Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 4
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Srærðir
90 cm
150 cm
200 cm
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
GLÆSILEG JÓLALJÓS
Mikið úrval jólaljósa frá Svíþjóð
Opið laugardag til kl. 16
Íslenskur bjór verðlaunaður
í Bandaríkjunum
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Væg hláka og VÍðast rigning eða skúrir.
na-hVassViðri nV-til.
höfuðBorgarsVæðið: Hægur vindur,
þungbúið og rigning með köflum.
ekki sVo hVasst, en él, einkum á fjallVeg-
um Vestan- og norðantil. hægt kólnandi.
höfuðBorgarsVæðið: Skýjað og úromu-
lítið. fryStir um kvöldið og nóttina.
n-átt, frekar meinlÍtil, en snjókoma
um tÍma norðan- og norðaustanlands.
höfuðBorgarsVæðið: norðan garri,
léttSkýjað og vægt froSt.
loks skaplegt veður
um helgi
fjórðu og síðustu helgina í nóvember er loks-
ins útlit fyrir skaplegt vetrarveður! reyndar
vantar ekki lægðirnar, en þær verða meira og
minna á hringsóli yfir landinu og vindur ekki
svo hvass næst þeim. þýðan sem
kominn er helst í dag föstudag,
en síðan fer hægt kólnandi og á
sunnudag er spáð skamm-
vinnri n-átt með snjókomu
um tíma norðanlands um leið
og aftur frystir um mest allt
landið.
4
4 2
3
3
1
0 2 1
1
-3
-1 -2 -1
-1
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
OYSTER PERPETUAL ROLEX DEEPSEA
Michelsen_255x50_K_0612.indd 1 14.06.12 16:57
Á íslandi er lögum um líffæragjöf þannig háttað að gengið er út frá synjun um líffæragjafar eftir dauðs-
Heilbrigðismál við gætum bjargað allt að Fimm mannslíFum
Skrítið að bíða þess
að einhver láti lífið
Á íslandi neita aðstandendur líffæragjöf í 40% tilfella en í könnunum segjast 80-90% íslendinga
vilja gefa líffæri. Árlega deyr fólk á biðlista eftir líffærum og sumir hafa beðið eftir nýju líffæri í
áraraðir.
Þ að er svo skrítið að bíða þess að einhver láti lífið,“ segir Matthildur Hrönn Matthíasdóttir. Hún er líf-
færaþegi sem hefur í tvígang fengið í-
grædda lifur. Fyrst árið 2007 og síðan
aftur 2008 eftir að líkami hennar
hafnaði gjöfinni. „Ég fæddist með
erfðasjúkdóm en veiktist mjög skyndi-
lega 2007 og var því sett í mikinn for-
gang. Líkaminn hafnaði síðan lifrinni
og það var mjög skelfileg lífsreynsla.
Ég var sett á biðlista á nýjan leik og
þó að ég hafi í samhengi við marga
aðra ekki beðið lengi eða aðeins um
nokkrar vikur þá er það mjög erfitt.“
Hundruð Íslendinga eru á biðlista
eftir líffæri og mörg dæmi eru um að
fólk láti lífið við biðina. „Þarf ekki að vera
svona,“ segir Guðmundur Löve fram-
kvæmdastjóri SÍBS.
Á Íslandi eru lögum um líffæra-
gjöf þannig háttað að gengið er út frá
synjun um líffæragjafir eftir dauðs-
fall. Þessu er öfugt farið í flestum
nágrannalöndum okkar en þar er
gengið út frá samþykki. Guðmundur
segir Íslendinga vera langt á eftir ná-
grannaþjóðunum í líffæragjöfum eftir
dauðsfall. Félagið SÍBS kallar eftir
breytingum á íslenskum lögum. „Það
er okkar krafa að þessi breyting nái
fram að ganga og við horfum á að slíkt
gæti bjargað allt að 3 til 5 mannslífum
á ári,“ segir Guðmundur og bendir
á að aðstandendur hafi alltaf síðasta orðið
þegar kemur að líffæragjöf, jafnvel þó ein-
staklingur sé opinber líffæragjafi geta að-
standendur synjað gjöfinni eftir dauðsfall.
