Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 6
 nám nóbel námsbúðir undirbúa nemendur fyrir próf Fá ekki að leigja skólastofur „Á sama tíma og skorið er niður sem aldrei fyrr til skólastofnana þá verða þær af nokkrum milljónum króna í tekjur,“ segir Atli Bjarnason, viðskiptafræðinemi og framkvæmdastjóri Nóbel námsbúða, en hann og samstarfsfólk hans hafa óskað eftir því að leigja skólastofur af menntaskólum fyrir Nóbel námsbúðir. „Við erum ungt fyrirtæki sem býður upp á námsbúðir fyrir nemendur í framhaldsskól- um og háskólum. Hugmyndin er að krakkar sem dúxuðu í áfanganum sem þú ert að fara í próf í kenna þér fyrir próf,“ segir Atli en frumkvæðið hefur mælst ótrúlega vel fyrir hjá íslensku námsfólki. Hugmyndina fékk Atli þegar hann var á öðru ári í viðskipta- fræði fenginn til að kenna fyrsta ári í svoköll- uðum dæmatímum. Þá sá hann að nemend- urnir fengu mikið út úr því að læra af honum af því einmitt að hann hafði tekið prófin í fyrra og gengið glimrandi vel. Fjöldi nemenda vinnur hjá Atla og hans fólki í Nóbel námsbúðum (www.nobel.is) og í haust leituðu þau til framhaldsskólanna til að fá leigðar stofur. Þar fást þau svör að skólunum sé ekki heimilt að leigja stofur til einkafyrirtækja. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Atli Bjarnason vill fá að leigja skólastofur í framhaldsskólum en má ekki.  Heilbrigðismál eftirtektarverður árangur íslenskra lækna í meðferð við lungnakrabbameini Stórgóður árangur gegn lungnakrabba í slenskir læknar hafa náð eftirtektar-verðum árangri í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og fara fleiri sjúk- lingar með lungnakrabbamein í skurð- aðgerð hér en víðast hvar í heiminum. Steinn Jónsson, prófessor í lungnasjúk- dómum við Landspítalann og læknadeild Háskóla Íslands, og Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum, hafa fengið birta grein í alþjóðlegu, ritrýndu lækna- tímariti, Journal of Thoracic Oncology, þar sem skýrt er frá niðurstöðum rann- sókna sem þeir hafa stundað á árangri skurðaðgerða síðastliðin 15 ár. „Í ljós kom að árangur á skurðlæknismeðferð við lungnakrabbameini er mjög góður hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Ein- ungis á vissum stöðum í Bandaríkjunum er skurðtíðnin hærri,“ segir Steinn. Há skurðtíðni er til marks um góðan árangur í meðferð lungnakrabbameins því það greinist oft svo seint að skurðaðgerðir gagnast ekki til meðferðar vegna þess hve krabbameinið er komið á alvarlegt stig. Steinn segir að ein af ástæðunum fyrir góðum árangri í meðferð við lungna- krabbameini hér á landi sé gott aðgengi að læknum og að síðastliðin fimm ár hafi verið tekið upp nýtt greiningarferli sem styttir til muna biðtíma eftir rannsóknum. „Þegar lungnamynd vekur upp grun um lungnakrabba er sjúklingurinn lagður inn á Landspítala til rannsóknar í einn sólar- hring og allar rannsóknir gerðar. Það hefur gert það að verkum að biðtími eftir rannsóknum hjá sjúklingum sem svona er ástatt með er hvergi minni en á Íslandi,“ segir Steinn. Að sögn Steins er einungis þriðjung- ur tilfella lungnakrabba skurðtækur við fyrstu greiningu en nær allur sá hluti fer í skurðaðgerð hér á landi, sem er mjög hátt hlutfall á heimsvísu. Miklar rannsóknir eru í gangi á lungnakrabba um allan heim enda veld- ur lungnakrabbamein fleiri dauðsföllum en næstu fjögur krabbameinin þar á eftir, brjóstakrabbamein, ristilkrabba- mein, blöðruhálskirtilskrabbamein og briskrabbamein, samanlagt, að sögn Steins. „Þetta er gífurlegt heilsufars- vandamál um allan heim. Við vitum að það kemur fyrst og fremst til af völdum reykinga en rannsóknir miðast við að bæta árangur við greiningar á frumstigi og í meðferðum. Við tökum þátt í því og fylgjumst vel með,“ segir hann. Landspítalinn fékk nýlega að gjöf nýtt ómberkjuspeglunartæki sem tekið verður í notkun eftir áramót. Það nýtist til að finna meinvörp í eitlum í brjóst- kassa með speglun og án þess að sjúk- lingar þurfi að fara í aðgerð. „Það er mikið framfaraspor og er útlit fyrir að við séum að komast inn í 21. öldina fyrir alvöru með okkar greiningartækni,“ segir Steinn. Mikið og gott samstarf hefur einnig verið við Íslenska erfðagreiningu í rannsóknum um erfðir og lungna- krabbamein sem vakið hafa heimsat- hygli. Að sögn Steins er sú vinna enn í gangi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Árangur íslenskra lækna í meðferð lungnakrabbameins hefur vakið eftirtekt enda er hann með því besta sem gerist í heiminum. Hvergi er styttri biðtími eftir rann- sóknum en hér á landi. Steinn Jónsson, prófessor í lungnasjúkdómum við Landspítalann og læknadeild Háskóla Íslands. Ljósmynd/Hari Há skurðtíðni er til marks um góðan árangur í meðferð lungnakrabbameins. 6 fréttir Helgin 23.-25. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.