Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 01.02.2013, Blaðsíða 40
P hilip Kotler hefur verið kallaður faðir nútíma markaðsfræði enda eru rit hans um þau vísindi grundvallarrit í fræðun-um. Kotler er prófessor í alþjóðamark- aðsfræði við Kellogg School of Management, Northwestern University í Evanston, Illinois. Hann er höfundur Marketing Management: Analysis, Planning, Implementation and Control, einhverrar mest notuðu markaðsfræðibókar í framhaldsnámi í viðskiptafræði í heiminum. Hann hefur birt rúmlega hundrað greinar í leiðandi tímaritum og hafa þó nokkrar þeirra verið verðlaunaðar. Kotler er fyrsti maðurinn sem hlaut verðlaun Félags markaðsfræðinga í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi störf á sviði markaðsfræða árið 1985 og 1995 var hann útnefndur Markaðsmaður ársins af Alþjóðasam- tökum stjórnenda í sölu og markaðssetningu. Hafa alþjóðavæðingin og þau miklu áhrif sem Internetið hefur á daglegt líf fólks á einhvern hátt breytt grundvallarlögmálum markaðsfræðinnar? „Grundvallarlög- málin hafa ekki breyst. Snjöll fyrir- tæki fara þá leið að mæta knýjandi þörf markhópa og reyna að öðlast sem dýpstan skiln- ing á óskum, vilja, skynjun, skoðun- um og gildismati markhópsins. Það gerir fyrirtækin þó ekki sjálfkrafa samkeppnisfær að vera með megin- reglur markaðs- fræðinnar á hreinu. Þú verður að hafa þekkingu á allri þeirri sam- skiptatækni sem er í boði, helstu dreifingarleiðum og birgjum og vera vel meðvitaður um allt frumkvæði sem keppinautarnir taka. Það eitt að einhver kunni eðlisfræði felur ekki í sér að hann eða hún geti smíðað flugvél sem flýgur.“ Byggir þá ekki markaðssetning fyrst og fremst á almennri skynsemi og frjórri og snarpri hugsun frekar en vísindum? „Þessu er ég ósammála. Ég myndi aldrei ráða markaðsmanneskju sem gengur út frá því að markaðssetning sé aðeins almenn skynsemi. Slík manneskja hefði ekki tök á neinum verkfær- um nútíma markaðsvísinda. Manneskjan gæti ekki áætlað mögulega markaðsstærð, hvernig ætti að greina og flokka þann markað og gæti ekki spáð fyrir um mögulegan kaupavilja. Þessi manneskja gæti ekki greint upplýsingar til þess að finna sóknarfæri, nýjar neysluþarfir og hefði ekki tök á því að greina breytta strauma og tískusveiflur. Þessi manneskja hefði heldur enga þekkingu á þeim mælingum sem nauðsynlegt er að styðjast við til þess að stýra sambandi við- skiptavinarins við fyrirtækið. Liggur þetta ekki nokkuð ljóst fyrir?“ Því hefur verið haldið á lofti að markaðsfræðin séu í grunninn byggð á herkænsku. Gæti maður hugsanlega komist upp með að lesa bara Art of War eftir Sun-Tzu, skrif Rommels og annarra hernaðarsnillinga og spjarað sig síðan vel í mark- aðssetningu? „Nei. Í markaðsfræðinni takast tvær mynd- líkingar á. Önnur er hernaðarmyndlíkingin þar sem þú gerir skyndiárásir, beitir blekkingum og Ég myndi aldrei ráða markaðs- manneskju sem gengur út frá því að markaðs- setning sé aðeins almenn skynsemi. Grundvallarlögmál markaðs- fræðinnar standa óhögguð Líklega hafa fáir menn haft meiri áhrif á markaðs- fræði síðustu áratuga en Philip Kotler en bækur hans um fræðin eru grundvallarrit og víða lagðar til grundvallar í kennslu í háskólum út um víða veröld. Kotler verður 82 ára á þessu ári en er enn í fullu fjöri. Hann er væntanlegur til Íslands í vor og mun halda heilsdagsnámskeið í Háskólabíói þann 24. apríl. Þetta verður eini fyrirlesturinn sem Kotler heldur í Vestur- Evrópu á þessu ári og ætla má að íslenskt markaðsfólk muni berjast um að fá sæti við fótskör meistarans. Fréttatíminn náði tali af Kotler og reyndi að fá ein- hverja innsýn í hvað markaðsfræðin ganga út á. Flest markaðsfólk á Íslandi hefur varla komist í gegnum nám sitt án þess að lesa verk Philips Kotler sem almennt er talinn