Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 62
62 skák Helgin 1.-3. febrúar 2013  Skákakademían Skákveislan mikla í febrúar F ebrúar, skákmánuðurinn mikli, er runninn upp. Janúar að baki, þar sem hápunkturinn var Skákdagur Ís- lands, til heiðurs Friðriki Ólafs- syni, fyrsta stórmeistara Íslands. Efnt var til ótal skákviðburða, hringinn um landið, í skólum, sundlaugum, félagsmiðstöðvum, fyrirtækjum – og auðvitað á mörg þúsund heimilum. Skákdagurinn er haldinn á afmælisdegi Friðriks, sem varð 78 ára laugardaginn 26. janúar. Friðrik tók virkan þátt í hátíða- höldunum, sem stóðu alla síðustu viku. Hann var meðal keppenda á Friðriksmótinu í Vin, heiðraði kempurnar í Gallerí Skák með heimsókn og taflmennsku, tefldi fjöltefli við Morgunblaðsmenn og nokkur efnilegustu skákbörn landsins, og heilsaði upp á krakk- ana á laugardagsæfingu í Tafl- félagi Reykjavíkur (TR). Blómlegt barnastarf hjá TR Friðrik hefur alla tíð verið í TR og er vitanlega frægasti sonur félags- ins. TR er eitt elsta starfandi félag landsins, stofnað árið 1900. Það eru þó engin ellimerki á félaginu, sem heldur úti þróttmiklu starfi í skákhöllinni í Faxafeni 12. Hægt er að fræðast um starf félagsins á taflfelag.is, en þar kemur m.a. þetta fram: „Í áratugi hefur Taflfélag Reykjavíkur haldið metnaðar- fullar skákæfingar fyrir börn og unglinga. Laugardagsæfingarnar eru fyrir löngu orðnar rótgróinn partur af starfi félagsins og flest- um skákiðkendum landsins vel kunnar. Margir af sterkustu skák- mönnum þjóðarinnar stunduðu æfingarnar á sínum yngri árum. Umsjón laugardagsæfinganna er í skákþRauTin Hvítur leikur og vinnur. Kíkjum nú á endatafl. Yakovenko hefur hvítt og á leik gegn Almazi. Nú þarf hvítur að finna leið til að koma peði sínu alla leið og vekja upp nýja drottningu. Skáktöffarar í Vogum. Mikil hátíð var í Stóru-Vogaskóla í tilefni Skákdags Íslands. Þá var skákklúbbur stofnaður í Vogum og skólinn mun iða af skáklífi á næstunni. Lausn: 1.Rd5+! Svartur gafst upp, enda allar bjargir skyndilega bannaðar. höndum þaulreyndra og sterkra skákmanna og er aðgangur ókeypis. Æfingarnar henta byrj- endum jafnt sem lengra komnum og er börnum velkomið að mæta og fylgjast með til að byrja með ef þau eru ekki tilbúin að taka beinan þátt strax. Æfingarnar fara fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 á laugardögum yfir vetrartímann og hefjast kl. 14.“ Vopnin brýnd En við vorum að tala um skák- mánuðinn febrúar. Dagana 15. til 17. febrúar fer fram landskeppni Íslands og Kína. Það verður án efa mjög spennandi og skemmti- leg viðureign. Kínverska liðið er skipað firna sterkum stór- meisturum, skákdrottningum og undrabörnum. Kína hefur á allra síðustu árum orðið risaveldi í skák, og hvert undrabarnið af öðru stígur fram í austrinu. 19. febrúar hefst svo sjálft N1 Reykjavíkurskákmótið í Hörpu, sem kalla má flaggskip skáklífs- ins á Íslandi. Það stefnir í að mörg met verði slegin á mótinu. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til leiks og aldrei hafa jafn margir stórmeist- arar teflt á einu móti hérlendis. Þarna verða líka heimsmeistarar hinna ýmsu aldursflokka, og ekki færri en tíu kínverskir snillingar. Margir af mest spennandi skák- mönnum yngri kynslóðarinnar eru á leiðinni til Íslands, svo inn- lendir meistarar og áhugamenn af öllum stærðum og gerðum sitja nú og brýna vopn sín. NÝTT FJÖLSKYLDUSPIL www.facebook.com/odinsauga Litalúdó: Skemmtilegt spil þar sem allir í fjölskyldunni geta tekið þátt. Fyrsta opnunar- helgin í Skála- felli um helgina  Skíði nú er Fjör í Fjöllunum Fyrsta opnunarhelgin í Skálafelli þennan veturinn er um helgina. Fyrsta opnunarhelgi Skálafells er um helgina. Nú geta aðdá- endur Skálafells loks tekið fram skíðadótið og skellt sér í fjallið. Skálafell verður opið um helgar frá og með næstu helgi og fram yfir páska. Opnunartími er frá klukkan 10-17 og geta vetrarkort- hafar á Skíðasvæðin notað kortin sín þar. Á laugardaginn klukkan 11 verður hin árvissa Bláfjallaganga haldin á göngusvæðinu. Eins og flestir vita er frábær skemmtun að fylgjast með skíðagöngumóti. Sú nýjung á sér stað um helgina í Bláfjöllum að nú verður fyrst boð- ið upp á Skíðaskóla Bláfjalla. Nú gefst foreldrum kostur á að skrá börnin eða sig sjálf í skíðakennslu. Kennslan hefst klukkan 10.30 og stendur til klukkan 14.30. Verð er 6.000 krónur og eru veitingar í hádeginu innifaldar. Skráning í Skíðaskóla og Brettaskóla Bláfjalla er á midar@skidasvaedi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.