Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 21
HRJÚFT
Á YFIRBORÐINU
HOLLT AÐ INNAN
Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð.
Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka
einstaklega bragðgott!
Það er engin tilviljun að BURGER
er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi.
Enginn
viðbættur sykur,
ekkert ger.
HUGSAÐU UM
HOLLUSTUNA!
É g veit ekkert hvort fólk skilur mig,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona
sem þó hefur átt greiða leið að
hug og hjörtum landsmanna síðan
hún útskrifaðist úr leiklistarskóla
2003. Þá stökk hún strax inn á
stóra svið Borgarleikhússins og
fékk strax mikla athygli. Síðan
hefur hún margoft heillað þjóðina
á sviði leikhússins, í kvikmyndum
og sjónvarpi. Hún lék í Stelpunum
og var ein af sprautunum á bak við
þá þætti og svo skrifar hún ásamt
fleirum Ástríði sem hún leikur
einmitt aðalhlutverkið í. Ný sería
fer í loftið í mars og um páskana
frumsýnir Ilmur bíómyndina
Ófeigur snýr aftur. Sjálf segir hún
að ferillinn hafi eignast sitt eigið
líf án hennar afskipta.
„Þegar ég horfi aftur líður mér
stundum eins og ég hafi ekki tekið
neinar ákvarðanir, að mér hafi bara
verið stýrt, í jákvæðum skilningi.
Ég hef unnið fjölbreytt verkefni
með frábæru samstarfsfólki og
stundum skil ég ekkert í því hversu
heppin ég er í raun og veru."
Miðbæjarstelpa
Ilmur fæddist 1978. Hún á tvö
systkini, Lísu sem er fjórum árum
eldri og „litla“ bróður sem er
tveimur árum yngri. Einhverrra
hluta vegna starfa þau öll við sjón-
varps- og kvikmyndagerð. Lísa
sem aðstoðarleikstjóri og pródú-
sent og Sverrir sem klippari í
Noregi.
„Það er samt einhver tilviljun að
við lendum öll í þessum bransa,“
segir Ilmur sem lýsir heimili
þeirra og uppeldi sem bæði frjáls-
lyndu og hefðbundnu. „Þetta
var svona „hippaheimili“ – það
var verið að brjóta upp hefðir og
mynstur; við fengum t.d öll þessi
nöfn sem voru bara út í loftið og
ekki í höfuðið á neinum. Eftir á
að hyggja held ég að þetta vega-
nesti hafi verið og sé ennþá mjög
mikilvægt fyrir mig; að taka engu
sem gefnu, að það megi breyta
hlutum og endurskoða ákvarð-
anir. Mamma og pabbi ólust bæði
upp við þröngan kost og komu
úr stórum systkinahópum og því
einkenndist þeirra uppeldi líka af
mikilli nýtni, aldrei neinu hent og
ég hendi heldur aldrei neinu!“
Ilmur segir að það hafi verið
gott að alast upp í miðbænum: „Þá
var húsnæði í 101 Reykjavík ódýrt
og mikið af börnum í hverfinu.“
Ilmur bjó á Óðinsgötu og gekk í
Austurbæjarskóla. Henni gekk
mjög vel í skóla alveg þar til hún
fór í MH og félagslífið gleypti
hana.
„Ég var í leikfélaginu,“ segir
Ilmur; „auðvitað. Það var svo gam-
an í MH, eiginlega of skemmtilegt
til að mæta í tíma, þetta hafðist nú
samt.“
En varstu strax sjálfstæð ung
kona eða varstu alltaf með kær-
asta?
„Já,“ svarar hún og hlær; „ég sat
við borð í skólanum sem var kallað
desperat-borðið af því að engin
af okkur átti kærasta. Einhverra
hluta vegna þá gengum við aldrei
út. Við reyndum þá að tala niður
kærustustelpurnar sem fóru bara
inn í sambönd og hurfu.“
Úr leikfélagi MH fór Ilmur í inn-
tökupróf við Leiklistarskólann og
komst inn í fyrstu atrennu.
Verður ekki að vera leikkona
Ilmur gerir lítið úr eigin fram-
takssemi þótt hún virki út á við
sem mjög metnaðarfullur dugn-
aðarforkur. Hún skrifar og leikur
aðalhlutverk í sjónvarpsseríunni
Ástríði og hefur svo um munar
leikið sig inn í hjörtu þjóðarinnar.
„Já, virka ég eins og ég hafi
svoldið stýrt þessu?“ spyr hún
hlæjandi.
Já.
„Það er bara ekki þannig,“ segir
hún kímin.
En hefur þetta starf, leikkona, gert
þig hamingjusama?
„Að vera leikkona hefur aldrei full-
nægt mér alveg. Þess vegna hef ég allt-
af leitað út fyrir leikkonuna. Til dæmis
með því að skrifa. Það hefur gefið mér
ofboðslega mikið. Auðvitað er það samt
þannig að leikkonustarfið getur verið
mjög fullnægjandi en bara þegar maður
finnur að maður hefur einhverju að
miðla,“ segir Ilmur.
Það var einmitt ástæðan fyrir því að
hún söðlaði um á sínum tíma, og fór í
guðfræði í Háskólanum: „Mig vantaði
næringu, ég fann að sálin kallaði á
meiri visku, meiri lærdóm, betri skiln-
ing og guðfræðin hitti beint í mark.“
Það voru einmitt margir hissa á að
Ilmur skyldi skrá sig í guðfræði en hún
fann líka fyrir mikilli forvitni hjá fólki:
„Ég held að fólk átti sig engan veginn á
því um hvað guðfræði snýst.“
Og um hvað snýst þá guðfræðin, í
stuttu máli?
Eftir stutta umhugsun svarar hún:
„Vinkona mín sagði mér um daginn að
hún hefði verið að velta því fyrir sér á
leiðinni í vinnuna af hverju maðurinn
byggi yfir sjálftortímandi afli. Af hverju
höfum við sjálfseyðingarhvöt? Já, ég
veit, ég á mjög djúpa vini,“ segir Ilmur
og hlær, „en þetta er guðfræði, hún
leitast við að svara þessum spurning-
um. Ég get samt ekki svarað þessarri
spurningu.“
Ilmur hefur tekið pásu frá guðfræði
en aðspurð um hvort það að vera leik-
kona sé eitthvað sem hún verði að gera
segir hún: „Við skulum orða það þannig
að ég verð ekki að vera leikkona. Ég
verð ekki að vera neitt.“ Og það fylgir
þessu svari friður: „Ætli ég endi ekki
á að verða prestur. Guðfræðin gerir
mig að betri leikkonu og betri höfundi,
þannig að ég get verið allt þetta og
svo er ég að hugsa um að fara að læra
bogfimi.“
Að vera með samviskubit
Ilmur var framan af ferlinum ung og
barnlaus leikkona og segir sjálf að hún
hafi oft verið kvíðin og óttaslegin. „Ég
held að mér sé óhætt að segja að ég hafi
misnotað áfengi, það var stór partur af
lífi mínu. Ég var partístelpa og ég vildi
Ég fór ekki
í meðferð
en ég er
ekkert fínni
alkóhólisti
fyrir það.
Framhald á næstu opnu
viðtal 21 Helgin 1.-3. febrúar 2013