Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 34

Fréttatíminn - 23.11.2012, Page 34
J ú, ég hætti í ágúst eftir sextán ár,“ segir Katrín Hall dansari sem gegndi starfi listræns stjórnanda Íslenska dansflokksins og var alla tíð óumdeild. Hún tók tiltölulega lítinn og neóklassískan dansflokk og gerði að nútímadans- flokki. Frá því hún tók við 1996 hef- ur íslenskt danslíf breyst til muna og sjálf hefur hún lagt mikið á sig við að auka veg og virðingu dansins á Íslandi. Hún er einn aðaldómari í vinsælum sjónvarpsþætti um dans; Dans, dans, dans, og hún viður- kennir að henni finnist talsverð við- brigði að vera hætt sem stjórnandi Íslenska dansflokksins. Engu að síður kemur hún sjálfri sér á óvart og nýtur þess að vera hætt: „Þetta er hollt og gott og ég er virkilega að njóta lífsins þessa dagana.“ Katrín ólst upp á Seltjarnarnesi. Elst þriggja systkina (hún á tvo yngri bræður sem segja báðir að hún hafi strax verið mikill leiðtogi). Pabbi hennar, Frank Hall vélstjóri, var sjómaður (lengst) framan af, og mamma hennar, Guðlaug Magnús- dóttir, vann í banka og rak um tíma sitt eigið fyrirtæki. Frank nafnið er þannig til komið að „pabbi er hálfur Bandaríkjamaður,“ segir Katrín en amma hennar giftist Kana í stríðinu og það gekk svo ekki upp: „Saga ömmu er saga sem mig langar að segja einhvern tíma. Hún er alveg ótrúlega dramatísk, eins og saga margra kvenna.“ Ekki frek: Ákveðin Í viðkynningu er Katrín róleg og yfirveguð en það sést samt glitta í mjög ákveðna konu sem veit ná- kvæmlega hvað hún vill. Bræður hennar, Frank Hall (tónlistarstjóri og leiklistarráðunautur í Borgar- leikhúsinu) og Bjarni Lárus Hall (söngvari Jeff Who), staðfesta það. Þeir muna báðir að á þeirra æsku- heimili var það Katrín sem stjórnaði því hvernig jólatréð var skreytt. „Hún vildi ráða,“ segir Frank og hlær. „Það var sérstaklega erfitt að skreyta jólatréð með henni. Ég var átta árum yngri en hún og vildi oft setja ljótu hallærislegu kúlurnar á tréð en það tók hún ekki í mál.“ Bjarni tekur undir orð bróður síns. Það eru fimmtán ár á milli þeirra Katrínar en hann hefur heyrt þvílíkar sögur af ákveðni systur sinnar („ekki segja frekju,“ segir hann): „Hún var bara lítil stelpa þegar hún sat uppi í sófa fyrir jól með kassa af jólaskrauti og skipaði mömmu og pabba fyrir um hvert hver jólakúla átti að fara,“ segir Bjarni sem man líka eftir að stóra systir hans hafi verið að þvælast með hann um allt. Hún var dugleg að passa yngri bræður sína þrátt fyrir að vera strax mjög upptekin og metnaðarfull ung danskona. Katrín gekk í Mýrarhúsaskóla úti á Seltjarnarnesi og Valhúsaskóla áður en hún fór í MR. Með MR dansaði hún í Íslenska dansflokkn- Hætt eftir sextán ár hjá Íslenska dansflokknum Katrín Hall hætti í ágúst sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins en því starfi hafði hún gegnt í sextán ár. Nú er hún sjálfstætt starfandi listamaður og einn aðaldómari vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins; Dans, dans, dans. um en amma hennar, Katrín Hall, var reyndar sú sem hvatti hana til að taka inntökupróf í Listdansskóla Þjóðleik- hússins á sínum tíma. Eftir útskrift úr MR fékk hún námssamning við Íslenska dansflokkinn og loks samning. Fljótlega var hún svo farin til Köln þar sem hún dansaði með Tanz-Forum, dansflokkinn við óperuhúsið í Köln, í níu ár. Á tvö einkabörn Áður en Katrín hélt utan sem ungur dansari hafði hún kynnst manninum sínum, Guðjóni Pedersen leikstjóra, en þau léku saman í Gæjum og píum í Þjóð- leikhúsinu. Þá var Guðjón, eða Gíó eins og hann er kallaður, nýútskrifaður leik- ari. Þau eiga að tuttugu og átta ára sögu saman og tvö börn: Frank Fannar sem er tuttugu og tveggja ára og Mattheu Láru sem er tólf („það eru tíu ár á milli þeirra þannig að ég á tvö einkabörn,“ segir Katrín). Frank Fannar er atvinnu- dansari í Þýskalandi en hann flutti til Barcelona aðeins nítján ára („þú getur rétt ímyndað þér hvað var erfitt að sjá á Svo er það bara bein útsending með Nigel Lithgoe í dóm- arasætinu og eina sem hægt er að gera er að krossleggja fingur og vona það besta. 34 viðtal Helgin 23.-25. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.