Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 28
TIL LEIGU 1500 FERMETRA STÓRGLÆSILEGT VERSLUNARHÚSNÆÐI Á DALVEGI 10-14 Uppl. Pétur 660-1771 eða petur@klettas.is Jafnoki Stephen King Ég man þig eftir Yrsu Sig- urðardóttur er svo spennandi að mati gagnrýnanda breska stórblaðsins The Times að hann lýkur umsögn sinni um bókina á þeim orðum að ekki sé ráðlegt að lesa bókina í einrúmi eftir myrkur. Hann segir enn fremur að Ég man þig sé æsispenn- andi tryllir sem veki taumlausa skelfingu hjá lesandanum, Yrsa flétti þræði sögunnar saman með ókjörum af ískyggilegum atburðum og ímyndunum og vissulega hafi margar slíkar sögur verið skrifaðar „en afar fáar ná að vekja viðlíka ótta.“ Á dögunum sagði Independ- ent að Yrsa væri jafnoki Stephen King þegar kemur að því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum og útnefndi Ég man þig sem eina af tíu bestu glæpa- og spennusögum vetrarins í Bretlandi. Þá skrifaði gagn- rýnandi Guardian að Yrsa hefði fullkomna stjórn á ógnvekjandi stemningunni, sagan héldi lesandanum föngnum, væri skemmtileg og sannarlega draugaleg. Þá sagði tímaritið Marie Claire að Ég man þig væri hrollvekjandi og lesandinn yrði skelfingu lostinn. Ég man þig kemur út á ítölsku um þessar mundir. Bandaríkin Brasilía Búlgaría Danmörk Egyptaland (og allur hinn arabíski heimur) Eistland England (og öll lönd breska sam- veldisins um 70 talsins) Eþíópía Finnland Frakkland Grikkland Holland Ísland Ísrael Ítalía Japan Kína Lettland Litháen Noregur Portúgal Pólland Rúmenía Rússland Serbía Slóvalíka Slóvenía Spánn – og öll spænsku- mælandi lönd heims (18 lönd) Svþíþjóð Tékkland Tyrkland Tæland Tævan Ungverjaland Þýskaland Yrsa út um allan heim Rétturinn á bókum Yrsu Sig- urðardóttur hefur verið keyptur til fjölmargra landa um víða veröld. Fyrsta glæpasag- an hennar, Þriðja táknið, hefur farið til allra landanna á listan- um en misjafnt er til hvaða landa aðrar bækur hafa borist. Flestar ef ekki all- ar hafa til dæmis verið seldar til Þýskalands, Pól- lands, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Hol- lands, Noregs og Rússlands. YRSA SIGURDARDÓTTIR _ ISLAND-KRIMI 17599_Siguardortti r_Licht.def 09.02 .2007 15:16 Uhr Seite 1 Óttast ekki drauga „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af draugum. Ég er ekkert draughrædd eða neitt svoleiðis og gef þessu svona 5% séns að þetta sé satt,“ segir Yrsa um órólegar verur að handan. Hún segist hafa sótt í Þjóðsögur Jóns Arasonar í Ég man þig en bendir á að gömlu þjóðsögurnar virki illa í nútímanum nema með markvissri úrvinnslu. „Málið með íslensku þjóðsögurnar, eins og þær voru í gamla daga, er að í þeim hafa draugarnir engan til­ gang. Þeir eru bara þarna. Eitthvað að labba um, hræða fólk og drepa það og eitthvað álíka. Það verður að vera eitthvað meira á ferðinni en einhver sem er á sveimi og hræðir fólk, einhver þráður. Það er ekki fyrr en upp úr 1960 sem drauga­ sögur fara að breytast og draugar og framliðnir fara að reyna að koma ein­ hverjum skilaboðum áleiðis til þess að fá frið eða eitthvað í þá áttina. Þá fer þetta að verða spennandi og gaman að skrifa um þetta. Fram að þessu eru þetta bara smásögur.