Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 48
12 Ævintýri í 100 ár
Jarðböðin við Mývatn
Mývatn
Opnunartími:
Sumar - 09:00-23:30
(Júní, Júlí, Ágúst)
Vetur - 2:00-21:30
(September til Maí)
Jarðböðin við Mývatn
Jarðbaðshólar, 660 Mývatn
Sími 464 4411
www.jardbodin.is
Mývetningar og gestir þeirra hafa notið þess að stunda heit böð sér til heilsubótar um langan tíma. Heitar uppsprettur má finna í gjám og stígur
heit vatnsgufa upp úr jörðinni víða. Margar fornminjar og sagnir eru til um skýli til gufubaða sem reist voru í Jarðbaðshólum og nágrenni. Voru
þessi skýli reist yfir gufuholum og fóru menn þangað inn og svitnuðu ákaflega og fengu bót við gigt og öðrum kvillum. Enn þann dag í dag eru
gufuböðin sótt reglulega af heimamönnum og öðrum gestum.
Nú er rekinn glæsilegur baðstaður í Jarðbaðshólum, Jarðböðin við Mývatn. Allt frá opnun hafa Jarðböðin notið mikilla vinsælda jafnt hjá heima-
mönnum sem og ferðamönnum. Hefur gestafjöldi aukist á hverju ári en Jarðböðin eru opin allt árið. Þar er boðið upp á náttúruleg gufuböð,
baðlón með hveravatni og heita potta. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar og sturtur fyrir bæði kynin. Hægt er að leigja sundföt og hand-
klæði í afgreiðslu. Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál í
einstakri náttúrufegurð Mývatnssveitar.
Kaffi Kvika er veitingastaður Jarðbaðanna. Hér geta gestir notið léttra veitinga í fallegu umhverfi og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Í Kaffi Kviku eru sæti fyrir 80 gesti á jarðhæð ásamt skjólgóðu útisvæði með sæti fyrir um 40 gesti. Á annarri hæð er lítill hlýlegur salur fyrir 30
gesti með stórkostlegu útsýni yfir lónið, á Hverfjall og yfir Mývatn. Veitingasalurinn hentar einnig vel fyrir litla fundi og mannamót og er hægt að
bóka hann fyrir sérhópa frá október fram til mars. Tekið er vel á móti hópum í Jarðböðin við Mývatn og ef hópar vilja koma í mat fyrir eða eftir bað
þá endilega hringið eða sendið okkur tölvupóst um stærð hópsins og áætlaðan tíma. Þannig getum við undirbúið og tekið betur á móti hópnum.
Verið velkomin!
Slökun Vellíðan Upplifun
PANTONE
PANTONE 1797 PANTONE 661
CMYK
C5 M100 Y100 K0 C100 M60 Y0 K10
PANTONE
CMYK
Mörkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500
Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504
www.lystadun.is
Mörkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500 > Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504 > www.lystadun.is
PANTONE 194 C