Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 2
 Heilbrigðismál Hjúkrunarfræðingar segja upp vegna bágra kjara Hjúkrunarfræðingar hafa fengið nóg „Hjúkrunarfræðingar hafa fengið nóg, segir Elsa B. Frið- finnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um nýlegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítal- anum sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. „Kjörin hafa rýrnað á þessum hrunsárum en vinnuálagið aukist, meðal annars vegna þess að ekki er leyfilegt að ráða í afleysingar í staðinn fyrir þá sem veikjast,“ segir Elsa. Harpa Þöll Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítal- anum, skilaði inn uppsagnarbréfi sínu á miðvikudaginn. Hún er ekki sú eina. „Ástæðan er sú að kjör hjúkrunarfræð- inga og laun eru svívirðilega lág,“ segir hún. „Það er ekki hægt að hlaupa endalaust hraðar og vinna meira. Mér býðst vinna í Noregi og Svíþjóð og er að skoða það,“ segir hún. Elsa fór á fund fjármálaráðherra og velferðarráðherra á dögunum þar sem rædd voru kjör hjúkrunarfræðinga í tengslum við fyrirhugaða stofnanasamninga. „Ég er ekki bjartsýn eftir þá fundi,“ segir Elsa. Björn Zoëga forstjóri kannast ekki við að fleiri hjúkrun- arfræðingar hafi sagt upp en venjulega. Hann segir ómögu- legt að nýta svokallaða stofnanasamninga til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga, ekkert fjármagn hafi fylgt þeim frá ríkinu. „Hér er mikil velta á starfsfólki enda erum við með 1200 hjúkrunarfræðinga starfandi á Landspítalanum. Ég væri búinn að heyra af því ef óvenju margir hefðu sagt upp að undanförnu. Ég veit hins vegar af óánægju starfsfólks með kjör sín og það er erfitt að eiga við það,“ segir Björn. Hann bendir jafnframt á að fjöldauppsagnir séu ólöglegar enda yrði tekið á þeim. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Starfsfólk Landspítalans er óánægt með kjör sín og aukið vinnuálag, að sögn hjúkrunarfræðinga. Reykjavík kaupi Perluna Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að Reykjavíkurborg gangi til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á Perlunni í Öskjuhlíð. Ef samningar nást ætlar borgin að gera breytingar á Perlunni fyrir allt að hundrað milljónir og koma þar upp náttúruminjasýningu í samstarfi við íslenska ríkið. Gert er ráð fyrir að almenningi verði áfram tryggður aðgangur að Perlunni og umhverfi hennar, verði af kaupunum, þótt það sé reyndar stefnt að því að selja inn á náttúruminjasýninguna. Frú Lauga eignast litla systur „Við erum að opna á Óðinsgötu í des. Það hafa margir falast eftir því að fá vörur beint frá býli í miðbæinn, það er vaxandi krafa á meðal neytenda að fá að vita um uppruna varanna sem það verslar,“ segir Rakel Halldórsdóttir en hún á og rekur, ásamt manni sínum Arnari Bjarnasyni, Frú Laugu bændamarkað. Frú Lauga býður upp á vörur beint frá býli og hefur verslun þeirra í Laugarnes- hverfinu notið mikilla vinsælda. Nú hyggst Frú Lauga færa út kvíarnar og opnar að því tilefni litla verslun í Þingholtunum í Reykjavík. „Hver veit nema þetta sé framtíð verslunar á Íslandi,“ segir Rakel aðspurð. „Það er allavega vaxandi með- vitund á meðal fólks um hvað það er sem það raunverulega neytir. Það vill ganga að heiðarlega framleiddum og aukaefnalausum mat vísum. Það er svo mikill óþarfi sem fylgir oft í fjöldaframleiðslu- ferlinu.