Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 16
Volkswagen up! kostar aðeins 1.990.000 kr. www.volkswagen.is Volkswagen up! Komdu og reynsluaktu Volkswagen up! Lítill að utan og stór að innan Volkswagen up! setur ný viðmið í hönnun smá- bíla með því að sameina nett ytra rými og rúm- gott innra rými. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrar- prófunum EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll. S igrún Proppé sálgreinir seg-ir að draga megi úr brottfalli úr framhaldsskólum með því að auka sálrænan stuðning við ungmenni. Hvergi í heiminum er meira brottfall úr framhalds- skólum en á Íslandi. Sigrún hefur sérhæft sig í sálfræðimeðferð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og starfaði um árabil í Sví- þjóð en flutti nýverið heim aftur. „Það er mikið áhyggjuefni hversu hátt brottfall framhaldskólanema er hér á landi, en þessi vandi er einnig vel þekktur í Svíþjóð,“ segir hún. „Reynslan þar hefur sýnt að oft er hægt að fyrirbyggja þessa þróun ef ungmennið fær rétta hjálp í tæka tíð. Tengslin sem byggjast upp í reglubundnum viðtölum með virkum stuðningi meðferðaraðila veitir ungmenninu utanumhald og skapar rými fyrir eigin hugsanir og tilfinningar, sem getur skipt sköpum,“ segir hún. Á þessu aldursskeiði eiga sér stað mikil átök í sálarlífinu og ungmenni verða að leysa fjölmörg þroskaverkefni á farsælan hátt ef vel á að fara, að sögn Sigrúnar. „Þetta þroskaferli tekur mikla orku og margir þurfa aðstoð til að komast yfir sálrænar hindranir sem annars geta seinkað eða heft leiðina til fullorðinsára. Fjöldi ungs fólks er í knýjandi þörf fyrir fag- legan sálfræðilegan stuðning til að fyrirbyggja neikvæða þróun í námi og þroska,“ segir hún. Markmið ríkisins ekki í samræmi við þörf Markmið ríkisins varðandi geð- heilbrigðisþjónustu barna er í engu samræmi við þörfina að því er fram kemur í skýrslu starfshóps um bætta heilbrigðisþjónustu og heil- brigði ungs fólks. Áætla má út frá rannsóknum að 12-15% ungmenna glími við vægan geðrænan vanda og að 2-5% eigi við alvarlegar hegð- unar- eða geðraskanir að stríða. Niðurstöður nýlegrar könnunar á vegum Lýðheilsustöðvar á líðan ís- lenskra ungmenna eru í samræmi við þessar tölur. Í Heilbrigðisáætl- un til ársins 2010, og vísað er í í skýrslu starfshópsins, er sett fram það markmið að geðheilbrigðis- þjónustan nái til um 2% barna árið 2010, sem virðist í samanburði við áðurnefndar tíðnitölur heldur lágt hlutfall. Þar kemur einnig fram að algengi örorku vegna geðraskana hefur farið vaxandi hér á landi og notkun geðlyfja aukist. „Ljóst má vera að sporna þarf við þessari þróun og talið árangursríkast að auka áherslu á forvarnir, snemm- tæka íhlutun, fjölbreytt gagnreynd meðferðarúrræði og aukna eftir- fylgd,“ segir í skýrslunni. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skipaður var árið 2010 sem leita átti leiða til að bæta heilbrigð- isþjónustu og heilbrigði ungs fólks. Í henni kemur meðal annars fram að ungt fólk nýtir sér síður þjón- ustu heilsugæslunnar en þeir sem eldri eru. Í nágrannalöndunum hefur í vaxandi mæli verið komið á fót sérstakri unglingamóttöku og annarri heilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk og var í maí samþykkt þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem lögð var til stofnun starfshóps sem meðal annars myndi vinna að stofnun sérstakrar unglingamót- töku í samræmi við tillögur starfs- hópsins frá 2010. Nauðsynlegt að byggja upp sértæka geðþjónustu Sigrún telur nauðsynlegt