Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 2
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
... ný bragðtegund
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
- 1
1-
05
09
Ný bragðtegund
með
pizzakryddi
Ný viðbót í ...
... baksturinn
... ofnréinn
... brauðréinn
... súpuna
eða á hrökkbrauðið
Vill stríðsminjasafn í Mosfellsbæ
Sigfús Tryggvi Blumenstein
hefur sent inn erindi til Mos-
fellsbæjar þar sem hann lýsir
yfir áhuga á því að sett verði
á fót stríðsminjasafn í Mos-
fellsbæ. Sjálfur á hann fjölda
muna frá hernáminu og á sér
þann draum að um þá verði
stofnað safn.
„Þetta hefur verið áhuga-
mál hjá mér í mörg ár, að
stofna safn í Mosfellsbæ sem
tengist veru hersins hér á Ís-
landi,“ segir Sigfús. „Gríðar-
legur fjöldi hermanna var í
Mosfellsbæ á stríðsárunum
og því myndi ég vilja að safn-
ið yrði þar,“ segir hann. Best
hugnast honum sjálfum að
nota gamalt hús í eigu bæjar-
ins, Brúarland sem stendur
við Varmá og Vesturlandsveg,
undir safnið en þar voru ein-
mitt höfuðstöðvar hersins.
„Sjálfur á ég þó nokkuð
safn, allt frá smá minjagrip-
um og upp í tundurdufl og
mögulega farartæki,“ segir
hann. Ekkert stríðsminjasafn
er að finna á höfuðborgar-
svæðinu, að sögn Sigfúsar, en
eitt er á Reyðarfirði og annað
í Hvalfirði.
Hugmyndin er enn á byrj-
unarstigi, að sögn Sigfúsar,
en bæjarráð Mosfellsbæjar
er jákvætt fyrir erindinu og
hefur vísað því til afgreiðslu
menningarmálanefndar
bæjarins.
Sagnfræði Áhugamaður um hernÁmið vill Safn um hluti Sína tengda Stríðinu
Liðsforingjabúningur í eigu Sig
fúsar Tryggva Blumenstein sem
var hluti af sýningu á Bókasafni
Mosfellsbæjar árið 2010.
Þúsundir mótmæla
náttúru verndar
frumvarpi
Nær 11 þúsund manns hafa skrifað undir
mótmæli gegn nýju frumvarpi til nátt
úruverndarlaga á þeim forsendum að lögin
hefti för almennings um íslenska náttúru
og skerði aðgengi til útivistar á Íslandi.
Skorað er á þingmenn að samþykkja
ekki frumvarpið óbreytt. Andstæðingar
frumvarpsins halda því meðal annars
fram að útivistarhópum sé mismunað eftir
ferðamáta, ekki sé tekið tillit til hópa eins
og fatlaðra, aldraðra eða fólks með ung
börn sem ekki geta vegna aðstæðna sinna
farið um hálendið fótgangandi. sda
Bera út sinn eigin póst
Ísfirðingar eru margir hverjir óánægðir
með þjónustu Íslandspósts og setja það
fyrir sig hversu sein þjónustan er, að
því fram kemur á bb.is. Mörgum finnst
flokkunarkerfi Íslandspósts valda óhag
ræðingu þar sem allur pósturinn er sendur
til Reykjavíkur í flokkun. Sumir hafa tekið
þá ákvörðun að hætta viðskiptum við fyrir
tækið og dreifa sjálfir þeim bréfum sem
senda á innanbæjar. „Við keyrum frekar
eða löbbum með það sem við getum, hvort
sem er inni í firði eða niðri í bæ,“ segir
Aðalheiður Óladóttir hjá versluninni Þristi
Ormsson í viðtali við bb.is. Hún sendir bréf
fyrir bæði verslunina Þrist og vélsmiðjuna
og segir að það muni heilmikið um þennan
kostnaðarlið auk þess sem bréfin berist
fyrr með þessum hætti. sda
Enn dregur úr atvinnu
leysi
Atvinnuleysi á fjórða ársfjórðungi 2012
mældist í fyrsta sinn undir 5 prósentum frá
því fyrir hrun og hefur það minnkað um
1,3 prósentustig á milli ára. Atvinnuleysi er
5,4% hjá körlum og 4% hjá konum á þessu
tímabili og voru að meðaltali 8.400 manns
án vinnu og í atvinnuleit og fækkaði þeim
um 2200 milli ára.
Þá hefur langtímaatvinnuleysi dregist
saman og voru að jafnaði 3.400 manns
búnir að vera atvinnulausir í 2 mánuði
eða skemur eða 1,9% vinnuaflsins. Til
samanburðar höfðu 2.900 manns verið
atvinnulausir í 2 mánuði eða skemur á
þriðja ársfjórðungi 2012 eða 1,7% vinnu
aflsins.
