Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Side 52

Fréttatíminn - 01.02.2013, Side 52
52 heilsa Helgin 1.-3. febrúar 2013 Nýjar heilsuvörur! HAFKRILL og HAF-RÓHaf-Ró er slakandi steinefnablanda með náttúrulegu magnesíum extrakti sem unnið er úr sjó. Inniheldur einnig Hafkalk ásamt B6 og C vítamínum sem styðja við virkni efnanna. Magnesíum og kalk í Haf-Ró er í hlutfallinu 2:1 og ætlað þeim sem fá ekki nægilegt magnesíum úr fæðunni. Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt fyrir jafnvægi vöðva- og tauga- kerfisins. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu og því getur Haf-Ró gefið slakandi áhrif samhliða aukinni orku. Hafkrill er hrein hágæða krillolía unnin úr ljósátu sem veidd er á vist- vænan og sjálfbæran hátt í Suður-Íshafinu. Vinnslan fer fram á sjó til að tryggja hámarks ferskleika. Hafkrill inniheldur vatnsuppleysanleg Omega 3 fosfólípíð sem eru líkamanum auðveldari í upptöku en hefðbundið Omega 3 þríglýseríð úr fiskiolíu. Hafkrill inniheldur andoxunarefnið Astaxanthin sem dregur úr sindur- efnum,viðheldur gæðum olíunnar og gerir viðbætt rotvarnarefni óþörf. Haf-Ró og Hafkrill eru væntanleg í lyfja- og heilsubúðir. Skannaðu kóðann og kynntu þér framleiðsluvörur Hafkalks SóríaSiS Fæst í heilsubúðum og apótekum Græðikremið hefur virkað mjög vel á sóríasis hjá mér en ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í 4 mánuði og er mjög góður í húðinni. Kristleifur Daðason www.annarosa.is kynning Culina er nýr staður í Kringlunni sem býður upp á heilnæman mat úr fersku íslensku hráefni og mikil áhersla er lögð á grænmetis- rétti. Dóra Svavarsdóttir mat- reiðslumeistari stofnaði Culina sem þýðir eldhús á latínu. Dóra lærði á veitingastaðnum. Á næstu grösum og varð heilluð af þeirri matargerð sem þar fór fram. „Ég var að vinna á veitingastaðnum Á næstu grösum þegar ég var að læra kokkinn. Ég varð strax mjög hrifin af notkuninni á kryddum og hvernig hráefnið fékk að njóta sín. Ég hef nýtt mér þennan þekking- arbrunn og hef til dæmis haldið námskeið fyrir hópa og vinnustaði til að miðla þeirri þekkingu áfram til fólks.“ Réttur dagsins á Culina er ávallt grænmetisréttur. Dóra segir að grænmetislasagna sé sérstaklega vinsælt og vill hún því deila upp- skriftinni með lesendum. „Ásamt rétti dagsins bjóðum við upp á plokkfisk, kjötsúpu, grænmetis- súpu dagsins og úrval af salötum. Einn hluti staðarins svignar undan tertum, sumum glúteinlausum, öðrum með litlum sykri en allar eiga það þó sameiginlegt að vera mjög bragðgóðar.“ Culina starf- rækir einnig veisluþjónustu sem einsetur sér að sníða veislur fyrir hvern og einn. Það hentar sér- staklega vel ef gestir eða sá sem heldur boðið eru með fæðuóþol eða ofnæmi og vilja geta borðað allt sem er á boðstólum.  Veitingar nýr staður í Kringlunni Veitingastaðurinn Culina leggur áherslu á ferskt íslenskt hráefni Uppskrift að ómótstæðilegum grænmetisrétti. Að sögn Telmu Matthíasdóttur eru algengustu mistök fólks sem er að byrja í líkams- ræktarátaki að fara of geyst af stað og vænta sýnilegs árangurs of snemma.  FjarþjálFun það Vinsælasta í líKamsræKt í dag Engar skyndilausnir eða bönn Telma Matthíasdóttir einkaþjálfari býður meðal upp á svokallaða fjarþjálfun, einkaþjálfun í gegnum netið, sem er æ vinsælli leið til að bæta heilsu. Hún bannar ekkert og varar við öfgum, jafnt hvað varðar mataræði eða líkamsrækt. F jarþjálfun í gegnum netið er æ vinsælli leið í heilsueflingu og fjölmargir nýta sér þann valkost til þess að fá stuðning frá sérfræðingum. Telma Matthíasdóttir er ein þeirra sem býður upp á netþjálfun í gegnum vefinn fitubrennsla.is. Fólk fær stuðning í gegnum tölvupóstsamskipti, sérhannað þjálfunarpró- gramm og 7 daga matseðil vikulega ásamt upp- skriftum „Prógrammið er sniðið fyrir hvern og einn, þú getur æft hvar og hvenær sem er, heima eða í ræktinni“ segir Telma. „Ég bið fólk í upp- hafi að svara spurningalista sem ég vinn síðan út frá,“ segir hún. Telma leiðbeinir skjólstæðingum sínum með mataræði og hreyfingu en leggur áherslu á að forðast allar öfgar. „Ég banna ekkert. Allt er gott í hófi,“ segir hún. „Mikilvægast er að þekkja sín eigin mörk og miða sig ekki við aðra. Það sem hentar vinkonu þinni hentar ekki endilega þér,“ segir hún. Að sögn Telmu eru algengustu mistök fólks sem er að byrja í líkamsræktarátaki að fara of geyst af stað og vænta sýnilegs árangurs of snemma. „Fólk á ekki að hlaupa 10 kílómetra ef það getur bara gengið einn. Fólk þarf að setja sér raunhæf markmið og miða þau út frá sjálfu sér,“ segir hún. Það er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að árangurinn kemur ekki strax, það þarf að halda út breytingar og gera þær að nýjum lífsstíl.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.