að byggja upp sértæka geðþjónustu fyrir aldurshópinn 16-25 ára. „Eftir hrunið er þessi aldurshópur kom- inn í breytta og viðkvæma aðstöðu. Atvinnuleysi og erfiður fjárhagur hefur þau áhrif að margir geta ekki flutt úr foreldrahúsum, en skertir möguleikar og skortur á stuðningi gerir leiðina inn í full- orðinsárin torsótta. Jafnframt er brottfallið úr framhaldsskóla hér á landi það hæsta sem þekkist. Þessar staðreyndir kalla á brýna þörf til að skilgreina þarfir og líðan þessa aldurshóps á nýjan hátt og mæta þörfunum með nýjum, markvissum og virkum leiðum,“ segir hún. Til samanburðar bendir Sigrún á kreppuna í Finnlandi á tíunda áratugnum. „Þá var ekki hugað að utanumhaldi fyrir þennan aldurs- hóp með þeim afleiðingum að stórt hlutfall ungs fólks í Finnlandi varð útundan. Þau náðu sér aldrei á strik heldur festust á örorkubótum og félagsaðstoð, „glataða kyn- slóðin“ eins og sagt er i Finnlandi,“ bendir Sigrún á. Erlendar rannsóknir á ungu fólki hafa sýnt fram á að í nútíma samfélagi hefur þörf þessa aldurs- hóps fyrir markvissan stuðning frá fullorðnum farið hratt vaxandi, að sögn Sigrúnar. Ástæðurnar eru meðal annars breyttir samfélags- þættir og samskiptamynstur, aukn- ar kröfur og samkeppni í menntun og á atvinnumarkaði með miklum fjölda valkosta sem getur orkað tvímælis og valdið kvíða. „Niður- staðan er sú að þrátt fyrir fjölda augljósra kosta við að vera ungur í dag er ungt fólk á ýmsan hátt ber- skjaldaðra og meira áttavillt en fyrri kynslóðir og þarfnast oftar stuðnings frá fullorðnum til að komast i gegnum þroskaátök sem fylgja þessu aldursskeiði,“ segir Sigrún. Svíar brugðust við Fyrir hálfum öðrum áratug brugð- ust sænsk heilbrigðisyfirvöld við kalli um bráðaúrlausn í geðheil- brigðismálum ungs fullorðins fólks, að sögn Sigrúnar. „Slæm geðheilsa og sálrænir erfiðleikar þessa hóps hafði aukist hratt og var orðið áberandi heilbrigðis- vandamál. Bráðamóttökur fylltust af ungu fólki með kvíða og þung- lyndi og lyfjanotkun og örorkubæt- ur fóru hratt vaxandi. Heilsugæsla og geðlæknar stóðu ráðþrota og augljóst var að það vantaði viðun- andi úrræði fyrir aldurshópinn 18 ára og eldri,“ segir Sigrún. Átak var gert til að leysa vandann og komið var á fót sérstökum viðtals- miðstöðvum fyrir þenna aldurshóp með starfsfólki sem hafði fagþekk- ingu og reynslu af þessu þroska- skeiði, líkt og Sigrún hefur bent á að skorti hér á landi. Sigrún segir brýnt að falla ekki í þá gryfju að einfalda brottfall úr skóla með einhliða útskýringum á að ytri aðstæðum sé um að kenna, svo sem skólakerfi, náms- efni og fleira. „Vissulega er mikil þörf fyrir nýhugsun og breytingar á þeim vettvangi en brottfall úr skóla er oft á tíðum í hæsta máta birtingarmynd innri sálrænna ferla og hversu vel eða illa ungmenninu tekst að leysa innri átök og erfið- leika,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Minnka má brottfall með sálfræðistuðningi Sérfræðingur í sálfræðimeðferð ungs fólks segir að draga megi úr brottfalli úr framhaldsskólum með því að auka sálrænan stuðning við ungmenni. Mikil átök séu í sálarlífinu á þessum aldri. Nauðsynlegt sé að byggja upp sértæka geðþjónustu fyrir aldurshópinn 16-25 ára. BROTTFALL Fr amhaldsskól ar Fimmti hlut i Svíar brugðust við vaxandi vanlíðan ungmenna fyrir hálfum öðrum áratug og náðu góðum árangri. Sigrún Proppé telur nauðsynlegt að byggja upp sértæka geðþjónustu fyrir aldurshópinn 16-25 ára. ljósmynd/hari 16 úttekt Helgin 23.-25. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.