Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 96
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hrósið...
... fær Aðalheiður Rósa
Harðardóttir karatekona
sem náði þeim frábæra
árangri að enda í 9. til 16.
sæti á heimsmeistaramótinu
í karate í París í vikunni.
Róleg og ljúf
en lúmskt frek
Aldur: 36 ára (f. 7. mars 1976).
Starf: Lektor í lýðheilsuvísindum við Há-
skóla Íslands og nýdoktor í faraldsfræði-
rannsóknum á Mount Sinai sjúkrahúsinu
í New York.
Búseta: Seltjarnarnes.
Maki: Jóhann Pétur Harðarson lög-
fræðingur. Tvö börn.
Foreldrar: Tómas Zoëga geðlæknir og
Fríða Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Menntun: Nýdoktor í faraldsfræðirann-
sóknum.
Fyrri störf: Alltaf verið í námi segir
Guðrún, eldri systir.
Áhugamál: Hlaup og jóga (komin með
jógakennararéttindi).
Stjörnumerki: Fiskur.
Stjörnuspá: Þú ert ákveðin í dag, en
einnig má búast við að smá spenna sé
innra með þér og í umhverfinu. Það
er best að leggja áherslu á vinnu og
líkamlega athafnasemi, svo sem að
hreinsa til heima við eða á vinnustað, fara
í líkamsrækt eða vera úti við. (Stjornu-
speki.is).
H elga var búin að læra allt sem við eldri systur henn-ar gátum kennt henni þeg-
ar hún var sex ára,“ segir Guðrún
Zoëga, stóra systir Helgu. „Það
var ljóst frá unga aldri að hún yrði
hámenntuð enda var hún alltaf
svo fróðleiksfús. Hún leynir á sér
– þótt hún sé svona ljúf og róleg
er hún frekust af okkur systrum,“
segir Guðrún og hlær.
Helga Zoëga, lektor í lýðheilsuvísindum við Há-
skóla Íslands og nýdoktor í faraldsfræðirann-
sóknum á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York,
var að fá birta grein í hinu virta vísindatímariti
Pediatrics, fagtímariti bandarísku barnalækna-
samtakanna. Í greininni segir af niðurstöðum
rannsóknar sem leiðir í ljós að þeir nemendur, sem
yngstir eru í hverjum bekk, eru líklegri til þess að
fá ávísað örvandi lyfjum við ofvirkni og athyglis-
bresti (ADHD) en þeir sem eldri eru. Námsárangur
yngstu nemendanna er jafnframt líklegri til að
vera lakari en þeirra eldri.
HelgA ZoëgA
BakHliðin
www.rumfatalagerinn.is1987
Rúmfatalagerinn
í 25 ár.
TILBOÐIN GILDA 23.11 til 25.11
2012
20%
AFSLÁTTUR
ALLAR
úTiSeRíUR 30%AFSLÁTTUR
ALLiR
BOLiR
25%
AFSLÁTTUR
ÖLL
BORÐSTOFUBORÐ
20%
AFSLÁTTUR
ALLiR
dúnkOddAR
25%
AFSLÁTTUR
ÖLL LíkAmS-
RækTARTæki
25%
AFSLÁTTUR
ALLUR
JÓLATeXTíLL
25%
AFSLÁTTUR
ALLiR
SkRiFBORÐSSTÓLAR
FISLÉTT OG HLÝ
DÚNÚLPA MEÐ HETTU
MARGIR LITIR