Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 16

Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 16
Volkswagen up! kostar aðeins 1.990.000 kr. www.volkswagen.is Volkswagen up! Komdu og reynsluaktu Volkswagen up! Lítill að utan og stór að innan Volkswagen up! setur ný viðmið í hönnun smá- bíla með því að sameina nett ytra rými og rúm- gott innra rými. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrar- prófunum EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll. S igrún Proppé sálgreinir seg-ir að draga megi úr brottfalli úr framhaldsskólum með því að auka sálrænan stuðning við ungmenni. Hvergi í heiminum er meira brottfall úr framhalds- skólum en á Íslandi. Sigrún hefur sérhæft sig í sálfræðimeðferð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og starfaði um árabil í Sví- þjóð en flutti nýverið heim aftur. „Það er mikið áhyggjuefni hversu hátt brottfall framhaldskólanema er hér á landi, en þessi vandi er einnig vel þekktur í Svíþjóð,“ segir hún. „Reynslan þar hefur sýnt að oft er hægt að fyrirbyggja þessa þróun ef ungmennið fær rétta hjálp í tæka tíð. Tengslin sem byggjast upp í reglubundnum viðtölum með virkum stuðningi meðferðaraðila veitir ungmenninu utanumhald og skapar rými fyrir eigin hugsanir og tilfinningar, sem getur skipt sköpum,“ segir hún. Á þessu aldursskeiði eiga sér stað mikil átök í sálarlífinu og ungmenni verða að leysa fjölmörg þroskaverkefni á farsælan hátt ef vel á að fara, að sögn Sigrúnar. „Þetta þroskaferli tekur mikla orku og margir þurfa aðstoð til að komast yfir sálrænar hindranir sem annars geta seinkað eða heft leiðina til fullorðinsára. Fjöldi ungs fólks er í knýjandi þörf fyrir fag- legan sálfræðilegan stuðning til að fyrirbyggja neikvæða þróun í námi og þroska,“ segir hún. Markmið ríkisins ekki í samræmi við þörf Markmið ríkisins varðandi geð- heilbrigðisþjónustu barna er í engu samræmi við þörfina að því er fram kemur í skýrslu starfshóps um bætta heilbrigðisþjónustu og heil- brigði ungs fólks. Áætla má út frá rannsóknum að 12-15% ungmenna glími við vægan geðrænan vanda og að 2-5% eigi við alvarlegar hegð- unar- eða geðraskanir að stríða. Niðurstöður nýlegrar könnunar á vegum Lýðheilsustöðvar á líðan ís- lenskra ungmenna eru í samræmi við þessar tölur. Í Heilbrigðisáætl- un til ársins 2010, og vísað er í í skýrslu starfshópsins, er sett fram það markmið að geðheilbrigðis- þjónustan nái til um 2% barna árið 2010, sem virðist í samanburði við áðurnefndar tíðnitölur heldur lágt hlutfall. Þar kemur einnig fram að algengi örorku vegna geðraskana hefur farið vaxandi hér á landi og notkun geðlyfja aukist. „Ljóst má vera að sporna þarf við þessari þróun og talið árangursríkast að auka áherslu á forvarnir, snemm- tæka íhlutun, fjölbreytt gagnreynd meðferðarúrræði og aukna eftir- fylgd,“ segir í skýrslunni. Skýrslan er afrakstur starfshóps sem skipaður var árið 2010 sem leita átti leiða til að bæta heilbrigð- isþjónustu og heilbrigði ungs fólks. Í henni kemur meðal annars fram að ungt fólk nýtir sér síður þjón- ustu heilsugæslunnar en þeir sem eldri eru. Í nágrannalöndunum hefur í vaxandi mæli verið komið á fót sérstakri unglingamóttöku og annarri heilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk og var í maí samþykkt þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem lögð var til stofnun starfshóps sem meðal annars myndi vinna að stofnun sérstakrar unglingamót- töku í samræmi við tillögur starfs- hópsins frá 2010. Nauðsynlegt að byggja upp sértæka geðþjónustu