Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 30
sem hafa löngum heillað hana. Hún fékk innsýn í allt það amstur sem fylgir fyrirtækja- rekstri þegar hún vann hjá foreldrum sínum á námsárunum og hafði þá engan sérstakan áhuga á því að leggja rekstur fyrir sig. En þegar hún ákvað að láta reyna á hönnunar- hæfileika sína með fylgihlutalínunni varð ekki aftur snúið. „Ég hef aldrei fengið neitt uppí hendurnar og fæddist ekki með silfurskeið í munni. Ég hef þurft að hafa fyrir öllu mínu og mér finnst það dásamlegt. Ég myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi vegna þess að maður kann síður að meta það sem maður öðlast ekki með blóði, svita og tárum. Ég hef stundum heyrt einhverjar sögur útundan mér um að hinir ýmsu efnamenn standi á bak við mig og fyrirtækið. Eða að foreldrar mínir eða maðurinn minn séu mjög efnuð og standi á bak við það sem ég er að gera. Raunveruleikinn er nú samt bara sá að ég stend að mestu á bak við þetta sjálf en nýt þess að vera með gott starfsfólk og eiga góða fjölskyldu, vini og mann sem veita mér ráðgjöf og ómetanlegan stuðning. En ég hef þurft að leggja mjög hart að mér til að komast hingað og ég hef notið hverrar mínútu út til fullnustu. Líka þegar á móti blæs vegna þess að maður lærir alltaf eitthvað mikilvægt af slíkum raunum.“ Og Sigrún Lilja lætur kjaftasögurnar ekki trufla sig. „Ég geri nú reyndar sáralítið af því að velta mér upp úr sögusögnum um mig eða aðra og mér stendur svona að mestu á sama um slíkt því ég og þeir sem standa mér næst vita hver ég raunverulega er og hvað ég stend fyrir. Það dugar mér en eina ástæðan fyrir því að mér finnst vert að nefna þetta dæmi er að mér finnst mjög mikilvægt að konur viti að það sé hægt að fylgja draumum sínum eftir og framkvæma þá án þess að vera með mikið fjármagn á bak við sig eða vera með fimm há- skólagráður. Ég mæli að sjálfsögðu samt alltaf heils- hugar með námi en ef mann vantar menntun á maður ekki að láta það hindra sig. Það er í raun hægt, með miklum áhuga, að verða sér úti um upplýsinmgarnar sem mann vantar sjálfur, með bókum og jafnvel internetinu. Í dag heyri ég til dæmis reglulega af því að ég sé tekin fyrir sem dæmi í markaðsfræðikúrs- um í Háskólanum. Ég er ekki með háskóla- menntun í markaðsfræði en tel mig samt vera með hálfgerða meistaragráðu í þeim fræðum eingöngu í gegnum sjálfmenntun. Ég hef sótt öll námskeið sem ég hef komist í og svo les ég markaðsfræðibækur öll kvöld.“ Mestur tími Sigrúnar Lilju fer nú orðið í markaðssetningu og uppbyggingu fyrirtækis- ins. „Ég er löngu hætt að skilgreina mig sem hönnuð þrátt fyrir að það sé í raun hluti af mínu starfi út á við en hönnunin er ekki nema eingöngu svona um 5% af mínum daglegu störfum. Fyrst og fremst held ég að ég sé viðskiptakona og frumkvöðull,“ segir Sigrún Lilja sem er þó að sjálfsögðu einnig með hug- ann við hönnunina. „Ég er alltaf með augun opin, alltaf að skoða og pæla og reyni að grípa augnablikin. Þannig virkar þetta bara en það gengur ekki að vera með flotta vöru sem eng- inn veit af. Maður verður að láta vita af sér. Ég er að byggja upp 360 gráðu lífsstílsmerki og þá er markaðssetningin algert lykilatriði.“ Metsöluhöfundurinn Aðferðir Sigrúnar Lilju í markaðssetningu Gyðja Colletion vöktu athygli markaðsspek- inga í Bandaríkjunum sem hrifust svo að hún var fengin til þess að leggja til efni í tvær bækur um frumkvöðlastarf í markaðssetn- ingu þannig að hún getur með réttu einnig titlað sig metsöluhöfund en báðar bækurnar hafa rokselst á Amazon.com. „Ég komst í tæri við fyrirtæki í Bandaríkj- unum og við vorum að ræða annars konar samstarf en þeir urðu spenntir fyrir því sem ég var að gera og vildu fá Skype-fund með mér. Útgefandi þessara bóka var á fundinum, sagði mér frá hugmyndinni að fyrri bókinni og sagðist vera