faðir nútíma markaðsfræði. Þessi roskni markaðsspekingur heldur námskeið í Háskólabíói í vor og þá gefst þeim sem aðhyllast kenningar hans ein- stakt tækifæri til þess að nema við fótskör meistarans. Kotler í Háskólabíói Fyrirlesturinn sem Kotler heldur á Íslandi nefnist ,,Marketing 3.0 – Values Driven Marketing“ og fjallar um það hvernig markaðsfræðin tekst á við þær miklu breytingar sem orðið hafa og eru að verða á umhverfi neytenda. Viðskiptavinir eru orðnir svo miklu meira en neytendur, þeir eru flóknar og margbrotnar mann- eskjur og markaðsfræðin þarf að svala þörf þeirra fyrir þátttöku, sköpunargáfu og hugmyndafræði. Á öld viðskiptavina sem eru mjög meðvitaðir þurfa fyrirtæki að sýna fram á mikilvægi sitt í tengslum við grunngildi þessara sömu viðskiptavina. „Marketing 3.0“ er leiðarvísir þess sem vill skara fram úr í þessari bylgju sem hefur umturnað eðli markaðsstarfs. Námskeiðið fram í Háskólabíói þann 24. apríl. Nánari upplýsingar má finna á www.ibf.is. röngum upplýsingum, notar hræðsluáróður og beitir skæruhernaði til þess að ná mark- aðshlutdeild af keppinautunum. Síðan er það nærandi myndhverfingin þar sem þú vinnur stöðugt að því að bæta vörurnar þínar og þjónustuna þannig að viðskiptavinirnir kjósi þig og treysti þér til þess að mæta kröfum sínum. Hernaðarhugmyndin gengur út á að öll athyglin er á samkeppninni á meðan hin gengur út á að fókusinn og mest öll athyglin er á viðskiptavininum. Ég aðhyllist þá síðar- nefndu þótt ég hafi einnig skrifað mjög mikið um hernaðarmyndhverfinguna og lýst fimm árásarleiðum og fimm varnaraðferðum.“ Markaðsfræðin sem vísindagrein verður til á 20. öldinni en má ekki segja að markaðs- setning sé í raun búin að fylgja mannkyninu nánast frá upphafi? „Þú mátt ekki rugla saman markaðssetningu og sölumennsku. Markaðssetning er miklu umfangsmeiri en sölumennska. Mannkynið hefur vissulega stundað sölumennsku frá örófi alda eða allt frá því að Eva sannfærði Adam um að borða eplið. Markaðir eru líka frekar gömul fyrirbæri og í því sambandi er nóg að benda á Agora í Grikklandi hinu forna þar sem mikil viðskipti fóru fram. En mark- aðsfræðin verður til á 20. öldinni. Kennslu- bækur í markaðssetningu byrjuðu að koma út í kringum 1910 þar sem leiðbeiningar voru gefnar um hvernig á að athafna sig á mark- aði, að markaðssetja. Markaðssetning snýst ekki um það eitt að selja vöru. Hún snýst frekar um að ákveða hvaða vörur á að fram- leiða og fyrir hverja, hvernig á að verðleggja vöruna, hvernig á að stilla henni upp og hvernig á að kynna hana. P-in í markaðsfræð- inni eru fjögur, product (vara), promotion (auglýsing, kynning), placement (staðsetn- ing, dreifing), price (verð). Ekki bara þetta eina sem við köllum promotion.” Getur þú nefnt einhver vel heppnuð og söguleg markaðsbrögð og svo aftur á móti einhver þekkt markaðsklúður? „Ég kann ekki við að nota orðið „bragð“ í þessu sambandi. Góð markaðssetning snýst um annað en einhver brögð. Bestu sögurnar um góðan árangur eru um þau fyrirtæki sem hafa náð að skapa raunveruleg gildi. Fólk í viðskiptum ætti ekki að velta sér upp úr ein- hverjum brellum og reyna heldur að draga markaðsfræðilegan lærdóm af McDonald´s, Coca Cola, Amazon, Apple, Google, Star- bucks, P&G og fleiri slíkum. Motorola er ágætt dæmi um klúður þegar fyrirtækið ákvað að kynna til sögunnar einn fyrsta þráðlausa símann sem studdist við sendingar frá gervihnöttum sem skotið var á loft. Síminn vó 2,5 kíló, kostaði 3000 dollara og virkaði ekki inni í byggingum. Ég veðjaði ekki á að þessi sími myndi slá í gegn og hann reyndist síðan verða eitt kostnaðarsamasta markaðsklúður sem sögur fara af.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is 40 viðtal Helgin 1.-3. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.