Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 64

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 64
40 heilsa Helgin 23.-25. nóvember 2012  Útivist vilborg ArnA gengur til styrktAr lÍF Frábært verð á Naturtint hárlitum Náttúrulegir hárlitir án skaðlegra aukaefna! SóríaSiS Fæst í heilsubúðum og apótekum Græðikremið hefur virkað mjög vel á sóríasis hjá mér en ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í 4 mánuði og er mjög góður í húðinni. Kristleifur Daðason www.annarosa.is Eplabeygla með hnetusmjöri Millimáltíðir þurfa ekki að vera óhollar og hægt er að setja þær í skemmtilegan búning sem hentar vel öllum í fjölskyldunni. Hér er frábær hugmynd að bragðgóðri og hollri eplabeyglu. Það sem þarf: 2 lítil epli. 3 msk lífrænt hnetu- eða möndlusmjör. 3 msk granóla múslí. 2 msk dökkir súkkulaðidropar. Gengur á suðurpólinn fyrst íslenskra kvenna Vilborg Arna Gissurardóttir útivistakona er stödd á Suðurskautslandinu þar sem hún hóf nýverið 1100 km göngu á suðurpólinn sem áætlað er að taki um 50 daga. Hún er fyrst íslenskra kvenna að leggja upp í slíka reisu, ein og án fylgdarliðs. Hún safnar áheitum fyrir Líf styrktarfélag. „Mig langaði að láta gott af mér leiða,“ segir þessi kraftmikla kona í viðtali við Fréttatímann. F rostið bítur aðeins en mér líður mjög vel í þessum aðstæðum,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún ræddi við Fréttatímann frá Suðurskautslandinu í stopulu sambandi í gegnum gervi- hnattasíma á meðan hún kláraði morgunverkin áður en hún lagði af stað á ný. Í vikunni hóf hún langan leiðangur um suðurpólinn, eða um 1100 kílómetra göngu. Áætluð heimkoma er um miðjan janúar. Hún safnar í leiðinni áheitum fyrir styrktarfélagið Líf. „Suðurskautslandið er bara rosalega stór jökull, svo að það fer ekki mikið fyrir stórbrotinni náttúru. Ég er samt komin það skammt á veg að ég sé ennþá nokkur fjöll. Nú er ég að ganga upp á við svo þau hverfa fljótlega úr augsýn. Þetta er samt ekki slétt og fellt þar sem jökullinn er mjög úfinn vegna vinda og skaflarnir því miklir.“ Vilborg er ein á ferð með vistir sem vega um 100 kíló í upphafi ferðar. Það fer óneitanlega hrollur um blaðamann við tilhugsunina en nokk- urra mínútna gangur um Þingholtin í vetrarkuldanum í Reykjavík, með barn á handleggnum, voru mér nær ofviða. Vilborg hlær dátt og segir að þó aðstæðurnar séu erfiðar þá kalli þær fram það besta í henni. „Ég er búin að vera lengi í útivist svo ég er ýmsu vön. Þetta tekur óneitan- lega á en ég er mjög ánægð hér og líður mjög vel. Ég hef farið í minni leiðangra en þetta ferðalag hefur verið draumur minn mjög lengi.“ Vilborg safnar, sem áður sagði, áheitum fyrir styrktarfélagið Líf „Það er svo rosalegur kraftur í félaginu og starfsemin er eitthvað sem snertir alla. Mig langaði því að láta gott af mér leiða með göngunni,“ sagði Vilborg áður en sambandið við hana rofnaði. Hægt er að fylgjast með ferð hennar og heita á hana í gegnum vefsíðuna lifsspor.is. Vilborg ræddi við Fréttatímann frá Suðurskautslandinu þar sem hún hóf nýverið 1100 km göngu á suðurpólinn og safnar áheitum fyrir styrktarfélagið Líf. „Jökulinn er mjög úfinn vegna vinda og skaflarnir því miklir.“ Aðferð: Kjarnhreinsið eplið svo að það sé holt að innan. Skerið það næst þversum í skífur. Smyrjið skífurnar, öðrum megin, með hnetu- eða möndlusmjöri. Stráið granóla og nokkrum súkkulaðidropum yfir annan helminginn og klemmið helmingana saman svo þeir myndi sam- loku. Hægt er að skipta súkkulaðinu út fyrir rúsínur eða þurrkuð ber. Ef ekki á að bera beygluna strax fram getur verið gott að pensla hliðar eplisins með safa úr sítrusávexti, svo þær verði ekki brúnar. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúrulegt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum NÁTTBLINDA67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.