Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 41

Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 41
Afmælisrit skátanna 5 Upplýsingar í síma 535 2550 Nú flokkum við! Ecodepo flokkunarbarirnir eru ódýrir og endingargóðir pokastandar þar sem mis- munandi litir eru notaðir til að greina sundur úrgang og koma honum í réttan farveg. Þeim er víða hægt að koma fyrir og þeir fara vel í flestu umhverfi. Ecodepo hefur fengið fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og hve auðveldir þeir eru í allri umhirðu. Litrík, létt og lífleg lausn! 43 0. 05 5 m ag gi @ 12 og 3. is Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2550 • info@hafnarbakki.is • www.hafnarbakki.is að vera eftirbátar hans þegar kom að aga, kjarki og úrræðasemi. Markmið Sir Baden-Powell var að losa unga drengi úr viðjum stórborganna og gefa þeim færi á að spreyta sig í villtri náttúru og læra mikilvægar lífslexíur af því að bjarga sér í óvæntum og hugsanlega óblíðum aðstæðum. Ljóst er að stórborgarglaumi var ekki fyrir að fara á Íslandi. Hið sérstaka samband sem íslenskir skátar mynda við náttúruna í leik og starfi er því nokkurs annars eðlis en tíðkaðist á Englandi eða í Danmörku. Samneyti íslenskra skáta við sitt nánasta umhverfi hefur ætíð litast af baráttu við náttúruöflin. Kennslustundir og æfingar í sjálfsbjargarviðleitni hafa því haft mun bókstaflegri merkingu fyrir íslensk ungmenni en sú reynsla sem breskir skátar, svo dæmi sé tekið, öðluðust og heimfærðu upp á sinn eigin raunveruleika í frumskógi bresks borgasamfélags. Augljóst dæmi um þetta eru íslenskar hjálparsveitir sem spruttu upp úr íslensku skátastarfi þegar líða tók á 20. öldina. Með markmið stofnandans að leiðarljósi Íslenskt skátastarf er um margt einstakt. Þær sérstöku aðstæður sem því voru búnar, í upphafi sem endranær, hafa skapað óviðjafnanleg tækifæri til að ögra einstaklingnum. Þessar aðstæður hafa jafnframt stuðlað að mótun skarpskyggnra einstaklinga með jákvæða og opna lífssýn, lífsýn sem þrífst og þroskast einna best í gegnum samvinnu og samskipti ólíkra hópa og einstaklinga. Í engu skyldi þó hallmæla því göfuga starfi sem fram fer annars staðar í heiminum þó aðstæður kunni að vera aðrar. Skátahreyfingin á Íslandi hefur markmið Sir Baden-Powell enn að leiðarljósi og sækist stöðugt eftir meiri þekkingu frá skátastarfi úr öllum heimshornum til að styrkja starfið heimafyrir og búa í haginn fyrir æ hnattvæddari framtíð. Skátastarf tekur mið af umhverfi sínu hverju sinni og reisir tjaldbúðir og þjálfar meðlimi sína í samræmi við það. Þó miklar breytingar hafi orðið bæði hjá íslensku þjóðinni og íslensku skátahreyfingunni síðan Ingvar Ólafsson stofnaði fyrsta skátaflokkinn í Reykjavík, má fullyrða að sjálfstæðisbaráttan, herleysið og óbeisluð náttúran þá og nú séu enn styrkar stoðir við það öfluga starf sem fram fer í íslensku skátahreyfingunni, bæði heima og heiman. ÁS sjúkraþjálfun Gunnar R. Sverrisson hefur bæst í hóp sjúkraþjálfara hjá ÁS sjúkraþjálfun. Gunnar hefur áralanga reynslu af meðhöndlun íþróttamanna, bakvandamála og vinnuverndar. Viljum við bjóða hann velkominn til starfa hjá ÁS sjúkraþjálfun. ÁS SJÚKRAÞJÁLFUN Í HJARTA ÁRBÆJAR Þjónusta • Almenn sjúkraþjálfun • Nálastungur • Hnykkingar • Íþróttasjúkraþjálfun • Vinnuvernd • Fræðsla ÁS sjúkraþjálfun Hjá ÁS sjúkraþjálfun starfa 6 sérfræðingar sem hafa mikla reynslu í skoðun, greiningu og meðhöndlun stoðkerfisverkja hjá öllum aldurshópum. Á S S J Ú K R A Þ J Á L F U N • H R A U N B Æ R 11 5 • 11 0 R E Y K J AV Í K • 5 7 7 5 5 7 5 • w w w. a s s j u k r a . c o m Nýr reynslubolti í hópnum Um blaðið Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson Umbrot: Baldur Árnason Ljósmyndir: Baldur Árnason Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Zheko Georgiev og myndir úr safni BÍS Höfundar efnis: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Elín Esther Magnúsdóttir Guðrún Björg Ingimundardóttir Ingibjörg Hannesdóttir Una Guðlaug Sveinsdóttir Teikningar: Birkir Kristinsson Gefið út í nóvember 2012 á vegum Bandalags íslenskra skáta

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.