjölskyldunnar síðan við hittum Vilborgu síðast en þrátt fyrir það virðist hún ekki hafa tapað æðruleysinu sem einkenndi samtal okkar síðast. Vilborg segir að það sé mikilvægt að tala um dauðann, hann sé órjúfanlegur partur af tilverunni og um- ræður eigi því að fara frammi fyrir opnum tjöldum, slíkt hjálpi aðeins til. „Það er mikilvægt að tala um dauðann vegna þess að það er hann sem gerir lífið svo dýrmætt. Ég hef lært margt á þessarri göngu með Björgvin mínum og nú þegar hans vegferð er í þann mund að ljúka hef ég öðlast nýjan skilning á mikilvægi þess að tala um dauðann rétt eins og lífið, því það er í hverfulleika lífsins sem gildi þess er falið. Við elskum lífið vegna þess að því lýkur, líkt og við hrífumst af fegurð blóms- ins vegna þess að það á eftir að fölna og döguninni vegna þess að við vitum að sólin á eftir að hníga í sæ. Við þurfum að geta talað um dauðann, á honum á ekki að hvíla bannhelgi. Því hvernig getum við ella lært að deyja vel, þetta eina sem við eigum öll fyrir höndum, hvert og eitt? Við gerum okkar besta í menntakerfinu og uppeldinu til þess að búa börnin okkar undir lífið og verk- efnin sem þau þurfa að takast á við en við tölum aldrei um það að við eigum öll eftir að deyja. Að hvert og eitt okkar mun þurfa að skiljast við einhvern nákominn áður en kemur að okkar eigin endalokum.“ Vilborg segir að stuðningur vina og fjöl- skyldu sé fjölskyldunni ómetanlegur og einnig hefur ókunnugt fólk sett sig í sam- band við hana frá síðustu bloggfærslu, en hún hefur farið víða og fengið nokkra fjöl- miðlaathygli. „Ég finn samhug og hlýju og fjölmörg hafa orð á því að það sé gott að fá að lesa um lífsreynslu sem þau þekkja sjálf en hafa kannski aldrei getað deilt með öðrum. Vegna þess að fólk verður hrætt þegar við tölum um dauðann og þá stað- reynd að það sleppur enginn lifandi héðan. Þess vegna hættir of mörgum til að forðast að tala um þá sem eru deyjandi eða látnir og jafnvel getur óttinn við að segja eitthvað „óviðeigandi“ orðið til þess að hinn látni er aldrei nefndur á nafn, hvorki hvernig hann dó eða lifði, næstum eins og hann hafi ekki verið til. Og það held ég að sé sárast af öllu.“ Hún segir að það sé fólki eðlislægt að úti- loka allt það sem veldur skelfingu en segist jafnframt halda að það sé miklu betra að sættast sem fyrst við þessa einföldu stað- reynd, að lífið tekur enda. „Þannig tala ég við börnin mín þrjú, segi þeim að sál Björgvins verði hjá Guði en líkaminn, skel sálarinnar, muni hvíla í fallegum kirkjugarði. Dóttir okkar, átta ára, ætlar að setja mörg blóm á leiðið hans pabba síns, sagði hún við hann, því hún mun sakna hans svo mikið. En hann hittir sjálfur pabba sinn sem er dáinn, sagði hún, og kannski líka kisuna okkar sem dó fyrir nokkrum árum. Þannig er barnshugurinn byrjaður að vinna úr því sem fram undan er og hún er farin að leita leiða til að sjá fleira en aðeins eigin missi.“ maría lilja þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  Fréttir vilborg davíðsdóttir og Ferðalok drekans Dóttir okkar, átta ára, ætlar að setja mörg blóm á leiðið hans pabba síns, sagði hún við hann, því hún mun sakna hans svo mikið. rithöfundurinn vilborg davíðsdóttir er mikil sagnakona og bækur hennar um forna tíma hafa selst í bílförmum. Vilborg var í viðtali við Fréttatímann í október síðastliðnum þar sem hún ræddi ritstörfin, ævintýrin og drekann sem fjölskyldan fæst við í sínu eigin lífi. eiginmaður vilborgar, björgvin ingimarsson, hefur barist við heilakrabba um nokkurt skeið. við komu á heimili þeirra hjóna í október tók björgvin á móti blaðakonu. Hann var að mála og dytta að í forstofunni. Í dag upplifir hann sín síðustu augnablik, aðeins um nokkrum mánuðum síðar. Það á að tala um dauðann Vilborg segir að það sé mikilvægt að tala um dauðann, hann sé órjúfan- legur partur af tilverunni og umræður eigi því að fara frammi fyrir opnum tjöldum, slíkt hjálpi aðeins til. Ljósmynd / Hari Vilborg var í opinskáu viðtali við Frétta- tímann í október á síðasta ári þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns, björgvins ingimars- sonar. 4 fréttir Helgin 1.-3. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.