„Synjanir aðstandenda eru um 40%. Það er
allt of hátt ef við gefum okkar að samkvæmt
erlendum könnunum sé vilji hjá 90% að gefa
líffæri eftir sinn dag.“
SÍBS hóf á dögunum vakningarátak tengt
líffæragjöfum. „Fyrst og fremst viljum við
þrýsta á stjórnvöld að breyta lögum í ætlað
samþykki en einnig viljum við hvetja fólk
til þess að kynna sér vilja ættingja sinna
í þessum efnum og virða hann við dauðs-
fall.“ Guðmundur segir Íslendinga eiga
í skuld við alþjóðlega líffærabanka. „Við
erum aðilar að alþjóðlegum líffærabönkum
og stöndum ekki við okkar skuldbind-
ingar þar, þvert á móti erum við í miklum
mínus. Það er hægt að rekja beint til ætluðu
synjunarinnar. En ekkert annað norrænt
land utan Danmerkur stendur jafn illa. En
í Danmörku er ekki heldur gengið út frá
ætluðu samþykki.“
Hann segir einstaklinga á íslenskum
biðlistum skipta hundruðum og hver dagur
skipti gríðarlegu máli fyrir það fólk.
Matthildur Hrönn er sama sinnis og
hvetur fólk til þess að kynna sér mikilvægi
líffæragjafa. „Ég hafði sjálf aldrei hugsað út
í þetta fyrr en ég þurfti sjálf á því að halda,“
segir hún og bætir við. „Það var tilfinning
ólík öðrum að þiggja líffæri úr öðrum, en
mér finnst ég ekkert öðruvísi í dag. Ég er
svo ótrúlega þakklát og horfi óneitanlega
öðruvísi á lífið. Mér finnst að allir ættu að
gerast líffæragjafar,“ segir Matthildur.
maría lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
guðmundur löve,
framkvæmdastjóri
SíbS
matthildur Hrönn
matthíasdóttir.
íslenski bjórinn lava, sem
bruggaður er í ölvisholti, er
einn af 25 áhugaverðustu
bjórunum sem komu á markað
í bandaríkjunum í ár. þetta er
niðurstaða tímaritsins life on
tap, draft. í tímaritinu er stað-
hæft að rúmlega sjö þúsund
bjórtegundir komi á almennan
markað í bandaríkjunum þetta
árið. blaðið lét framkvæma
blinda smökkun á bjórunum og
komst lava í hóp 25 áhugaverð-
ustu bjórum ársins.
fyrr á þessu ári hlaut lava
gullverðlaun í sínum flokki í
einni stærstu opnu bjórkeppni
bandaríkjanna. þá voru smakk-
aðir yfir 1.600 bjórar alls staðar
að úr heiminum.
lava bjórinn frá ölvisholti fellur vel að smekk bandaríkjamanna.
amma full með barn í bílnum
í vikunni var amma nokkur stöðvuð af lögreglu en
hún reyndist ölvuð við stýrið en með henni
í bílnum var „ólögráða barnabarn
hennar“ eins og það er orðað á
vef lögreglunnar, logreglan.
is. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu gerist það mánaðarlega
að foreldrar séu teknir fullir undir
stýri með barn í bílnum. Hinsvegar
er fáheyrt að afar og ömmur keyri full með
barnabörnin. „en svo bregðast krosstré sem önnur
tré,“ segir lögreglan.
gengið gegn kyn-
bundnu ofbeldi
Samtökin un Women á íslandi
standa fyrir ljósagöngu á
sunnudaginn, klukkan 19. Gangan
hefst í alþingisgarðinum en þar
hefst um leið undirskriftarsöfnun
þar sem þátttakendur í göngunni
geta skrifað undir áskorun þar
sem þess er krafist að stjórnvöld
geri allt sem í þeirra valdi stendur
til að útrýma ofbeldi gegn
konum, hér heima og erlendis.
4 fréttir Helgin 23.-25. nóvember 2012