Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 23.11.2012, Blaðsíða 52
16 Ævintýri í 100 ár Aðra helgina í október fylltist Harpa af ungum sem öldnum friðarsinnum í leit að innblæstri til góðra verka. Tuttugu fyrirlesarar fjölluðu um frið frá ýmsum sjónarhornum, svo sem frið og fyrirgefningu, hvernig hver einstaklingur getur haft áhrif og hvort friður sé skapandi ástand. Meðal fyrirlesara voru Magnús Scheving, sem fjallaði um hvernig maður gæti látið drauma sína rætast, Edda Björgvinsdóttir sem flutti fyrirlesturinn „Jákvæð samskipti – dauðans alvara“ og Dr. Eduard Vallory sem fjallaði um þátt skáta í friðarmynd heimsins. Á þinginu voru einnig tvær vinnusmiðjur; Dr. Ashley Deans fjallaði um áhrif hugleiðslu á skólastarf og samfélag og Christina Barruel stjórnaði vinnusmiðju um jafningja- málamiðlun í grunnskólum. Fjöldi góðgerðarsamtaka setti upp kynningarbása og á setningu og slitum þingsins voru pallborðsumræður. Þar ræddu friðarsinnar á borð við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra um frið og æskulýðsstarf. Um 700 manns tóku þátt í friðarþinginu með einum eða öðrum hætti. Friðarleikur í Flóa Um 300 íslenskir skátar tóku á laugardeginum þátt í friðarleik sem gekk út á að þroska sig á hinum ýmsu sviðum persónulegra friðareiginleika, s.s. að þjálfa með sér alþjóðavitund og hæfni í ofbeldislausum samskiptum. Skátarnir, sem voru á öllum aldri, þurftu að hlaupa um Flóa, opið svæði í norðvesturhorni Hörpu, og leysa ýmis friðarverkefni. Sem dæmi um friðarverkefnin má nefna það að faðma ókunnuga og að læra að fara með jákvæð ummæli á öðrum tungumálum. Friðarleikurinn er afrakstur 10 daga friðarmóts skáta sem haldið var í Reykjavík vikuna fyrir friðarþingið. Mótið sóttu 60 skátar á aldrinum 16-25. Þátttakendur úr öllum áttum Markmið friðarmótsins var að stefna saman skátum frá öllum heimshornum og fá þá til að kafa dýpra í hugtakið frið. Að þessu sinni tóku 8 lönd þátt í friðarmótinu. Þátttökulöndin voru Eistland, Palestína, Georgía, Danmörk, Austurríki, Lettland, Búlgaría auk Íslands. „Alþjóðavíddin á friðarmótinu var mjög mikilvæg, þar sem maður kynntist mismunandi menningu og lífstíl,“ segir hin unga Christina Mousa frá Ramallah í Palestínu og bætir við; „Ég skráði mig á mótið til þess að hitta fólk frá öðrum löndum, þróa með mér dýpri skilning á orðinu „friður“ og takast á við upplifun sem ég gæti dregið lærdóm af.“ Appelsínan sem breytti lífinu „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá man ég ekki eftir því að hafa nokkurn tíman hugsað sérstaklega um frið, fyrir Friðarþingið“, segir hinn búlgarski Zheko Georgiev. „Ég hugsaði alltaf um frið sem eitthvað óáþreifanlegt og fjarlægt. Eitthvað sem ekki væri hægt að ná fram; „Mission impossible“. Á friðarmótinu lékum við leik sem gekk út á að berjast um appelsínu. Í stað þess að setjast niður og ræða málin fórum við strax að fljúgast á. Þá skildi ég loksins að friður er hugarástand og að allir ættu að leitast við að ástunda frið á alla vegu.“ Zheko er ekki sá eini sem telur friðarmótið hafa breytt sér. Félagi hans, Mohammed Abuzaid frá Palestínu bætir við: „Ég breyttist mikið við að fara á friðarþingið, því nú spyr ég mig, í hvaða aðstæðum sem ég lendi, hvað græði ég á því að ýta undir átökin eða skapa vandamál?“ Friðarfræjum sáð Það er von skipuleggjenda að bæði friðarþingið og friðarmótið hafi haft djúpstæð áhrif á þátttakendur og leiði til þess að hver einstaklingur taki sig til og gerist boðberi friðar með sínum hætti. „Við sáðum friðarfræjum á meðan að mótinu stóð og nú er það okkar að sjá til þess að þau nái að vaxa og dafna,“ segir Anders Skøttegaard Hansen. Anna Íris Pétursdóttir, einn íslensku þátttakendanna í friðarmótinu sagði í ræðu sinni á þingslitununum: „Í þessum litla, 60 skáta hópi, er svo margt hæfileikaríkt fólk. Ef aðeins eitt þeirra kemst í þá stöðu í lífinu að geta haft áhrif á aðra, veit ég að friðarmótið verður í huga þess. Ég veit það mun breiða út þennan boðskap friðar og vináttu.“ FRIÐARþING SKÁTA 2012 Skátar eru boðberar friðar fyrir um ári síðan settu heimssamtök skáta á fót verkefnið Boðberar friðar. markmið þess er að hvetja skáta til þess að skuldbinda sig við að breyta heiminum. skátarnir skipuleggja og framkvæma friðarverkefni að eigin frumkvæði og leggja þannig hönd á plóg við að gera jörðina að betri stað til að búa á. Íslenskir skátar tóku í október höndum saman um að halda friðarþing skáta 2012, glæsilegustu ráðstefnu sem skátar á Íslandi hafa haldið til þessa. tilgangur þingsins var að stefna saman einstaklingum úr öllum áttum og fá þá til að leggja á ráðin um hvernig heimsfriði verði komið á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.