Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 42
6 Ævintýri í 100 ár Það var árið 1920 sem fyrsta heimsmót skáta var haldið í Englandi að undirlagi stofnanda Skáta- hreyfingarinnar, Sir Robert Baden- Powell. Skátahöfðingi Grikklands, Konstantinos Melos, stakk síðar upp á því að heimsmót yrðu haldin á 4 ára fresti, líkt og Ólympíuleikar íþróttamanna, enda tilgangurinn hinn sami; að leiða saman skáta frá öllum heimshornum til að vinna verkefni í sameiningu. Íslenskir skátar hafa undanfarið sent stóra hópa á heimsmót, en síðasta heimsmót var haldið í Svíþjóð sumarið 2011. Það sóttu tæplega 300 íslenskir skátar og nú þegar hafa skátarnir hafið skipulagningu fyrir för íslenskra skáta á næsta heimsmót sem haldið verður í Japan 2015. Heimsmót eru ætluð 14-17 ára skátum en auk þeirra sækja mótið þúsundir fullorðinna sjálfboðaliða sem leiðbeina ungmennunum á meðan á mótinu stendur. Síðustu áratugi hefur fjöldi þátttakenda á heimsmótum skáta verið á bilinu 20-40 þúsund og því ljóst að um er að ræða allra stærstu viðburði sem haldnir eru á heimsvísu. Á aðeins örfáum vikum fyrir heimsmótin er risastórt mótssvæðið undirbúið þannig að það geti tekið við þeim mikla fjölda íbúa sem munu koma þar upp tjaldbúðum og verja öllum stundum á svæðinu í um hálfan mánuð. Á slíku mótssvæði þarf gífurlega samfélagsinnviði. Á meðan mótinu stendur eru starfrækt fjölmörg veitingahús, læknamiðstöðvar, apótek, bankar, kapellur og moskur, stórmarkaðir og jafnvel skemmtigarðar og stjörnuskoðunarmiðstöðvar. Landsmót á Íslandi eru vinsæl á meðal erlendra skáta Íslenskir skátar sækja ekki aðeins stórmót á erlendri grundu heldur halda einnig sín eigin skátamót. Landsmót á Íslandi eru að jafnaði haldin á þriggja ára fresti, síðustu ár til skiptis við Úlfljótsvatn og á Akureyri. Landsmótin sækja nokkur þúsund skátar og af þeim er um helmingur erlendur. Á Íslandi tíðkast að auk dagskrár fyrir skátana sjálfa séu svokallaðar fjölskyldubúðir, þar sem foreldrum gefst kostur á að kynna sér skátastarfið með beinum hætti. Landsmót á Íslandi eru títt rómuð af erlendum gestum, enda fer þar saman spennandi dagskrá, einstæð náttúrufegurð og fagleg skipulagning. Sérstakt hátíðarlandsmót var haldið við Úlfljótsvatn sl. sumar til að fagna 100 ára afmæli íslensku skátahreyfingarinnar. Mótið sóttu á sjötta þúsund manns þegar mest var, en það stóð í rúma viku. Yfirskrift mótsins var Ævintýrið heldur áfram og voru gömul mótsþemu nýtt sem innblástur í dagskrána. Skátarnir fengust við ýmislegt á meðan á mótinu stóð, s.s að semja tónlist,hanna tískufatnað úr plastpokum, fara í ævintýralegar hjólaferðir um Þingvallasveit, búa til litla vatnsmyllu til rafmagns- framleiðslu, heimsækja fornfálegt víkingaþorp og tileinka sér lifnaðarhætti íslenskra land- námsmanna. Skátarnir elduðu sjálfir matinn sinn eftir að hafa verslað hann fyrir sérstakar landsmótskrónur. Þannig lærðu ungmennin útsjónarsemi og hagsýni, auk þess að taka lýðræðislegar ákvarðanir og tileinka sér færni í matseld. Friðarsamfélag til fyrirmyndar Skátasöngurinn Ging-gang-gúllí-gúllí, sem íslenskur almenningur hefur jafnan tengt sterklega við skátahreyfinguna, var í upphafi samið af Baden-Powell sem söngur á tilbúnu tungumáli sem sameinað gæti allra þjóða skáta, óháð uppruna eða tungumálafærni. Skátamót eru einmitt friðsöm samfélög skáta sem búa saman í sátt og samlyndi, þar sem allir fá að njóta sín, þroska hæfileika sína og blómstra, óháð trúarbrögðum eða litarhætti. Vandamál eða glæpir eru óalgeng sjón á skátamótum, þvert á móti umgangast skátarnir hver annan með virðingu og forvitni að leiðarljósi. Víða má sjá skáta frá samliggjandi löndum sem hafa átt í deilum og stríði, sitja saman og spjalla yfir hádegisverði. Þannig stuðla skátamót að tengslamyndun ungmenna sem er brýnn þáttur í friðarmenningu framtíðarinnar. Skátamót er stór þáttur í skátastarfi og vafalaust það sem stendur upp úr á skátaferli hvers skáta. Hvort sem um er að ræða 40 manna mót í þýsku dalverpi eða alþjóðlegt stórmót á Íslandi, þá er upplifun skátans ógleymanleg og á stóran sess í að þroska ungmennið til þess að verða, eins og leiðarljós Bandalags íslenskra skáta segir, „sjálfstæðir, virkir, hjálpsamir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.” SKÁTAMÓT AF ÝMSUM STÆRÐUM OG GERÐUM Tjaldstög og tillitsemi andrúmsloftinu verður vart lýst með orðum. að stíga inn á mótssvæðið er eins og að varpast inn í nýja veröld; -sérstætt samfélag sem byggir á bræðralagi barna, fremur en reglum fullorðinna. skátamót eru vettvangur skáta til þess að koma saman og deila lífskjörum í nokkra daga eða jafnvel nokkrar vikur. á skátamótum gista skátar yfirleitt í tjöldum, setja upp ýmsa nauðsynlega samfélagsinnviði og taka þátt í dagskrá sem miðar að því að læra að bjarga sér í náttúrunni, vinna í teymi og lenda í ævintýrum. Unglingar að elda mat á hverjum degi standa táningsskátar við prímusinn og keppast við að malla gúllassúpu eða steikja fisk. Uppblásin moska Allir eru velkomnir á skátamót, hverrar trúar sem þeir kunna að vera. á heimsmóti í svíþjóð í fyrrasumar mátti sjá uppblásna mosku til þess að mæta þörfum múhammeðstrúaðra skáta. Útihátíð án áfengis á landsmóti skáta skemmta allir sér án áfengis og eftir hátíðarkvöldvökur dansa skátarnir fram á rauða nótt, án þessa að vín sjáist á nokkrum manni. Palestínsk og ísraelsk börn í sömu tjaldbúð skátastarf gerir ekki greinarmun á fólki eftir trú eða þjóðerni og það gera skátarnir sjálfir ekki heldur. skátar úr stríðandi fylkingum búa því í sátt og samlyndi enda erum við, þegar öllu er á botninn hvolft, öll bara manneskjur. Ótrúleg umgengni Oft má sjá tjaldsvæði í skelfilegu ástandi eftir stórmót og útihátíðir. skátar skilja alltaf betur við svæðið en er þeir koma að því. á skátamótum er allt gert til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. meðan á mótinu stendur leggja skátarnir vinnu í að græða upp mótsvæðið. 5 hlutir sem aðeins má sjá á skátamótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.