“ Lesendur og gagnrýnendur hafa hrósað Yrsu fyrir að ná ógnvekjandi stemningu sem fær hárin til að rísa á lesendum. Hún er þó sjálf alveg pollróleg þegar hún situr ein og skrifar sögurnar og virðist vera ónæm fyrir eigin spennu. „Þegar Ég man þig kom út var ég algjörlega í sjokki vegna þess að mér fannst hún svo innilega ekkert hræðileg og ekkert draugaleg. Ég held að þetta sýni bara að maður er ekkert dómbær á þetta sjálfur og skrifar bara það sem maður heldur að vekji ugg hjá einhverjum. Ég hefði al­ veg eins getað skotið yfir markið eða undir. Ég er semsagt ekki dómbær á þetta og er alltaf stressuð þegar ég er búinn að skila af mér bók.“ Draugagangur á upptökuheimili Í Kulda fléttar Yrsa saman fortíð og nútíð í sögu af ungum manni sem rannsakar upptökuheimili fyrir ung­ linga á áttunda áratug síðustu aldar. Þá taka undarlegir atburðir að gerast sem trufla tilveru hans og dóttur hans og ekki er ljóst hvort óværuna megi rekja til hörmunga sem dundu yfir unglingaheimilið eða sviplegs fráfalls barnsmóður hans hálfu ári áður. Yrsa telur rétt að taka fram að upp­ tökuheimilið í Kulda sé ekki nákvæm­ lega eins og Breiðavík og önnur slík heimili sem hafa verið í fréttum vegna illrar meðferðar á börnum á svip­ uðum tíma og ungi maðurinn er að skoða. „Það er mikilvægt að fólk átti sig á þessu þar sem börnin á þessum heimilum voru bara rifin upp frá for­ eldrum sínum af ýmsum ástæðum. Heimilið í bókinni er ekki beint ung­ lingafangelsi þótt það hýsi afbrota­ krakka. Ég er svolítið hrædd um að þetta misskiljist þannig að ég haldi að börnin á Breiðavík og þessum stöðum hafi verið þannig en það er alls ekki svoleiðis. Krakkarnir hjá mér eru líka eldri en krakkarnir í Breiðavík. Þetta eru ekki vondir krakkar en þeir eru baldnir þannig að þetta er heimili fyrir krakka á refilstigum.“ Leið á að vera fyndin Yrsa byrjaði rithöfundarferil sinn sem barnabókahöfundur árið 1998 með bókinni Þar lágu Danir í því. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003 fyrir Biobörn og árið 2000 fékk hún viðurkenningu Barnabóka­ ráðs Íslands fyrir bókina Við viljum jólin í júlí. En hvað kom til að hún skipti yfir í glæpina? „Það var húmor í barnabókunum og ég var bara orðin alveg hryllilega leið á að reyna alltaf að vera fyndin. Það er svo erfitt,“ segir Yrsa og bendir á að rétt eins og með barnabækur þá njóti húmor ekki tilhlýðilegrar virðingar. „Það er nefnilega miklu erfiðara að vera fyndin heldur en hræðilegur eða sorglegur. Góður húmor er ekkert hristur fram úr erminni en þykir ein­ hvern veginn ekki nógu fínn. Ég var eiginlega bara orðin rosalega þreytt á því og langaði líka að skrifa eitthvað þar sem ég þyrfti ekki stöðugt að vera að passa mig á hvað lesandinn þolir. Ég þurfti að fá smá hlé en ég held að ég eigi örugglega eftir að skrifa barnabók aftur. Einhvern tíma. Það er bara að finna tímann. Ég vona það alla vegana. Það er draumurinn.“ Yrsa segir skýringuna á því hvers vegna barnabókum sé ekki gert nægi­ lega hátt undir höfði liggja í því að „okkur fullorðna fólkinu, þótt okkur þyki vænt um börnin okkar og allt það, þá finnst okkur allt okkar merki­ legra. Ég bý að því að hafa byrjað þarna og kynnst þeirri hlið. Það er til dæmis erfitt að fá íslenskar barnabækur þýddar og þannig lagað. Sem er sorglegt vegna þess að þær eiga alveg jafn mikið erindi inn á erlenda markaði eins og fullorðins bækurnar.