Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 62
38 bílar Helgin 23.-25. nóvember 2012 Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is TIL SÖLU! 44” breyttur Toyota Hilux. Nýr bíll - óskráður. 38” breyttur Toyota Land Cruiser árgerð 2007 TIL SÝNIS HJÁ ARCTIC TRUCKS! 2012-11 - Bílar til sölu 10x13cm.indd 1 22.11.2012 10:49:28 Sjöunda kynslóð Golf kynnt Sjöunda kynslóð af Volkswagen Golf var kynnt á bílasýningunni í París nýverið. Allt frá því að Golf kom á götuna árið 1974 hefur hann notið mikilla vinsælda og verið leiðandi í sínum stærðarflokki. Volkswagen hefur selt 29 milljónir Golf. Ef að líkum lætur verður nýi Golfinn mest seldi bíll Evrópu, slík er staða hans á markaðnum. Bíllinn er 100 kílóum léttari en forverinn, eyðslan minni sem og út- blástursmengun. Í svokallaðri Bluemotion-útfærslu kemst Volkswa- gen Golf 31,3 kílómetra á dísilolíulítranum, að því er fram kemur í Jót- landspóstinum danska. Bíllinn er 4255 mm á lengd, 1790 mm á breidd og hæðin er 1452 mm. 1,2 lítra TSI bensínvélin skilar annars vegar 85 og hins vegar 105 hestöflum. 1,4 lítra bensínvélin er annars vegar 122 hestöfl og hins vegar 140 hestöfl. Allar bensínvélarnar eru með beinni innspýtingu. 1,6 lítra TDI dísilvélin er 105 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísil- vélin er 150 hestöfl. Blumotion-útfærslan kemur á markað 2013. Reiknað er með því að Volkswagan kynni GTI-útgáfu Golf á bílasýn- ingunni í Genf næsta vor. Þar verður um öflugan bíl að ræða en hann verður einnig léttari en forverinn. Innanrými hins nýja Golf. Nýr Volkswagen Golf var kynntur á Parísarsýningunni í septemberlok.  ReynsluakstuR kia Cee‘d e f ég væri að kaupa mér bíl í dag (og þyrfti bara 5 manna) er ég viss um að nýr Kia Cee‘d yrði fyrir valinu. Hann er sér- staklega fallegur útlits – hönnunin töff og nútímaleg – enda tók ég eftir því að það var horft á eftir honum á götu (nema að það hafi verið ég sem vakti eftirtekt!). En fyrst og fremst er ástæðan sú að maður hefur það algjörlega á tilfinningunni að maður sé að keyra lúxusbíl – þótt verðið sé alls ekki í samræmi við það. Maður fær fullt fyrir peningana sína í Kia Cee‘d. Og hann er sparneytinn, eyðir 4,1 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Innréttingar eru mjög vandaðar og mælaborðið sérstaklega fallegt. Bluetooth tenging milli hljómtækja og síma er staðalbúnaður sem er algjör snilld – bæði öryggisins vegna (svarar í símann með því að ýta á takka í stýrinu og símtalið fer fram í gegnum hátalara og míkrafón) og vegna þess hve gaman er að hlusta á uppáhaldstónlistina sína í bíl með góðum græjum. Einn morguninn mætti ég tíu mínútum of seint í vinnuna því ég bara tímdi ekki að enda mómentið á bílastæðinu – ein í myrkrinu í hljóðeinangruðu umhverfi með sætishitann stilltan á fullt og uppáhaldstón- listina í eyrunum. Sannkölluð kyrrðarstund. Bíllinn er kraftmikill og léttur í stýri. Of léttur, segja sumir, en ég er ekki sammála því. Hann er með ýmsar nýjungar sem stuðla að auknu öryggi, til að mynda kviknar hliðarljós sem lýsir í allt að 90° þegar maður snýr stýrinu til hliðar þegar verið er að taka beygju. Það reyndist mjög vel í myrku skammdeginu. Einnig kvikna ljós aftan á bílnum og lýsa þegar bakkað er (nei, ekki bakkljósin...). Cee‘d er rúmgóður þótt hann megi flokka sem smábíl. Skottið er stórt og tekur mikið (helgarinnkaup fyrir 9 manna fjölskyldu komust vel fyrir). Hann er sæmilega breiður (178 cm) og því fór ágætlega um ungling á milli tveggja barnastóla í aftursætinu þótt börnunum fyndist erfitt að spenna beltin sjálf því bílstólarnir (pullur með baki) fóru alltaf yfir stykkið sem beltinu er smellt í – eins og svo algengt er með minni bíla. Börnin voru sérstaklega hrifin. Fannst Bluetooth lausnin stórkostleg og þreytt- ust ekki á að spyrja hvernig þetta virkaði allt saman. Þeim leiddist heldur ekki að fá að taka þátt í öllum samtölum við pabba sinn í símann og sungu hátt og snjallt, á leiðinni í leik- skólann, uppáhaldslagið sitt um þessar mundir: Leyndar- mál með Ásgeiri Trausta. Eini ókosturinn, sögðu þau, var að þau sáu ekki nógu vel út um aftur glugg ann. Mikið fyrir peningana Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Plúsar + Fallegur + Fullt af aukahlutum + Mikið fyrir peningana (3,4 milljónir kr.) + Rúmgóður + Stórt skott + Sparneytinn + Beygjuljós og bakkljós Mínusar ÷ Ekki nógu gott útsýni fyrir börn úr aftursæti ÷ Börnunum fannst erfitt að spenna beltin Maður hefur það algjörlega á tilfinn- ingunni að maður sé að keyra lúxusbíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.