Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 14
Styrmir Þór sýknaður í Exeter-málinu
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka,
var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara í Exeter-
málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stjórnendur Byrs
sparisjóðs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi
fyrir umboðssvik í sama máli í fyrra.
Krónan styrktist
Gengi krónunnar styrktist í gær. Hækkunin nam 1,7%
og hefur ekki verið svo mikil á einum degi frá því í ágúst
2009, að því er fram kom í Morgunkorni Íslandsbanka.
Blær fær að halda skírnarnafni sínu
Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, fimmtán ára stúlka
sem hefur barist fyrir að fá nafn sitt skráð í þjóðskrá,
vann í gær mál gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Ríkið var sýknað af kröfu hennar um
bætur.
Kölluðu borgarstjóra hyski
Hópur fundarmanna á hverfisfundi borgarstjóra í
Grafarvogi kallaði borgarstjóra og borgarstjórn hyski
sem ætti að hypja sig á brott.
Vöruskiptin í fyrra hagstæð um
75,5 milljarða
Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 75,5 milljarða
króna í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofunnar. Flutt var inn fyrir rúmlega 556 milljarða
króna, en út fyrir tæplega 632 milljarða.
Hreyfill fisvélarinnar rannsakaður
Hreyfill fisvélar sem brotlenti á Suðurnesjum í október
verður sendur til rannsóknar hjá framleiðanda í
Austurríki. Tveir menn létust í slysinu. Kennsluflugvél
frá Keflavíkurflugvelli var í biðflugi á þessum tíma og
fylgdist flugmaður hennar með flugi fisvélarinnar og
varð vitni að brotlendingunni.
Framsókn hverfur frá vantrauststillögu
Framsóknarmenn ætla ekki að leggja fram van-
trauststillögu á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Fram-
sóknar, segir best að þjóðin kveði upp sinn dóm í
kosningunum í lok apríl.
FBI kom hingað til að rannsaka
Wikileaks
Hópur bandarískra alríkislögreglumanna kom til
Íslands síðastliðið haust og óskaði eftir samvinnu hér-
lendra yfirvalda við rannsókn á uppljóstrunarsíðunni
Wikileaks. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
hafnaði beiðninni.
Sigmar beið eftir aðhlynningu
í níu daga
Sigmar B. Hauksson, sem lést um jólin, beið heima í
níu daga án þess að fá aðhlynningu eða verkjameð-
ferð eftir að hann greindist með krabbamein í lok
nóvember. Fjölskyldan telur að álag á sjúkrahúsinu
hafi orðið til þess að hann hafi gleymst.
Loðnuleit er hafin á ný
Loðnuleit er hafin að nýju eftir langa brælu og er
rannsóknarskipið Árni Friðriksson við mælingar
norður af Melrakkasléttu. Þráðurinn verður tekinn
upp að nýju og mælt vestur eftir Norðurlandi og að
Vestförðum.
Sárt að rífa ofan af gömlum sárum
Stjúpur eiga líka rödd
Þ að er sárt og erfitt að tala um mál sem hafa valdið manni hugarangri – ekki síst ef
þau hafa hvílt með manni svo árum
skiptir, jafnvel án þess að maður geri
sér grein fyrir því. Það er svolítið eins
og að kroppa ofan af sári.
Þannig leið mér eftir fyrsta stjúpu-
hittinginn minn. Átta stjúpmæður
hittast vikulega undir stjórn Val-
gerðar Halldórsdóttur hjá
stjúptengsl.is og ræða það
sem þeim liggur á hjarta. Á
þessum fyrsta fundi ræddum
við erfiðleika sem upp höfðu
komið í stjúpfjölskyldunni
sem rekja mætti til þessa
flókna fjölskyldumynsturs.
Mér fannst bæði gott og
sárt að finna viðbrögð hinna
stjúpmæðranna við minni
reynslu. Mér fannst gott að
finna stuðninginn – þarna
voru konur í sömu stöðu og
ég sem höfðu reynt sömu
hluti, rekið sig á sömu veggi.
