Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 46
10 Ævintýri í 100 ár Á daginn rekur hann sína eigin lögfræðistofu á Suðurlands- brautinni en kvöldunum, helgunum og vafalaust flestum hádegishléum ver hann í tómstundastarfið sem hann hefur eytt flestum frístundum sínum í síðastliðin 32 ár. Bragi Björnsson ber hina ýmsu titla, aðra en þann að vera lögfræðingur. Bragi er faðir, eiginmaður, Seltirningur, áhugaljósmyndari og mikill brandarakarl. Áhugaverðasti titillinn er þó vafalaust sá titill sem hann ber einn landsmanna; -Bragi Björnsson er skátahöfðingi Íslands! Skátahreyfingin stendur nú á tímamótum. Það er gaman að líta yfir farinn veg en engu minna spennandi að horfa til framtíðar þar sem ný ævintýri bíða. Ritstjóri afmælisritsins settist niður með skátahöfðingjanum rauðhærða og fékk hans sýn á stöðu hreyfingarinnar í dag og það sem bíður hennar á komandi árum. „Það er ekki sjálfgefið að sjálfsprottið æskulýðsstarf eins og skátahreyfingin hafi lifað í hundrað ár enda hefur fjöldi annarra æskulýðssamtaka og íþróttafélaga vissulega horfið af sjónarsviðinu á liðinni öld.“ Bragi segir skýringuna á því að skátastarf sé nú stærsta æskulýðshreyfingin í heiminum meðal annars vera þá að gildi skátahreyfingarinnar hafi staðið tímans tönn. „Skátastarf á alveg jafn mikið erindi við ungt fólk í dag eins og fyrir hundrað árum og munum eiga erindi við ungmenni um ókomna tíð.“ Bragi segir gaman fyrir þá sem hafa starfað lengi innan skáta- hreyfingarinnar að horfa til baka í ölduróti nútímans og skoða hvernig þjóðfélagsbreytingar hafa mótað skátastarfið. „Þeim bandalögum skáta sem hafa verið trú grunngildum skátastarfs hefur í raun farnast best. Þess vegna fórum við nýverið í endurskoðun á starfs- grunninum okkar og niðurstaðan á þeirri endurskoðun er að við hverfum aftur til framtíðar! Með öðrum orðum; við leitum til upphafsins og sjáum að þannig erum við best í stakk búin til að mæta kröfum framtíðarinnar.“ „Skátahreyfingin var upphaflega stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út boðskap um frið“ segir Bragi. Skátahreyfingin hélt nýverið alþjóðlega friðarráðstefnu í Hörpu þar sem húsið fylltist af ungum sem öldnum friðarsinnum sem sýndu frið í verki. Bragi segir eina leið til þess að fræða ungt fólk um frið vera að kynna þeim alþjóðastarf. „Með því að leyfa ungmennum að kynnast „framandi slóðum“ og gefa þeim færi á að kynnast öðru fólki, menningu og siðum, er hægt að eyða fordómum sem jafnan eru uppspretta ófriðar manna á milli. Það var einmitt sú leið sem stofnandi skátahreyfingarinnar, Sir Robert Baden-Powell, taldi besta til að stuðla að friði í heiminum.“ Fjölbreytt tækifæri fyrir fullorðið fólk Þær áskoranir sem skátastarf stendur frammi fyrir á þessum tímamótum eru í fyrsta lagi að mæta auknum kröfum samfélagins. Í dag krefjast bæði foreldrar og hið opinbera þess að vera vel upplýst um skátastarf og að eftirlit sé haft með starfinu. Enn fremur eru gerðar ríkari kröfur um óformlega menntun skátaforingja. Þessum kröfum vilja skátar mæta með því að fá fleiri fullorðna leiðbeinendur til þess að starfa með hreyfingunni og gefa um leið ungu fólki tækifæri til að stunda hefðbundið skátastarf mun lengur, allt þar til það hefur náð 22 ára aldri. „Til þess að fá fullorðið fólk til starfa verðum við að bjóða upp á spennandi valkosti fyrir það , s.s. fræðslu og símenntun sem nýtist ekki bara í skátastarfi heldur líka í einkalífi.