Fréttatíminn - 01.02.2013, Side 50
50 ferðir Helgin 1.-3. febrúar 2013
NýjuNg ViNsæll áfaNgastaður fyrir hópa
CostablaNCa opeN golfmót ÍsleNdiNga á spáNi
G I S T I N G
í Stykkishólmi
Gæðagisting í Stykkishólmi í vetur um helgar
og vikuleiga næsta sumar.
Öll nútíma þægindi og heitur pottur.
Frábær staðsetning í miðjum bænum.
Göngufæri í sund. Frítt golf!
Veitingastaðir á heimsmælikvarða.
Uppl. www.orlofsibudir.is og 861 3123
h in árlega skemmtigolf-ferð Íslendinga til Alic-ante á Spáni verður farin,
fimmta árið í röð, vikuna 3. til
10. apríl 2013. Ferðin hefur ávallt
notið mikilla vinsælda þar sem
blandað hefur verið saman golfi
og skemmtun og hentar jafnt
byrjendum í golfi svo og lengra
komnum. Fararstjórar verða sem
fyrr, poppararnir Stefán Hilmars-
son og Eyjólfur Kristjánsson. Þeir
halda utan um hópinn alla ferðina
og sjá auk þess um verðlaunaaf-
hendingu að lokinni keppni. Eftir
afhendinguna verður slegið upp
veislu þar sem þeir félagar halda
tónleika fyrir hópinn og aðra Ís-
lendinga á svæðinu. Aðalsteinn
Örnólfsson alþj.dómari í golfi sér
Skemmtigolfferð til Alicante
Stebbi og Eyfi fararstjórar í ferð sem ávallt hefur notið mikilla vinsælda.
kynning
3. apríl: Beint síðdegisflug frá Keflavík
og lent í Alicante eftir mið-
nætti. Akstur frá flugvellinum
að íbúðahótelinu tekur um
það bil 40 mínútur.
4. apríl: Upphitunarmót á Las Ram-
blas golfvellinum með Texas
Scramble fyrirkomulagi. Um
kvöldið er asískt þema þar
sem hópurinn snæðir saman
og farið verður yfir mótið
framundan.
5. apríl: Fyrsti dagurinn í Costablanca
Open golfmótinu sem er
alíslenskt golfmót haldið á
þessum tíma á hverju ári.
Þennan dag verður spilað á
hinum glæsilega og eftirsótta
Las Colinas golfvelli. Hópur-
inn kemur saman um kvöldið
þar sem verður ítalskt þema
á nærliggjandi veitingastað.
6. apríl: Annar dagur í Costa-
blanca Open golfmótinu.
Spilað verður á hinum nýja og
eftirsótta Hacienda Riquelme
golfvelli. Kvöldið er frjálst.
7. apríl: Þriðji dagur í Costablanca
Open golfmótinu. Spilað
verður á elsta og virtasta
golfvellinum á svæðinu, Villa
Martin. Indverskt þema um
kvöldið og hópurinn snæðir á
indverskum veitingastað um
kvöldið.
8. apríl: Lokadagurinn í Costablanca
Open. Spilaður verður annar
hringur á Las Colinas, enda
ekki annað hægt en að enda
á þessum margverðlaunaða
golfvelli. Lokahóf um kvöldið
með glæsilegum kvöldverði
ásamt verðlaunaafhendingu
og stórtónleikum með Stebba
& Eyfa.
9. apríl: Frjáls dagur.
10. apríl: Frjáls dagur fram að brottför
til Íslands seinnipartinn.
um allt utanumhald og
dómgæslu á mótinu
sjálfu. Hópurinn mun
gista á íbúðahótelinu
Playa Marina sem er í
strandhverfinu Cabo
Roig. Það er staðsett
rétt sunnan við borgina
Torrevieja. Fjöldi golf-
valla er í nágrenninu
ásamt veitingastöðum,
börum og næturklúbb-
um.
Ferðin kostar
182.500 krónur, miðað
við fjóra saman í íbúð
en 192.500 krónur, miðað við tvo saman í íbúð.
Innifalið í verði er flug báðar leiðir og flutningur
á golfsetti, gisting á íbúðahótelinu Playa Marina,
morgunverður á íbúðahótelinu. Allur akstur til
og frá flugvelli og golfvöllum, fimm golfdagar
og fjórir sameiginlegir kvöldverðir. Frekari
upplýsingar um ferðina og tilhögun hennar má
nálgast hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar í síma
4600600 eða Bjarna hjá Costablanca.is í síma
6621447. Dagskrá ferðarinnar er eins og sjá má í
rastaboxi hér til hægri.
kynning
i celandair ætlar að byrja beint áætlunar-flug til St. Pétursborgar í sumar. Þor-varður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska
sölusvæðisins hjá Icelandair, segir borgina
vinsælan áfangastað fyrir hópa. Þangað séu
margir hópar bókaðir í sumar, meðal annars
vinahópar, félagasamtök og kórar. „Við byrjum
1. júní og áætlum að fljúga á þriðjudögum og
laugardögum. Borgin hefur verið sérstaklega
vinsæll áfangastaður hjá kórum því þarna eru
St. Pétursborg
nýr áfangastaður Icelandair
Fyrsta áætlunarflugið til Rússlands í sögunni.
auðvitað frábær tónlistarhús sem ís-
lenskir kórar hafa sóst eftir að fá að
syngja í. Við ætlum einnig að bjóða
upp á ferðir með fararstjórum. Við
erum með samstarfsmann í Péturs-
borg, Pétur Óla Pétursson, sem hefur
verið að sinna hópum á okkar vegum í
nokkur ár.“
St. Pétursborg, perlan á bökkum
nevu
Ísland og Rússland fagna 75 ára
stjórnmálasambandi í ár. Þetta flug er
fyrsta áætlunarflug nokkru sinni til
Rússlands. „Rússnesk félög eru eitt-
hvað að skoða flug frá Moskvu en við
efumst um að þeir byrji í vor. Flugið
byggir að stærstum hluta á ferða-
mönnum frá Rússlandi og var til að
mynda, viðamikil Íslandskynning í
St. Pétursborg fyrir þremur vikum.
Flugið tengir einnig við New York og
Boston í Bandaríkjunum og töluverð-
ar vonir eru bundnar við þann
markað.“
St. Pétursborg í Rússlandi á
meira skylt við evrópskar borg-
ir en nokkur önnur borg í Rúss-
landi. Það þarf ekki að koma á
óvart því Pétur mikli lét reisa
borgina á bökkum Nevu í byrj-
un 18. aldar í þeim tilgangi að
opna hlið landsins til vesturs.
Ítalskir arkitektar hönnuðu og
reistu íburðarmikil mannvirki í
borginni í barokk- og nýklass-
ískum stíl. Í tengslum við þetta
nýja flug getur fólk einnig
keypt pakkaferðir. Boðið verð-
ur upp á tvö hótel í tengslum
við þessar ferðir. Annars vegar,
Hotel Moskva sem er þriggja
stjörnu hótel sem staðsett er á
Alexander Nevsky torgi, við endann á
Nevsky Prospekt aðalgötu St. Péturs-
borgar. Hins vegar, Hotel Oktia-
brskava sem er einnig þriggja stjörnu
hótel, mjög vel staðsett fyrir miðju, á
aðalgötu borgarinnar.
Þorvarður
guðlaugsson,
svæðisstjóri.