mjög spenntur fyrir mínum markaðsaðferðum og að sér þætti gaman að því að ung kona væri að gera þessa hluti og láta til sín taka og bað mig um að vera með í bókinni. Ég stökk auðvitað á það enda voru þarna saman komir flottir sérfræðingar á ýmsum sviðum til þess að setja saman þessa bók, The Next Big Thing. Bókin gekk rosalega vel og varð metsölu- bók á Amazon strax sólarhring eftir að hún kom út. Það var frábært tækifæri að fá að kynnast þessu hæfileikaríka fólki sem kom að bókinni. Þetta er alveg ótrúlegt fólk þannig að ég er mjög auðmjúk yfir því að hafa fengið að vera með.“ Sigrún Lilja hefur lengi aðhyllst lífsspekina sem kennd er við The Secret sem gengur meðal annars út á að fólk „vilji“ hlutina til sín. Hugsi um og sjái fyrir sér hvað það langar til þess að gera og öðlast og þannig rætist draumarnir. Hún varð því enn meira upp með sér þegar hún var beðin um að taka þátt í næstu bók, The Success Secret, en aðalmað- urinn í þeirri bók er Jack Canfield sem hefur lengi predikað Secret-spekina og var til dæm- is áberandi í The Secret, vinsælli kvikmynd um hugmyndafræðina. „Ég hef litið upp til Jack Canfield í átta eða níu ár og það var rosalega mikill heiður að vera boðið að vera með í þessari bók. Canfield er alger goðsögn og selur bækur sínar í millj- ónum eintaka. Hann fjallar mikið um innri manneskjuna og hefur helgað líf sitt því að byggja fólk upp. Það var rosalega gaman að fá að vera með honum og auðvitað opnuðust þarna ný markaðstækifæri og ýmislegt spenn- andi hefur komið upp úr þessu sem ég er að skoða fyrir þetta ár. Maður er ekkert hættur!“ Leyndarmál velgengninnar „Það má kannski segja að ég lifi eftir Secret- spekinni í einu og öllu. Áður en ég fer að sofa á kvöldin leggst ég upp í rúm með svona þrjár til fjórar blaðsíður yfir það sem ég ætla mér á þessu ári. Ég les þetta yfir, loka augunum og sé það fyrir mér. Og þannig virkar þetta. Ég hef alltaf verið skapandi, jákvæð, bjartsýn og kraftmikil en hef ekkert alltaf verið með mikið sjálfstraust eða þorað að láta til mín taka. Ég er í því að fara út fyrir þægindarammann. Það er mjög erfitt fyrst en svo venst maður því. Maður á að leggja það á sig vegna þess að það sem drepur mann ekki styrkir mann bara. Maður verður líka að þakka fyrir hluti sem eru manni erfiðir vegna þess að á endanum lærir maður af þeim. Eitt af lykilatriðunum hjá mér er að koma alltaf vel fram við náungann og halda mér á jörðinni. Ég geri þetta til dæmis með aðferð- um úr The Secret og með því að vera þakklát fyrir alla þessa litlu hluti. Það geta alltaf allir fundið eitthvað til að þakka fyrir og þegar maður er búinn að þakka fyrir þá verða þeir stærri og mikilvægari. Rétt eins og ef maður einblínir á eitthvað neikvætt þá stækkar það. Ég er mjög ákveðin í þessu,“ segir gyðjan sem fer sínar eigin leiðir og er rétt að byrja. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Komdu á frumsýningu í dag 20% sparneytnari og enn öruggari Mazda6 á frábæru verði Glæsilegur staðalbúnaður, m.a. snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), 17” álfelgur, Bluetooth, nálægðarskynjarar, upplýsingasnertiskjár í mælaborði, hraðastillir (cruise) og regnskynjari í framrúðu. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 l Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 l mazda.is Mazda6 kostar aðeins frá 4.390.000 kr. Mazda6hálfsíða.indd 1 15.01.2013 09:50:45 Sigrún Lilja segist alltaf vera með augun opin og í leit að nýjum tækifærum. Þegar Eyjafjallagosið byrjaði var hún fljót til og setti sex mánuðum síðar á markað ilmvatn með nafni jökulsins. Stórar erlendar fréttaveitur sýndu ilmavatninu áhuga og salan gekk svo vel að hún hefur sent frá sér tvær nýjar tegundir til viðbótar. 30 viðtal Helgin 1.-3. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.