Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 50
50 ferðir Helgin 1.-3. febrúar 2013  NýjuNg ViNsæll áfaNgastaður fyrir hópa  CostablaNCa opeN golfmót ÍsleNdiNga á spáNi G I S T I N G í Stykkishólmi Gæðagisting í Stykkishólmi í vetur um helgar og vikuleiga næsta sumar. Öll nútíma þægindi og heitur pottur. Frábær staðsetning í miðjum bænum. Göngufæri í sund. Frítt golf! Veitingastaðir á heimsmælikvarða. Uppl. www.orlofsibudir.is og 861 3123 h in árlega skemmtigolf-ferð Íslendinga til Alic-ante á Spáni verður farin, fimmta árið í röð, vikuna 3. til 10. apríl 2013. Ferðin hefur ávallt notið mikilla vinsælda þar sem blandað hefur verið saman golfi og skemmtun og hentar jafnt byrjendum í golfi svo og lengra komnum. Fararstjórar verða sem fyrr, poppararnir Stefán Hilmars- son og Eyjólfur Kristjánsson. Þeir halda utan um hópinn alla ferðina og sjá auk þess um verðlaunaaf- hendingu að lokinni keppni. Eftir afhendinguna verður slegið upp veislu þar sem þeir félagar halda tónleika fyrir hópinn og aðra Ís- lendinga á svæðinu. Aðalsteinn Örnólfsson alþj.dómari í golfi sér Skemmtigolfferð til Alicante Stebbi og Eyfi fararstjórar í ferð sem ávallt hefur notið mikilla vinsælda. kynning 3. apríl: Beint síðdegisflug frá Keflavík og lent í Alicante eftir mið- nætti. Akstur frá flugvellinum að íbúðahótelinu tekur um það bil 40 mínútur. 4. apríl: Upphitunarmót á Las Ram- blas golfvellinum með Texas Scramble fyrirkomulagi. Um kvöldið er asískt þema þar sem hópurinn snæðir saman og farið verður yfir mótið framundan. 5. apríl: Fyrsti dagurinn í Costablanca Open golfmótinu sem er alíslenskt golfmót haldið á þessum tíma á hverju ári. Þennan dag verður spilað á hinum glæsilega og eftirsótta Las Colinas golfvelli. Hópur- inn kemur saman um kvöldið þar sem verður ítalskt þema á nærliggjandi veitingastað. 6. apríl: Annar dagur í Costa- blanca Open golfmótinu. Spilað verður á hinum nýja og eftirsótta Hacienda Riquelme golfvelli. Kvöldið er frjálst. 7. apríl: Þriðji dagur í Costablanca Open golfmótinu. Spilað verður á elsta og virtasta golfvellinum á svæðinu, Villa Martin. Indverskt þema um kvöldið og hópurinn snæðir á indverskum veitingastað um kvöldið. 8. apríl: Lokadagurinn í Costablanca Open. Spilaður verður annar hringur á Las Colinas, enda ekki annað hægt en að enda á þessum margverðlaunaða golfvelli. Lokahóf um kvöldið með glæsilegum kvöldverði ásamt verðlaunaafhendingu og stórtónleikum með Stebba & Eyfa. 9. apríl: Frjáls dagur. 10. apríl: Frjáls dagur fram að brottför til Íslands seinnipartinn. um allt utanumhald og dómgæslu á mótinu sjálfu. Hópurinn mun gista á íbúðahótelinu Playa Marina sem er í strandhverfinu Cabo Roig. Það er staðsett rétt sunnan við borgina Torrevieja. Fjöldi golf- valla er í nágrenninu ásamt veitingastöðum, börum og næturklúbb- um. Ferðin kostar 182.500 krónur, miðað við fjóra saman í íbúð en 192.500 krónur, miðað við tvo saman í íbúð. Innifalið í verði er flug báðar leiðir og flutningur á golfsetti, gisting á íbúðahótelinu Playa Marina, morgunverður á íbúðahótelinu. Allur akstur til og frá flugvelli og golfvöllum, fimm golfdagar og fjórir sameiginlegir kvöldverðir. Frekari upplýsingar um ferðina og tilhögun hennar má nálgast hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar í síma 4600600 eða Bjarna hjá Costablanca.is í síma 6621447. Dagskrá ferðarinnar er eins og sjá má í rastaboxi hér til hægri. kynning i celandair ætlar að byrja beint áætlunar-flug til St. Pétursborgar í sumar. Þor-varður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins hjá Icelandair, segir borgina vinsælan áfangastað fyrir hópa. Þangað séu margir hópar bókaðir í sumar, meðal annars vinahópar, félagasamtök og kórar. „Við byrjum 1. júní og áætlum að fljúga á þriðjudögum og laugardögum. Borgin hefur verið sérstaklega vinsæll áfangastaður hjá kórum því þarna eru St. Pétursborg nýr áfangastaður Icelandair Fyrsta áætlunarflugið til Rússlands í sögunni. auðvitað frábær tónlistarhús sem ís- lenskir kórar hafa sóst eftir að fá að syngja í. Við ætlum einnig að bjóða upp á ferðir með fararstjórum. Við erum með samstarfsmann í Péturs- borg, Pétur Óla Pétursson, sem hefur verið að sinna hópum á okkar vegum í nokkur ár.“ St. Pétursborg, perlan á bökkum nevu Ísland og Rússland fagna 75 ára stjórnmálasambandi í ár. Þetta flug er fyrsta áætlunarflug nokkru sinni til Rússlands. „Rússnesk félög eru eitt- hvað að skoða flug frá Moskvu en við efumst um að þeir byrji í vor. Flugið byggir að stærstum hluta á ferða- mönnum frá Rússlandi og var til að mynda, viðamikil Íslandskynning í St. Pétursborg fyrir þremur vikum. Flugið tengir einnig við New York og Boston í Bandaríkjunum og töluverð- ar vonir eru bundnar við þann markað.“ St. Pétursborg í Rússlandi á meira skylt við evrópskar borg- ir en nokkur önnur borg í Rúss- landi. Það þarf ekki að koma á óvart því Pétur mikli lét reisa borgina á bökkum Nevu í byrj- un 18. aldar í þeim tilgangi að opna hlið landsins til vesturs. Ítalskir arkitektar hönnuðu og reistu íburðarmikil mannvirki í borginni í barokk- og nýklass- ískum stíl. Í tengslum við þetta nýja flug getur fólk einnig keypt pakkaferðir. Boðið verð- ur upp á tvö hótel í tengslum við þessar ferðir. Annars vegar, Hotel Moskva sem er þriggja stjörnu hótel sem staðsett er á Alexander Nevsky torgi, við endann á Nevsky Prospekt aðalgötu St. Péturs- borgar. Hins vegar, Hotel Oktia- brskava sem er einnig þriggja stjörnu hótel, mjög vel staðsett fyrir miðju, á aðalgötu borgarinnar. Þorvarður guðlaugsson, svæðisstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.