Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 82
58 bækur Helgin 23.-25. nóvember 2012
útgáfa Barna- og unglingaBækur Skrifuðu Saman Bók í Sitt hvoru heimShvelinu
Þ etta gekk furðuvel, við erum svo vön því að vinna saman,“ segir Vera Illugadóttir. Hún er stödd í Svíþjóð
þar sem hún nemur arabísku í háskól-
anum í Stokkhólmi. Helgi Hrafn er hins-
vegar í Buenos Aires í Argentínu þar sem
hann nemur og starfar meðal annars við
íslenskukennslu. Þrátt fyrir vegalengdina
sem aðskilur skrifuðu þau saman Svörtu
bókina sem kom út á dögunum og halda
úti vefsíðunni Lemúrnum. „Samstarf
okkar Veru er einstaklega þægilegt þó
við séum á sitt hvoru heimshvelinu,“ segir
Helgi Hrafn. Hann segir þau hafa svipaða
sýn á hlutina og vera oftast sammála. Við
vinnslu bókarinnar notuðu þau Skype
og önnur spjallforrit og það gera þau líka
til að stýra Lemúrnum. „Það er kannski
tímanna tákn,“ segir Helgi, „nú á dögum
getur fólk setið við tölvu hvar á hnettinum
sem er ,skrifað fyrir tímarit og gefið út
bækur, án vesens.“
Vera segir að áhuginn á hryllingssög-
unum hafi lengi blundað í sér. Hún segir
að þó það hljómi furðulega hafi vinnan við
að safna sögunum verið skemmtileg. „Þó
efnið sé hræðilegt er þetta eitthvað sem
allir hafa áhuga á. Ég held að minnstakosti
séu flestir mjög forvitnir um óeðli mann-
skepnunar.“ Helgi tekur í sama streng.
„Þessi bók varð til því við erum bæði mikl-
ir sagnfræðigrúskarar. Ég held að allir
sem opni bók um mannkynssöguna reki
sig á einhvern hrylling eftir eina eða tvær
blaðsíður. Maðurinn er versta ófreskjan á
jörðinni og ég held að það sé hættulegt að
leiða það hjá okkur. Við verðum að horfast
í augu við þá myrku staðreynd.“
Athygli vekur að vegna búsetu hefur
hvorugt þeirra séð bókina fullkláraða. En
þau bíða komu hennar bæði með póst-
inum. „Það er skrýtið að hafa ekki séð ein-
tak af bókinni,“ segir Helgi Hrafn og Vera
tekur í sama streng. „Við áttum líka að sjá
um að auglýsa útgáfupartíið, en hvorugt
okkar gat verið á staðnum,“ segir hún og
Helgi bætir við: „Einn vinur líkti því við
minningarathöfn um okkur, skemmtilega
jarðarför.“
Þó að bókin sé fullkláruð, halda þau
áfram að vinna saman á milli landa en
líkt og áður sagði halda þau úti vefsíðunni
Lemúrnum. Enda kannski af nógu að taka.
„Þessi heimur er ótrúlega skrýtinn þegar
að er gáð,“ segir Helgi.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Gáfu út bók
en hafa ekki séð hana
Mitt eigið Harmagedón
Mitt eigið Harmagedón, unglingasaga
eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur er komin út
hjá bóka-
forlaginu
Sölku. Dag-
björt Elísabet
er að verða
sextán ára og
hefur fengið
sumarvinnu
á leikskóla
þegar líf
hennar tekur
stakkaskipt-
um. Hún
er alin upp í samfélagi votta Jehóva en
þetta sumar kynnist hún nýjum vinum og
heillandi valkostum sem verða til þess að
vekja spurningar um þá trú og lífsstíl sem
hún hefur treyst á alla tíð. Um haustið
þegar Dagbjört byrjar í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti, er hún breytt manneskja
og tekst á við námið með nýjum styrk.
Rökkurhæðir – Ófriður
Bókabeitan dreifði fjórðu bókinni um
krakkana í Rökkurhæðum, Ófriði, á dög-
unum en þriðja bókin í flokknum, Krist-
ófer, kom út í apríl. Bókaflokkurinn hefur
notið vinsælda meðal krakka á öllum
aldri. Við fyrstu sýn eru Rökkurhæðir eins
og hvert annað úthverfi. Þegar betur er
að gáð kemur í ljós að svo er ekki.
Grimmsystur:
Ævintýraspæjarar
Fyrsta bókin í bókaflokknum um syst-
urnar Sabrínu og Dagnýju Grimm,
Ævintýraspæjarar eftir Michael Buckley,
er komin út. Systurnar komast að því
að þær eru afkomendur hinna frægu
Grimmsbræðra. Útgefandi er Bókabeitan.
