Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 80
Bíókvöld þeirra Hugleiks Dagssonar, Sigurjóns Kjart-
anssonar og Sjóns hafa farið vel af stað í Bíó Paradís
en á sunnudagskvöldum velja
þeir félagar klassískar „költ“
myndir til sýninga. Á sunnu-
daginn fá þeir Pál Óskar til
leiks og hann mun kynna
leikstjórann Tod Browning.
Sá gerði Dracula með Bela
Lugosi 1931 og Páll Óskar
mun sýna 17 mínútna útgáfu
af þeirri mynd úr 8 millimetra
filmusafni sínu.
Aðalmynd kvöldsins verður
svo hin umdeilda Freaks sem
Browning gerði 1932. Myndin fjallar um furðufólk
í sirkus og áform um að myrða eitt þeirra til þess
að komast yfir arf. Brown-
ing kærði sig ekki um að
nota gervi og förðun og fékk
raunveruleg furðufyrirbæri úr
sirkus til þess að leika helstu
hlutverk. Þótt viðundrin séu
upp hópa til heiðarleg og góð
í myndinni og skúrkarnir séu
tvær „venjulegar“ manneskjur
fékk Browning bágt fyrir að
nota sirkusfólkið í myndinni
og var gerður útlægur úr
Hollywood fyrir vikið.
56 bíó Helgin 23.-25. nóvember 2012
Tiffany
hefur
einnig sína
djöfla að
draga en
býðst til
þess að
aðstoða
Pat við að
ná eigin-
konunni
aftur.
Frumsýnd silver linings Playbook
b radley Cooper leikur kennarann fyrr-verandi Pat Solitano sem hefur misst allt. Eiginkonuna, húsið og vinnuna.
Eftir áfallið eyddi hann átta mánuðum á
stofnun fyrir fólk með geðraskanir en er nú
fluttur inn á foreldra sína og er staðráðinn í
því að koma lífi sínu aftur á réttan kjöl. Hug-
myndir hans um sjálfan sig og líf sitt eru þó
dálítið undarlegar og hann botnar ekki alveg
í sjálfum sér. Hann er til dæmis ekki síst
bjartsýnn á að geta unnið aftur hjarta eigin-
konunnar fyrrverandi þótt skilnaðurinn hafi
verið þess eðlis að í raun bendi fátt til þess
að möguleikar séu á sáttum og að hún hafi
fengið á hann nálgunarbann.
Foreldrar hans, sem Jacki Weaver og
Robert De Niro, leika hafa mun hóflegri hug-
myndir um framtíð sonarins og vilja bara að
hann rífi sig upp taki þátt í áköfum ef ekki
trylltum stuðningi fjölskyldunnar við ruðn-
ingsliðið Philadelphia Eagles.
Málin flækjast enn frekar þegar Pat kynn-
ist Tiffany, dularfullri, ungri konu, sem
Jennifer Lawrence leikur. Tiffany hefur
einnig sína djöfla að draga en býðst til þess
að aðstoða Pat við að ná eiginkonunni aftur
gegn því að hann geri dálítíð mjög mikilvægt
fyrir hana í staðinn. Á meðan Pat og Tiffany
taka þátt í brölti hvors annars myndast sterk
tengsl á milli þeirra og þau átta sig á að lífið
er kannski ekki jafn glatað og það virtist í
byrjun.
Leikstjórinn, David O. Russell, sem á
meðal annars þær ágætu myndir The Fighter
og Three Kings að baki, skrifaði handritið að
Silver Linings Playbook upp úr samnefndri
skáldsögu eftir Matthew Quick sem kom út
2008 við töluverðar vinsældir.
Bradley Cooper hefur verið á jafnri og
stöðugri uppleið undanfarið. Hann leikur
einn vinanna í The Hangover-myndunum,
sýndi harðhausatilþrif ásamt Liam Neeson
í The A-Team og lét til sín taka í Wedding
Crashers og Limitless. Í fyrra var hann val-
inn kynþokkafyllsti núlifandi karlmaðurinn
hjá tímaritinu People.
Jennifer Lawrence er aðeins 22 ára en
þegar búin að festa sig rækilega í sessi sem
ein efnilegasta kvikmyndaleikkona sinnar
kynslóðar í Hollywood. Hún sýndi frábæran
leik í Winter's Bone 2010 og hefur verið á
fleygiferð síðan. Hún stóð sig með prýði sem
Katniss Everdeen í The Hunger Games og
á eftir að leika persónuna í það minnsta í
tveimur Hunger Games-myndum til viðbótar.
Þá lék hún Mystique í X-Men: First Class
í fyrra og er að hita upp fyrir X-Men: Days
of Future Past. Lawrence sást síðast í bíó
á Íslandi fyrir nokkrum vikum í hrollinum
House at the End of the Street.
Aðrir miðlar: Imdb: 8.2, Rotten Tomatoes: 90%,
Metacritic: 82%.
Rómantíska gamanmyndin Silver Linings Playbook hefur gert stormandi lukku frá því hún var
frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Gagnrýnendur keppast við að ausa mynd-
ina lofi og hún þykir til dæmis brakandi fersk á Rotten Tomatoes þar sem hún stendur í 90%.
Í myndinni leikur hinn þokkafulli Bradley Cooper mann sem hefur misst allt en er staðráðinn í
því að komast aftur á lappir með hjálp dularfullrar konu sem sú frábæra, unga leikona Jennifer
Lawrence leikur.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Allslaus ræfill rís upp
Pat og Tiffany eru furðufuglar og komin út í horn í lífinu en vinátta þeirra hefur góð áhrif á tilveru þeirra.
svartir sunnudagar browning-kvöld
Viðrinin útlæguÁhrif Exorcist
Hryllingsmyndin The Possession er sögð
byggð á raunverulegum atburðum en
hún segir frá ungri stúlku sem illur andi
tekur sér bólfestu í eftir að hún opnar
fornt skrín sem hefði betur verið lokað
áfram.
Fráskilinn faðir tveggja dætra kaupir
skrínið handa yngri dóttur sinni á garð-
sölu. Á því er dularfull áletrun og ekki
virðist nokkur leið til þess að opna það.
Stúlkan fer þó að heyra raddir sem hún
telur koma úr skríninu og þegar henni
tekst loks að opna það verður fjandinn
laus, bókstaflega.
Sam Raimi (Evil Dead, Drag Me To
Hell) kann sitt fag þegar kemur að hryll-
ingi en hann framleiðir The Possession.
Kvikmyndarýnirinn Roger Ebert gefur
myndinni ágætis einkunn og segir hana
með betri myndum sem gerðar hafa
verið undir áhrifum frá hinni sígildu The
Exorcist.
Frumsýndar
6
sætið
.
Gegn átakastjórmálum
sameinum þjóðina
www.sigsig.is
Leiðréttum óréttlætið!
Flestum er ofboðið eftir nær fjögurra ára
vinstri stjórn.
1. Atvinnuleysi: 6.3%, 11.200 manns
2. Skuldastaða heimilanna:
Óásættanleg eignarýrnum
3. Fátækt: Fjölmargir líða skort
4. Verðtrygging lána:
Afnemum hana af neytendalánum
5. Atvinnulífið:
Forsendan er að koma atvinnulífinu í gang
Ég legg áherslu á að leysa úr þessum málum:
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
24. nóvember 2012
SIGURÐUR
SIGURÐARSON