Sigrún telur nauðsynlegt að byggja upp sértæka geðþjónustu fyrir aldurshópinn 16-25 ára. „Eftir hrunið er þessi aldurshópur kom- inn í breytta og viðkvæma aðstöðu. Atvinnuleysi og erfiður fjárhagur hefur þau áhrif að margir geta ekki flutt úr foreldrahúsum, en skertir möguleikar og skortur á stuðningi gerir leiðina inn í full- orðinsárin torsótta. Jafnframt er brottfallið úr framhaldsskóla hér á landi það hæsta sem þekkist. Þessar staðreyndir kalla á brýna þörf til að skilgreina þarfir og líðan þessa aldurshóps á nýjan hátt og mæta þörfunum með nýjum, markvissum og virkum leiðum,“ segir hún. Til samanburðar bendir Sigrún á kreppuna í Finnlandi á tíunda áratugnum. „Þá var ekki hugað að utanumhaldi fyrir þennan aldurs- hóp með þeim afleiðingum að stórt hlutfall ungs fólks í Finnlandi varð útundan. Þau náðu sér aldrei á strik heldur festust á örorkubótum og félagsaðstoð, „glataða kyn- slóðin“ eins og sagt er i Finnlandi,“ bendir Sigrún á. Erlendar rannsóknir á ungu fólki hafa sýnt fram á að í nútíma samfélagi hefur þörf þessa aldurs- hóps fyrir markvissan stuðning frá fullorðnum farið hratt vaxandi, að sögn Sigrúnar. Ástæðurnar eru meðal annars breyttir samfélags- þættir og samskiptamynstur, aukn- ar kröfur og samkeppni í menntun og á atvinnumarkaði með miklum fjölda valkosta sem getur orkað tvímælis og valdið kvíða. „Niður- staðan er sú að þrátt fyrir fjölda augljósra kosta við að vera ungur í dag er ungt fólk á ýmsan hátt ber- skjaldaðra og meira áttavillt en fyrri kynslóðir og þarfnast oftar stuðnings frá fullorðnum til að komast i gegnum þroskaátök sem fylgja þessu aldursskeiði,“ segir Sigrún. Svíar brugðust við Fyrir hálfum öðrum áratug brugð- ust sænsk heilbrigðisyfirvöld við kalli um bráðaúrlausn í geðheil- brigðismálum ungs fullorðins fólks, að sögn Sigrúnar. „Slæm geðheilsa og sálrænir erfiðleikar þessa hóps hafði aukist hratt og var orðið áberandi heilbrigðis- vandamál. Bráðamóttökur fylltust af ungu fólki með kvíða og þung- lyndi og lyfjanotkun og örorkubæt- ur fóru hratt vaxandi. Heilsugæsla og geðlæknar stóðu ráðþrota og augljóst var að það vantaði viðun- andi úrræði fyrir aldurshópinn 18 ára og eldri,“ segir Sigrún. Átak var gert til að leysa vandann og komið var á fót sérstökum viðtals- miðstöðvum fyrir þenna aldurshóp með starfsfólki sem hafði fagþekk- ingu og reynslu af þessu þroska- skeiði, líkt og Sigrún hefur bent á að skorti hér á landi. Sigrún segir brýnt að falla ekki í þá gryfju að einfalda brottfall úr skóla með einhliða útskýringum á að ytri aðstæðum sé um að kenna, svo sem skólakerfi, náms- efni og fleira. „Vissulega er mikil þörf fyrir nýhugsun og breytingar á þeim vettvangi en brottfall úr skóla er oft á tíðum í hæsta máta birtingarmynd innri sálrænna ferla og hversu vel eða illa ungmenninu tekst að leysa innri átök og erfið- leika,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Minnka má brottfall með sálfræðistuðningi Sérfræðingur í sálfræðimeðferð ungs fólks segir að draga megi úr brottfalli úr framhaldsskólum með því að auka sálrænan stuðning við ungmenni. Mikil átök séu í sálarlífinu á þessum aldri. Nauðsynlegt sé að byggja upp sértæka geðþjónustu fyrir aldurshópinn 16-25 ára. BROTTFALL Fr amhaldsskól ar Fimmti hlut i Svíar brugðust við vaxandi vanlíðan ungmenna fyrir hálfum öðrum áratug og náðu góðum árangri. Sigrún Proppé telur nauðsynlegt að byggja upp sértæka geðþjónustu fyrir aldurshópinn 16-25 ára. ljósmynd/hari 16 úttekt Helgin 23.-25. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.