Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 40
4 Ævintýri í 100 ár Fyrir rétt rúmum 100 árum, sumarið 1911, setti Ingvar Ólafsson fyrsta skátafundinn á Íslandi að fyrirmynd hershöfðingjans Sir Robert Baden- Powell. Fundur sá var haldinn í Fjósinu svokallaða sem heyrir til húsakosts Menntaskólans í Reykjavík. Síðan þá hefur hið fornkveðna sannast, að mjór er mikils vísir. Fundurinn ól af sér fjölda annarra funda og markaði í raun upphafið að einum stærstu æskulýðssamtökum Íslands sem jafnframt hafa alið af sér fullgilda þátttakendur í alþjóðasamfélagi skátahreyfingarinnar. Ingvar Ólafsson, 16 ára unglingspiltur, var innblásinn af hugsjón Sir Baden-Powell sem fólst í því að gera unga drengi að virkum þjóðfélagsþegnum með því að efla hjá þeim sjálfstæða hugsun og sjálfsbjargarviðleitni. Sjálfur hafði Ingvar kynnt sér skátastarf í Danmörku sem hann hafði að leiðarljósi þegar efnt var til fyrsta skátafundarins. Þrátt fyrir að Ingvar hafi snúið aftur til Danmerkur fljótlega eftir fundinn fræga í Fjósinu, héldu flokksmeðlimir hans áfram þar sem frá var horfið og stofnuðu Skátafélag Reykjavíkur þann 2. nóvember 1912. Árið 1914 höfðu myndast þrjár sveitir innan vébanda félagsins, allar leiddar af framámönnum úr íslensku íþróttahreyfingunni. Skátafélag Reykjavíkur naut liðsinnis Pálma Pálssonar, íslenskukennara við Menntaskólann í Reykjavík, við að íslenska úr frummálinu orðið „scout”. Á enskri tungu merkir orðið könnuður eða sporrekjandi, hverra hæfni þótti fýsileg í augum Sir Baden-Powell þegar kom að því að ala upp einstaklinga sem ætlað var vera ævinlega virkir í samfélagi sínu. Hins vegar, hvort sem forkólfar skátahreyfingarinnar voru meðvitaðir um þá stefnu sem mörkuð var eður ei, skapaði íslenskt skátastarf sér óðum sérstöðu innan hinnar ört vaxandi alþjóðlegu skátahreyfingar, án þess þó að glata hinum upprunalegu gildum sem sett voru fram af Sir Baden-Powell í árdaga skátastarfs í heiminum. Örar þjóðfélagsbreytingar og óblíð náttúruöfl Íslenskt samfélag stóð á tímamótum um það leyti sem fyrstu skátarnir héldu galvaskir af stað í útilegur sínar. Áratugalöng sjálfstæðisbarátta virtist loks ætla vera að bera ávöxt, krafan um aukið frelsi og vægi kvenna varð æ háværari. Í upphafi tuttugustu aldarinnar urðu straumhvörf í uppbyggingu og atvinnulífi þjóðarinnar er æ fleiri fluttu úr sveit í borg og lífsgæði margra jukust til mikilla muna. Ísland var loksins að takast á við þær þjóðfélagsbreytingar sem átt höfðu sér stað í Evrópu mörgum árum, jafnvel áratugum áður. Óhjákvæmilegt var að slíkar hræringar settu mark sitt á þá þá æskulýðshreyfingu er hafði sjálfstæði og framsækni að leiðarljósi. Bandalag íslenskra skáta, hið fyrsta í heiminum sem opið var bæði drengjum og stúlkum, var stofnað í sinni núverandi mynd árið 1944. Sama ár hlaut Ísland sjálfstæði sitt, svo engan skyldi undra að árin fyrir stofnun íslenska lýðveldisins hafi haft áhrif á íslenskt skátastarf á mótunarárum þess. Sömuleiðis ber að hafa það í huga að á Íslandi hefur aldrei þekkst nokkuð sem hægt er að nefna her. Leiðtogar skátahreyfingarinnar á Íslandi í upphafi, s.s. Benedikt G. Waage og Helgi Jónasson, áttu uppruna sinn í íslensku íþróttasamfélagi eins og áður hefur komið fram. Meðal upphafsmanna hreyfingarinnar var einnig að finna mikla menntamenn og konur á borð við sr. Friðrik Friðriksson og Jakobínu Magnúsdóttur. Í sameiningu stuðluðu þessir fyrstu skátaforingjar með ráðum og dáð að eflingu heilbrigðrar sálar í hraustum líkama, e.t.v. undir öðrum formerkjum en hershöfðinginn Sir Robert Baden-Powell en án þess þó „...kyrrð og ró, en þó festa og þor...“ það þykir með ólíkindum að aðeins hafi tekið skátahreyfinguna tæplega 5 ár að sigla yfir hið úfna atlantshaf og til eyjunnar einangruðu í norðri. Guðrún Björg Ingimundardóttir fjallar um upphaf skátastarfs á Íslandi upp úr aldamótunum 1900. Skeifan 2 - 108 Reykjavík Sími 530 5900 - www.poulsen.is Gerum við framrúður og skiptum um bílrúður fyrir öll tryggingafélög Framrúður Hliðarrúður Afturrúður Bílrúðuviðgerðir Vinnum fyrir öll tryggingafélög í meira en 100 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.