Það fannst mér gott.
Mér fannst hins vegar sárt að rifja
upp ýmis atvik sem upp hafa komið
í samskiptum okkar hjóna á undan-
förnum árum og valdið hafa misklíð
okkar á milli. Þá leið mér eins og ég
væri að kroppa ofan af sári. Sári sem
hafði ef til vill aldrei gróið því við
höfðum aldrei leyst úr ágreiningnum.
Ég hafði ekki sagt hvað mér raun-
verulega bjó í brjósti – heldur kyngdi
því sem orðið var. Því ég vissi ekki að
stjúpmæður hafa rödd.
Stjúpmóðurröddin mín var vel falin
innra með mér og hefur ekki fengið
að hljóma fyrr en nú – eftir að ég fór
að hitta hinar stjúpurnar og komst að
því að tilfinningar mínar eiga alveg
rétt á sér.
Ég fékk styrk og stuðning til þess
að leyfa stjúpuröddinni að koma fram
í hjónabandinu og hafði loks kjark
til þess að segja það sem ég var að
hugsa.
Því nú veit ég að stjúpmæður hafa
rétt. Þær mega – og eiga – að segja
maka sínum ef þær eru ósáttar við
hvaðeina sem varðar stjúpbörnin og
samskipti hans við fyrrverandi maka.
Þær eiga ekki bara að þegja af því að
þetta eru „börnin hans“. Stjúpan er
ekki bara þegjandi stoð eða auka-
hlutur. Hún hefur VÍST með uppeldi
stjúpbarnsins síns að gera. Stjúp-
barnsins sem býr jafnmikið heima hjá
henni og pabba sínum – því heimili
þeirra er eitt og hið sama. Oft á tíðum
hefur stjúpmóðirin meira að segja
meira samneyti við stjúpbarnið en
pabbinn sjálfur.
Hún MÁ segja nei og hún má hafa
skoðun. Og pabbinn Á að hlusta. Og
hann á að hafa samráð við hana um
ákvarðanir varðandi stjúpbarnið.
Það hef ég lært – og ég hef fundið
röddina mína.
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
sjónarhóll
Stjúpmóðurröddin mín var vel falin
innra með mér og hefur ekki fengið
að hljóma fyrr en nú.
VikAn í tölum
35.000.000
króna koma í hlut knattspyrnuliðs Fjölnis í
Grafarvogi vegna sölunnar á Aroni Jóhannssyni
frá AGF í Danmörku til AZ Alkmaar í Hollandi.
76
milljónum króna ætlar Björk Guðmundsdóttir að
safna á fjáröflunarsíðunni Kickstarter til að yfirfæra
Biophiliu-forritið fyrir Windows 8 og Android-síma.
200.000
krónur á mánuði fá Jón Margeir Sverrisson og fjórir
aðrir íþróttamenn úr Afrekssjóði ÍSÍ í ár en alls nema
fjárveitingar úr sjóðnum 71 milljón króna í ár.
3
konur eru tilnefndar fyrir leik í aðalhlutverki á
Edduverðlaunahátíðinni á meðan fimm karlar hljóta
sama heiður. Sara Dögg Ásgeirsdóttir er ein þeirra
sem tilnefndar eru.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
10
trukkar hafa verið hér á vegum tökuliðs bandarísku
útgáfunnar af Top Gear. Þátturinn verður sýndur á
History-sjónvarpsstöðinni í vor.
7
matreiðslumenn þóttu standa sig betur en fulltrúi
Íslands á Bocuse d́ Or keppninni í vikunni. Það var
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem stóð
vaktina fyrir Íslands hönd en honum til aðstoðar var
Hafsteinn Ólafsson.
14 fréttir Helgin 1.-3. febrúar 2013 vikunnar