Heimili fröken
Peregrine fyrir
sérkennileg börn
Þegar Jakob er lítill strákur segir afi
Portman honum sögur af dularfullu
barnaheimili sem hann ólst upp á og
sýnir honum furðulegar ljósmyndir af
munaðarlausum börnum. Sextán ára gam-
all er Jakob hættur að taka mark á þessum
lygilegu sögum og það er ekki fyrr en eftir
fjölskylduharmleik sem hann fer að gruna
að kannski sé eitthvað hæft í frásögn afa
hans. Jakob fer til afskekktrar eyju við
strönd Wales að leita að barnaheimilinu
en þar fer líf hans að flækjast með hætti
sem hann hefði aldrei getað órað fyrir.
Æsispennandi saga um dularfulla eyju,
sérkennileg börn og merkilegt barna-
heimili. Twentieth Century Fox hefur þegar
keypt kvikmyndaréttinn. Salka gefur út.
Mary Poppins
endurútgefin
Bókin Mary
Poppins eftir
P.L. Travers
hefur verið
endurútgefin
hjá bóka-
forlaginu Sölku.
Í nútímasam-
félagi þar
sem allir eru
uppteknir af því
að skilgreina
sjálfa sig minnir Mary Poppins okkur á
að það sem mestu máli skiptir er að vera
maður sjálfur og reyna ekki að vera eitt-
hvað annað. Sjálf er hún ekki dæmigerð
að neinu leyti, hvorki sem barnfóstra,
kennari, vinkona né kvenmaður. Íslensk
þýðing Hallur Hermannsson.
Fimm forvitnilegar bækur
fyrir yngri kynslóðina
Vinirnir unnu bókina í gegnum samskipta-
miðla. Þau eiga líka reglulega fundi í
gegnum Skype forritið þegar kemur að því
að stýra Lemúrnum, (lemurinn.is).
ritdómur herra hjúkket
Ljóð jafn mikilvæg og morgunkaffið
Ásta Fanney semur ljóð og blandar við þau súrrealískri myndlist. Hún
fagnar útgáfu ljóðabókarinnar Herra Hjúkket í dag. Ljósmynd/Hari
„Ég vinn mikið með blöndun mynd-
listar og ljóða og set því líka myndir í
bækurnar,“ segir Ásta Fanney Sigurðar-
dóttir sem gefur út sína fyrstu ljóðabók
í dag. Bókin heitir Herra Hjúkket og er
önnur í röðinni í bókaflokknum „með-
gönguljóð“. Bókaflokkurinn saman-
stendur af ljóðabókum sem eiga það
sameiginlegt að vera ódýrar, eða á
verði við kaffibolla. Með því hyggjast
útgefendur fá fólk til þess að grípa með
sér ljóð út í daginn með morgunkaffinu.
„Bækurnar eru svo seldar á kostnaðar-
verði og þannig aðgengilegar flestum.
Ég held það geri öllum gott að lesa svo-
lítið af ljóðum,“ segir Ásta Fanney.
Ásta Fanney útskrifaðist úr mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands í vor.
Hún hefur fengist mikið við súrr-
ealíska blöndun ljóða og teikninga í
myndlist sinni. Bók Ástu einskorðast
ekki aðeins við ljóðlistina en hún er
einnig myndskreytt af höfundinum
sjálfum. „Mér finnst mjög gaman að
ímynduðum heimi og því að leyfa sér
að flakka um hugann. Ég leitast við
að fanga þann heim þegar ég skapa.
Hvort sem það eru ljóð eða myndir.“
Hún segir að ljóðin hjálpi sér að takast
á við daglegt amstur. Þau spegli því
líðan hennar og upplifanir hverju
sinni. „Þau hjálpa mér að takast á við
allt sem kemur upp í lífinu og losa um
vandamál. Mér datt ekki í hug fyrst
að bókin yrði svona dramatísk,“ segir
hún og hlær, „en hún er mjög einlæg.
Ég sendi það frá mér sem kom frá
dýpstu hjartarótum.“ Ásta Fanney
rekur einnig í samstarfi við fleiri,
galleríið Kunstlager á Rauðarárstíg.
„Okkur langaði til að skapa vettvang
fyrir ný útskrifað listafólk til að setja
upp sýningar og einnig stað þar sem
almenningur gæti fjárfest í myndlist
sem kostar ekki milljónir.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Vera Illugadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson gáfu út Svörtu bókina á dögunum. Bókin er
samsafn af hryllingssögum af voveiflegum atburðum í sögunni. Morðingjasögum og öðrum
hryllingi. Áhugi þeirra á hryllingssögunum hefur að þeirra sögn lengi verið til staðar. Þau hófu
að skrifa þær í kringum 2008 en þá unnu þau saman á tímaritinu Skakki turninn. Aðstæður
eru þó töluvert breyttar frá þeim tíma þar sem þau búa nú í sitt hvoru heimshvelinu. Bókina
unnu þau í gegnum samskiptamiðla á borð við Facebook og Skype.
Reynum
að draga
fram hið
sérstaka
og ein-
kennilega
í mann-
legri til-
veru.
Vera í ískulda í Stokkhólmi og Helgi Hrafn
í hlýjunni í Buenos Aires. Fjarlægðin hefur
lítil áhrif á samstarfið.
Hryllingssögur krydd-
aðar með húmor og
innsæi höfunda.