“ Nýja verslunin verður töluvert smærri en sú fyrri, „svona litla systir,“ segir Rakel. Verslunin opnar í desember og verður til húsa að Óðinsgötu 1. -mlþ Ánægja með efnahags árangur Sendinefnd Alþjóðagjald- eyrissjóðsins lýsti í vikunnni yfir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008 og að ríkissjóður hafi náð að endurnýja aðgang að erlendum lánamarkaði. Hins vegar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað af efnahagssamdrætti á evrusvæði og ýmsum inn- lendum þáttum. Stuðningi var lýst við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem miðar meðal annars að því að minnka krónueignir erlendra aðila. -sda Rakel og Arnar opna útibú frá Frú Laugu í miðbæ Reykja- víkur í næsta mánuði. Ljósmynd/Hari m ál eru til rannsóknar hjá lögreglu þar sem grunur er um mansal barna sem flutt hafa verið ólöglega hingað til lands með fölsuðum skjölum, samkvæmt heimildum Fréttatím- ans. Æ fleiri börn koma ólöglega til landsins en Útlendingastofnun hefur hert eftirlit með þessum málum að undanförnu. Fyrir stuttu barst yfirvöldum tilkynning um grunsemdir um að barn á fjórða ári sem kom til landsins fyrr á árinu væri ekki barn pars sem þóttist vera foreldrar þess. Rannsókn lögreglu, Útlend- ingastofnunar og barnaverndaryfirvalda leiddi í ljós að grunurinn var á rökum reistur og játaði parið, íslenskir ríkisborgarar, að vera ekki foreldrar barnsins. Ranglega kom fram í fjölmiðlum í gær að barnið væri kornabarn. Þetta er yngsta barn sem vitað er til að komið hafi til landsins á fölskum forsendum. Fyrir tveimur árum féll hins vegar fyrsti dóm- urinn í hæstarétti í máli sem þessu. Sjö ára stúlka var flutt til landsins árið 2006 en tveimur árum síðar barst barnaverndarnefnd tilkynning um grunsemdir um móðerni barnsins. Rannsókn leiddi í ljós að foreldrarnir voru ekki raunverulegir foreldrar barnsins og það var í kjölfarið tekið af þeim og komið fyrir á fósturheimili. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans eru nokkur mál sem þessi til rannsóknar hér á landi. Rannsókn þessara mála miðast meðal annars að því að kanna hvort fólk hafi í einhverj- um tilfellum farið héðan til útlanda og keypt barn til ættleiðingar. Algengara sé hins vegar að fólk sæki barn ætt- ingja í von um betra líf hér á landi en í heimalandinu. Þegar upp koma mál sem þessi tilkynnir Útlendingastofnun barna- verndarnefnd um barnið og fer nefnd- in upp frá því með málefni barnsins hvað varðar velferð þess. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, er málið rannsakað til fullnustu í því skyni að leiða í ljós hvaðan barnið kemur, hverjir séu foreldrar þess og hvers vegna barnið sé í höndum fólksins sem þykjast foreldrar þess. Þá sé lagt mat á til hvaða aðgerða sé rétt að grípa með tilliti til hagsmuna barnsins. „Hugsanlegt er að barnið hafi verið tekið ófrjálsri hendi, þá er barninu skilað til réttmætra forsjár- aðila eða foreldra ef þeir finnast og aðstæður réttlæta það,“ segir Bragi. „Barninu er hugsanlega fundnir nýir foreldrar hér á landi og loks er ekki hægt að útiloka að þau sem komu með barnið til landsins fái að halda barninu, sé það því fyrir bestu,“ segir Bragi. „Ekki er hægt að loka augunum fyrir því að börn ganga kaupum og sölum. Fólk langar að eignast barn en getur það ekki og er tilbúið til að reiða fram fjármuni til að láta það gerast,“ segir hann. Al- gengast sé þó að börn séu færð í umsjá ættingja sem komi með þau hingað til lands þar sem aðstæður eru aðrar til uppvaxtar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  barnavernd Hert eftirlit með komu erlendra barna til landsins Rannsakað hvort börn séu keypt til ættleiðingar Æ fleiri börn koma hingað til lands undir fölskum formerkjum með falsaða pappíra. Þau hafa hugsanlega verið keypt til ættleiðingar en algengara er að foreldrar komi börnum sínum til ætt- ingja búsettra hér á landi í von um betra líf fyrir börnin sín. Algengast er að börn sem koma hingað til lands á fölskum forsendum komi í umsjá ættingja sem þykjast vera foreldrar þeirra og með samþykki foreldra í von um betra líf fyrir barnið. Ekki er hægt að loka aug- unum fyrir því að börn ganga kaupum og sölum. 2 fréttir Helgin 23.-25. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.