Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 92

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 92
88 matur Helgin 14.-16. desember 2012  Matur Þriðja bók ingu Elsu og gísla Egils o kkur hefur þótt mjög vænt um að þegar við höfum kynnt þessa bók hafa margir komið til okkar sem þekkja fyrri bókina. Fólk hefur lýst yfir mikilli ánægju með bókina og sagt að hún hafi reynst þeim mjög notadrjúg. Það eru bestu með- mælin með svona bókum,“ segir Gísli Egill Hrafns- son, ljósmyndari og matgæðingur. Á dögunum sendu Gísli og eiginkona hans, Inga Elsa Bergþórsdóttir, frá sér bókina Eldað og bak- að í ofninum heima en hún er sjálfstætt framhald bókarinnar Góður matur - gott líf í takt við árstíðirnar sem kom út í fyrra. Sú bók sló í gegn, seldist einstak- lega vel og var tilefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. „Hún fékk mjög góðar viðtökur,“ segir Gísli Egill um fyrri bókina. Í nýju bókinni róa þau hjón á svipuð mið og áður með því að hvetja fólk til að nýta það sem er í kringum það í náttúrunni og vinna skapandi með hráefni. Að þessu sinni er ofninn í eldhúsinu heima í forgrunni. „Okkur hefur stundum fundist ofninn vera aukaatriði í eldamennskunni, hann er oft bara notaður til að hita upp. Við viljum hvetja fólk til að nýta hann betur. Í bókinni leggjum við bæði til góðar uppskriftir og hugmyndir um hvernig hægt er að nota ofninn á fjölbreyttan hátt,“ segir Gísli en meðal þess sem er að finna í bókinni eru uppskriftir að brauðum, allskonar kökum, smáréttum og ýmsum aðalréttum, meðlæti og grænmetisréttum. Inga Elsa og Gísli hlutu á dögunum þrjár tilnefn- ingar til hinna virtu Gourmand-verðlauna sem veitt verða í Frakklandi í febrúar. Þar keppa matreiðslu- bækur víða að úr heiminum um að hljóta viðurkenn- ingu. Eldað og bakað í ofninum heima keppir fyrir Íslands hönd í flokki bestu matreiðslubóka en hún var auk þess tilnefnd í flokknum einfaldar uppskriftir. Þá fengu hjónin tilnefningu í flokki þýddra matreiðslu- bóka fyrir Into the North sem þau gáfu út í haust. Gísli Egill kannast vel við að hugarfarsbreyting hafi orðið hjá mörgum undanfarið þegar kemur að mat og matargerð. „Það er mikill áhugi hjá fólki að til- einka sér bæði nýjungar og læra grunnaðferðir í elda- mennsku. Það er mjög jákvætt. Draumur matvælaiðn- aðarins er auðvitað að selja okkur allt tilbúið en nú er eins og fólk vilji aftur ná völdum í heimiliseldhúsinu eftir að margir hafa misst fótanna. Það er kannski að renna upp fyrir þessari kynslóð að það er ekki bara ánægjuefni að útbúa góða máltíð heldur líka að safna saman fjölskyldunni til að borða hana. Við höfum lagt áherslu á að leyfa börnunum að fylgjast með og hjálpa til í eldhúsinu svo þau læri að borða góðan mat. Við reynum að hafa fjölskyldumáltíð á hverju kvöldi.“ Hvað með framhaldið, má búast við fleiri bókum frá ykkur? „Við vinnum mjög mikið með mat og höfum gert það alveg frá því við komum heim frá námi. Inga hefur rekið auglýsingastofu og haft mikið af við- skiptavinum úr þessum geira og ég hef myndað hátt í þrjátíu matarbækur og starfað á tímaritum. Þannig að við verðum áfram viðloðandi þennan matarbransa enda brennum við af ástríðu fyrir að vinna svona efni. Bækurnar okkar eru enda mjög persónulegar og verða að megninu til inni á heimili okkar. Það á við um uppskriftirnar, eldamennskuna, stíliseringuna, myndatökuna og síðan hönnunina og textagerðina.