“ Gaman í útlöndum Um síðustu helgi var Yrsa í Leip­ zig í Þýskalandi á bókasýningu þar sem Ísland var með kynning­ arbás en hún átti ekki síst erindi þangað þar sem Brakið er að koma út í Þýskalandi. Þessa helgi verður hún síðan í Róm þar sem fyrsta draugasagan hennar, Ég man þig, er að koma út á ítölsku. Hún segir áhugann á verkum hennar í útlöndum mjög ánægju­ legan og það sé skemmtilegt að hitta fyrir útlenda lesendur. „Það er mjög gaman að fara út og gaman að hitta erlenda lesendur en þetta er mjög erfitt út af vinnunni,“ segir Yrsa sem er sjaldséðari í dagvinnunni eftir því sem vegur hennar sem rithöf­ undur vex. „Ég fékk held ég út­ borgaðar þúsund krónur í síðasta mánuði. Sléttar þúsund. Ég veit ekki af hverju. Ég er alltaf í leyfi og get nú ekki sagt að ég vinni 100% lengur.“ Yrsa segist þó ekki geta hugsað sér að snúa baki við verkfræðinni og þegar hún komi aftur til vinnu eftir langar tarnir í skrifum sé hún svo fegin að sig langi til þess að kyssa gólfið á verk­ fræðistofunni. Yrsa hefur notað sumarfríin, kvöldin og helgar til þess að skrifa en þegar skila­ fresturinn nálg­ ast sekkur hún sér á kaf í verkið og gerir varla annað síðasta mán­ uðinn fyrir skil. „Þá er varla hægt að líta upp úr þessu.“ Útlendingar vilja draugagang Lögfræðingurinn Þóra á fjölda aðdáenda og Yrsa segir fólk vissu­ lega eiga það til að kvarta við sig þegar hún gefur lögmanninum frí. En að sama skapi fagni líka margir þegar hún tekur hliðar­ sporin. „Ég á alveg örugglega eftir að taka fleiri svona útúrdúra þótt Þóra sé næst á dagskrá. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og hef fengið pósta að utan, frá erlendum lesendum, sem biðja mig um að halda mig við þessa línu,“ segir Yrsa og brosir. Hún segir það hins vegar ekki mjög markaðs vænt í útlöndum að skipta á milli skáldskapargreina þar sem slíkt geti ruglað lesendur sem hafa vitaskuld ekki sama aðgang að upplýsingum um höf­ undinn og við hér heima. „Þannig að þetta er ekkert sérstaklega markaðsvænt að gera það sem ég er að gera. En maður verður bara að skrifa það sem mann langar til að skrifa. Það þýðir ekkert að vera hugsa um þetta og ef bókin er góð þá verður lesandinn sáttur.“ Ekki aðalatriðið að vera númer eitt Í fyrra náði Yrsa þeim áfanga að komast upp yfir Arnald Indriða­ son á íslenskum metsölulistum en hann hefur eins og alþjóð veit drottnað yfir sölulistum um langt árabil með reyfurum sínum. „Það er nú ekki aðalatriðið hvort maður er númer eitt eða tvö. Bara alls ekki. Það er samt æðislega gam­ an, eða var það að minnsta kosti þetta eina skipti sem ég hef prófað það. En þetta er bara eins og með svo margt annað sem maður er lengi að vinna sig upp að. Maður heldur að það verði æðislegt en svo þegar að því kemur virkar það bara ósköp venjulegt. Aðalatriðið er að lesendurnir séu glaðir enda missir maður þá bara ef þeir eru það ekki.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Yrsa Sigurðar- dóttir gefur nú aðalpersónu sinni, Þóru Guðmunds- dóttur, frí í annað sinn og segir drauga- sögu í Kulda. Vinsældir hennar náðu hámarki á Ís- landi í fyrra og bækur hennar koma út um víða veröld. 28 viðtal Helgin 23.-25. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.