“ Bragi bætir við að einnig þurfi starfsumhverfið að vera áhugavert og verkefnin bæði fjölbreytt og krefjandi. „Það er engin launung á því að þetta kallar á aukinn kostnað. Þess vegna er mér efst í huga, á þessum tímamótum, sá mikli niðurskurður sem hefur verið á fjárlögum hins opinbera til skátastarfs. Framlög ríkissins hafa á engan hátt fylgt auknum kröfum og verðlagsþróun“. Bragi segir það dapurt að skátahreyfingin á Íslandi sé nauðbeygð til þess að skera niður starf sitt enda bitni það beint á börnunum sjálfum. „Allar rannsóknir sýna að þau samfélög sem standa best að vígi í kjölfar kreppu og annarra áfalla, s.s. náttúruhamfara, eru þau samfélög sem hafa hlúð að svo kölluðum þriðja geira, - þ.e.a.s. fjölbreyttum, frjálsum félagasamtökum. Því ættu stjórnvöld að kappkosta við að styðja vel við bakið á frjálsum félögum, því þau sinna ákveðnum verkefnum sem annars myndu lenda á herðum hins opinbera. Í því fellst sparnaður fyrir ríkið. Fólki hættir til að horfa á stuðning við skátastarf sem nokkurs konar ölmusu og áttar sig ekki á þeim hag sem þjóðfélagið hefur af starfi skáta.“ Bragi bætir við að þar eigi hann ekki aðeins við óbeinan hag þjóðfélagsins heldur fjárhagslegan hagnað í beinhörðum peningum.“ Á undanförnum árum hafa nefnilega þúsundir erlendra skáta tekið þátt í alþjóðlegum viðburðum á vegum íslenskra skáta. Þetta hefur skapað mikil verðmæti í ferðaþjónustu. „Þó að flestir þeirra fari, líkt og hefðbundnir ferðamenn, í hvalaskoðun og vélsleðaferðir, þá er það líka einkenni þessara ferðamanna að þeir eru öðrum fremur til í að kanna ókunnar slóðir sem er einstaklega dýrmætt fyrir jaðarferðamennsku.“ Landsmót skáta eru að jafnaði haldin þriðja hvert ár og þar skipa erlendir skátar um helming þátttakenda. Ennfremur hefur íslenskum skátum verið treyst til þess að halda World Scout Moot 2017, -alþjóðlegt skátamót fyrir skáta á aldrinum 18-26 og telur Bragi að mótið muni verða einn stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi. Mýs eða sænskt kóngafólk „Þegar spurt er hvers vegna miðaldra, hvítur karlmaður sem rekur sína eigin lögmannsstofu, kýs að verja frítíma sínum í það að hlúa að annarra manna börnum, þá er því til að svara að tólf ára lofaði ég að gera skyldu mína við ættjörðina, -og í því felst að leggja mitt af mörkum til samfélagsins“ er svar Braga þegar hann er spurður hvers vegna hann taki enn svo virkan þátt í skátastarfi. „Í ljósi þess hve mikið ég, sem einstaklingur, hef grætt á skátastarfi, bæði í einkalífi og í minni vinnu, þá vil ég gera öðrum kleift að upplifa slíkt hið sama. Ég svara einfaldlega ákalli J.F. Kennedy sem sagði: „Ekki spyrja hvað landið getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir landið“. Þrátt fyrir að ég hafi starfað í skátahreyfingunni í ríflega þrjá áratugi, þá verða stöðugt nýjar áskoranir á vegi mínum.“ Bragi segir að þegar litið sé yfirfarinn veg, þá uppgötvi maður öll þau tækifæri sem skátastarfið hafi gefið manni. „Mikilvægasta tækifærið sem skátastarf gefur er vafalaust tækifærið til að stofna til vináttu við einstaklinga sem maður hefði annars aldrei kynnst.“ Bragi á góða vini í Chile sem hann kynntist á Heimsmóti skáta 1998 og heldur ennþá reglulegu sambandi við. „Minningarnar úr skátastarfi eru mér allar jafn mikilvægar enda spanna þær allt litróf lífsins. Maður lærir af upplifunum sínum, hvort sem þær eru að takast á við að mús komst í nestið manns í köldum skátaskála að vetrarlagi eða að skoða hollensk skátafélög með Svíakonung sér við hlið. Þetta eru tækifæri sem mér hefðu annars ekki boðist í mínu daglega lífi.“ Bragi sér fram á að stunda skátastarf um ókomna tíð. Hann telur að fullorðið fólk sem stundar skátastarf geri það líklega fyrst og fremst af því að það vilji hafa áhrif til góðs á sér yngri einstaklinga. „Endurgjaldið kemur þegar þú upplifir að þú hafir virkilega skipt máli í lífi einhvers. Þess vegna er ég skáti.“ „Skátastarf á jafn mikið erindi við ungt fólk í dag eins og fyrir hundrað árum“ fólki hættir til að horfa á stuðning við skátastarf sem nokkurs konar ölmusu og átta sig ekki á þeim hag sem þjóðfélagið hefur af starfi skáta Í ljósi þess hve mikið ég, sem einstaklingur, hef grætt á skátastarfi, bæði í einkalífi og í minni vinnu, þá vil ég gera öðrum kleift að upplifa slíkt hið sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.