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ástríða í eldhúsinu Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson hafa sent frá sér þrjár matreiðslubækur á einu ári. Þau hvetja lesendur sína til að nýta það sem er í kringum þá í náttúrunni og vinna skap- andi með hráefnið. Fréttatíminn ræddi við hjónin og gefur hér nasasjón af uppskriftum í bókinni. Gísli Egill og Inga Elsa hafa sent frá sér þrjár matarbækur á einu ári. Þau hvetja fólk til að hafa börnin með í eldhúsinu. Valhnetu- og beikonskonsur Það er erfitt að finna einfalda lýsingu á þessum skonsum aðra en þá að þær eru alveg einstaklega góðar. Þar sem talsverður ostur er í deiginu verður það nokkuð klesst. Gott er að skera örlítinn bita úr einni skonsunni, sem næst miðjunni, til að athuga hvort nokkurt hrátt hveitibragð sé af skonsunni. Ef svo er þarf að baka þetta góðgæti nokkrar mínútur í viðbót. Skonsurnar eru góðar sem nasl á milli mála, með salati, súpu eða í morgunmat. Um 8–10 skonsur 400 g hveiti 1 msk. lyftiduft 1 tsk. salt 2½ tsk. svartur pipar, gróf- malaður 100 g smjör, kalt, rifið niður með rifjárni 150 g bragðmikill ostur, rifinn 5 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar 150 g beikonsneiðar, steiktar og fínsaxaðar 100 g valhnetur, grófsaxaðar 400 ml súrmjólk 1 stórt egg 2 msk. vatn Hitið ofninn í 210°C. Blandið þurrefnunum saman í skál og nuddið köldu smjörinu saman við. Bætið osti, vorlauk, beikoni, valhnetum og súrmjólk út í. Hrærið laus- lega saman. Fletjið deigið út á hveiti- stráðum bökunarpappír í um 12–13 mm þykkt. Skerið það í 8–10 sneiðar og losið þær varlega í sundur á papp- írnum. Dragið pappírinn yfir á bökunarplötu og penslið skonsurnar með blöndu af léttþeyttu eggi og vatni. Bakið þær í miðjum ofninum í 18–20 mínútur eða þar til þær eru fullbakaðar. Síðusteik með eplasósu Þetta er ekki bara fallegur réttur, hann er líka góður. Mjúk og safarík svínasteikin með eplasósu – er hægt að biðja um eitthvað betra? Jú, kannski gott vín og góðan félagsskap á meðan steikin er snædd. Handa 4–6 1,2 kg svínasíða án beina 3 hvítlauksrif, kramin salt og svartur pipar 5 greinar rósmarín, 20 einiber 3 msk. ólífuolía 3 lárviðarlauf 6 salvíublöð 4 rauðlaukar, skornir í fernt 200 ml kjúklingasoð 200 ml hreinn eplasafi 5 lítil græn epli eða 3 stór skorin í tvennt Skerið með 0,5 –1 cm millibili ofan í skinnið á svína-síðunni, gætið þess að skera ekki í gegn- um fituna. Merjið saman í skál hvítlauk, salt, pipar, nálarnar af 2 rósmarín greinum, sem búið er að fínsaxa, einber og ólífuolíu. Leggið svínasíðuna í eldfast mót með skinnið niður. Stingið með beittum hníf göt á víð og dreif í kjötið. Nuddið maukinu á kjötið. Snúið síðunni við svo að skinnið snúi upp. Stingið lárviðar- og salvíublöðum undir stykkið. Þurrkið skinnið vel með pappír. Nuddið um 1 tsk. af fínu salti ofan í skinnið og síðan smávegis af ólífuolíu. Leyfið kjötinu að standa í stofuhita í 1 klukkutíma. Hitið ofninn í 240°C. Setjið kjötið í ofninn og bakið í 25 mínútur. Lækkið hitann í 180°C og bakið áfram í 30 mínútur. Takið kjötið úr ofninum og setjið rauðlauk og rósmarín- greinar undir kjötið. Hellið soði og eplasafa í mótið. Stingið nokkur göt með gaffli í eplin svo að þau springi síður. Raðið eplunum í kringum kjötið. Bakið áfram í 1 klukkutíma. Þegar puran hefur poppast er kjötið tekið úr ofninum og sett á fat með eplunum og rauðlauknum. Leggið álpappír yfir. Hellið soðinu í pott og sjóðið niður í 10 mínútur. Þykkið soðið ef þess þarf. Gott er að bera fram með steikinni kartöfluskífuturna með kryddjurtum eða kartöflugratín. E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 7 9 2 Kaffipúðarnir passa í venjulegar skeiðar Senseo vélanna NÝTT MEIRI FYLLING & MEIRImunaður UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO „Kaffipúðarnir passa í allar tvöfaldar skeiðar sem fylgja með Senseo vélum“ 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.