Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 32
Jólaævintýramatseðill 2012 með piparrótarfrauði og rauðrófumauki Léttsteiktur hörpudiskur með sætumkartöflum, mangómauki og rauðvínssoði Kastaníuhnetufyllt kalkúnabringa Val á milli 3 aðalrétta: kremuð með reyktum humri Vatnakarsa- og blaðlauks súpa 4 rétta: með beikon kartöflum, seljurótarmauki og jarðsveppaolíu Lambafilet Wellington með fíkjum, eplum og rauðkáli Andabringur er eftirréttur með ís og ítölskum marengs með Grand-Marnier sæteggjaköku, flamberaður með koníaki eða rommi Bakaður Alaska Verð 8.990.- kr. restaurant Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | fjalakotturinn@fjalakotturinn.is | www.fjalakotturinn.is Stælóttur Stallone „Þessi mynd var tekin í Stokk- hólmi í tilefni af Rambo III,“ segir Árni um myndina af sér og eiginkonu hans, Guðnýju Ásberg, ásamt Sylvester Stallone. „Hann kom þarna til Stokk- hóms og þeir hjá SF, sem áttu réttinn í Svíþjóð, kölluðu á okkur þarna yfir en það var glaumur og gleði í kringum hann. Það voru voðalega miklir stjörnu- stælar í kappanum þarna. Hann heimtaði að fá að hitta kónginn og fleira sem var nú ekki látið eftir honum. Svo ef hann og föruneyti hans fengi ekki ein- hvern ákveðinn kvöldrétt ætluðu þau bara að fara í þotunni til London í kvöldmat. Það var mikið um svona lagað. Við hittum hann þarna í ágætis tíma og það var gaman að spjalla við hann. Hann var nú eiginlega á hátindinum þarna með Rocky og Rambo.“ Travolta er fínn náungi „Við hittum John Travolta 1983 þannig að þetta var nú bara stuttu eftir Grease og Saturday Night Fever. Hann er ungur þarna, karlinn. Þetta var tekið í Los Angeles út af spennumynd- inni Blow Out sem Brian De Palma leikstýrði. Travolta var viðkunnanlegur náungi og gaman að spjalla aðeins við hann. Hann var ekki með svona stæla eins og Stallone. Allavega ekki þarna á þessari stundu. Mér fannst hann reglulega skemmtilegur og fínn náungi.“ Jon Voigt er góður félagi „Hann er nú félagi okkar, hann Jon Voigt, og kom einu sinni til Íslands að heimsækja okkur. Hann kom heim þar sem Guðný gaf honum pönnukökur í eld- húsinu. Og hann minnist nú oft á það þegar við hittum hann úti í Los Angeles hversu pönnukök- urnar hafi verið góðar hjá henni. Hann man alltaf eftir þeim. Við fórum með hann út í Viðey að borða. Hann er góður kunningi sem við hittum stundum úti. Mjög jarðbundinn, ljúfur og hlýr náungi. Alveg prýðismaður.“ Góðmennið Kevin Spacey „Þessi var tekin um borð í snekkju í Cannes fyrir fjórum eða fimm árum. Það má nú geta þess til gamans að það voru mjög margir í þessari veislu um borð en hann kom til mín og eyddi eigin- lega öllum tím- anum í að tala við mig og tvo aðra sem vorum þarna frá okkar fyrir- tæki. Og hlustaði bara eiginlega ekki á aðra þannig að hann var reglulega skemmtilegur fýr. Hann er mjög jarðbundinn og mjög mikið góðmenni.“ Valdamaður í Hollywood Hér er Árni á góðri stundu með Michael Eisner sem lengi vel réði ríkjum hjá Disney. „Þessi mynd er tekin í Los Angeles 1992 þegar Disney hóaði saman öllum dreifingaraðilum sínum í heiminum. Disney var þarna á hátindinum en hlutirnir fóru heldur betur að gerast þar eftir að Frank Welles kom þangað yfir frá Warner. Welles er talinn vera heilinn á bak við velgengni Disney á níunda ára- tugnum en hann lést í þyrluslysi árið 1994. Í kjölfar hans komu Michael Eisner, Jeffrey Katzenberg og fleiri frá Paramount. Þeir setja allt af stað og það var gaman að vinna með þeim. Eisner hafði mjög gaman af því að spyrja um Ísland vegna þess að kunningi hans hafði verið sendiherra hérna. Þessi maður var toppurinn í Hollywood árum saman áður en hann settist í helgan stein. Þetta var mjög skemmtilegt boð hjá þeim.“ Árni hefur verið umboðsmað- ur Disney á Íslandi í þrjátíu ár og fékk á dögunum viðurkenningu frá fyrirtækinu, styttu af Walt Disney að leiða Mikka mús, en hann er einn elsti viðskiptavinur Disney. Jon Voigt borðaði pönnukökur í eldhúsinu heima Bíókóngurinn Árni Samúelsson er goðsögn í lifenda lífi í íslenskri bíómenn- ingu en þegar hann opnaði Bíóhöllina 1982 gerbreytti hann íslenskri bíó- menningu. Hann lagði áherslu á að fá nýjar myndir til landsins sem fyrst en áður var ekki óalgengt að myndir bærust hingað tveimur til þremur árum eftir frum- sýningu í Bandaríkj- unum. Ævisaga Árna, Árni Sam – Á fullu í 40 ár, er komin út en í henni segir hann frá lífi sínu og starfi en kvik- myndasaga Íslands fléttast óhjákvæmilega saman við frásögnina. „Það var annað hvort að gera þetta núna eða sleppa því,“ segir Árni um bókina. Fréttatíminn fékk Árna til þess að kíkja á nokkrar gamlar myndir sem teknar hafa verið af honum og stórlöxum í Hollywood við ýmis tækifæri. Árni Samúelsson opnaði Bíóhöllina fyrir 30 árum en rak áður kvikmyndahús í Keflavík. Hann segir ævi- og starfssögu sína í bókinni Árni Sam – Á fullu í 40 ár. 32 bækur Helgin 23.-25. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.