Ríkið býður hækkun
Hjúkrunarfræðingum verður á mánudag kynnt hversu miklu fjármagni ríkið hyggst
verja í endurskoðun stofnanasamnings hjúkrunarfræðinga á Landspítala sem ætlað
er að bæta launakjör þeirra hjá Landspítalanum, að því er fram kemur á vef félags
hjúkrunarfræðinga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt minnisblað um jafnlaunaátak 2013
þar sem fram
kemur í raun að
hjúkrunarfræð
ingar hafi þurft að
sæta kynbundnum
launamun. Ekki
fékkst upp
gefið hversu hárri
upphæð ríkið
hyggst verja til
launahækkunar
hjúkrunarfræðinga
á næsta ári. sda
É g er frekar þungur og hryggur yfir þessu. Þetta kom snögglega og ég var búinn að plana að hafa þessa
leigu hérna og bjóða mitt sjaldgæfa efni
næstu árin,“ segir Ragnar Snorrason sem
tók við rekstri Grensásvideós fyrir sléttum
tíu árum. Leigan sjálf er hins vegar að verða
þrjátíu ára og því með þeim elstu á land-
inu. „Ég hef miðað öll innkaup mín síðustu
fimm, sex árin við það að ég yrði hérna
áfram en því miður stendur þetta ekki undir
sér lengur.“
Kvikmyndaáhugafólk hefur í gegnum
árin helst sett traust sitt á Grensásvideó,
Aðalvideóleiguna og Laugarásvideó þegar
það leitar að sjaldgæfum myndum, eldra
efni, sjónvarpsþáttum og myndum utan
meginstraumsins frá Hollywood. Í lok febrú-
ar mun Grensásvídeó hins vegar tilheyra
fortíðinni.
„Ég hef haft mjög einbeittan vilja til þess
að hafa leiguna sér á parti og reynt að gera
góða hluti hérna þannig að maður verður
svakalega svekktur þegar maður er búinn
að eyða miklum fjármunum og tíma í að
byggja þetta safn upp. Ég hef í raun verið
allt of harður í innkaupum miðað við að ég
þarf að loka núna.“
Ragnar segist ekki síst hafa lagt mikla
áherslu á breskt gæðaefni og myndir og
þætti frá hinum Norðurlöndunum. Við-
skiptavinir hans hafi ekki síst sótt í þetta
efni og þeir séu nú margir hverjir með
böggum hildar. „Það eru margir hérna
leiðir og eiginlega í öngum sínum og það er
mikil sorg á Facebook-síðu leigunnar. Ég
yrði nú sjálfur leiður ef ég sækti í efni og
svo myndi bara eini staðurinn sem er með
það skella í lás.“
Ragnar ætlar að reyna að koma lager
Grensásvídeós í verð og á föstudag hefst
rýmingarsala og hann vonast til að geta
tæmt leiguna fyrir mánaðamót. „Þetta
byrjar formlega á föstudag en fastakúnn-
arnir eru byrjaðir að róta í þessu. Það má
segja að þeir séu með ákveðinn forkausp-
rétt. Hér leynist mikið af perlum og ég veit
að sumt sem ég er að fara að selja hérna
fyrir lítinn pening er nánast ófáanlegt og
kostar sumt hvert tugi þúsunda á Amazon.
En maður getur ekkert verið að pæla í því,“
segir Ragnar sem selur flestar kvikmyndir
á 500-900 krónur og flestar sjónvarpsseríur
á 1000 krónur en gæðaefnið frá BBC er á
1500, hver þáttaröð.
Þórarinn Þórarinson
toti@frettatiminn.is
ragnar SnorraSon lokar grenSÁSvideói
Kveður myndbanda-
leiguna með trega
Ég hef
í raun
verið allt
of harður í
innkaupum
miðað við
að ég þarf
að loka
núna.
Ragnar Snorrason ætlar að skella Grensásvídeói í lás í síðasta sinn fyrir næstu mánaðarmót. Rýmingarsalan hefst formlega hjá
honum í dag og af því tilefni opnar hann leiguna klukkan 13 í stað 15 föstudag, laugardag og sunnudag. Ljósmynd/Hari
Það er af sem áður var þegar myndbandaleigur voru á nánast öðru hverju götuhorni í Reykjavík.
Tækniframfarir og breytt neysluhegðun hafa þrengt mjög að myndbandaleigunum á síðustu
árum og þeim hefur fækkað jafnt og þétt. Um mánaðamótin hættir svo Grensásvideó sem er ein
elsta og rómaðasta leiga landsins. Eigandinn, Ragnar Snorrason, segist skella í lás með trega en í
dag, föstudag, hefst rýmingarsala í leigunni.
2 fréttir Helgin 1.3. febrúar 2013