Fréttatíminn - 23.11.2012, Qupperneq 54
18 Ævintýri í 100 ár
Skátastarf ...eitthvað fyrir alla!
Hvenær byrjaðir þú í
skátastarfi?
Ég byrjaði sem ylfingur og varð síðan
skáti. Tók nýliðaprófið 11 eða 12
ára. Eftir að hafa svo gegnt
flokksforingjastöðu hjá Farúlfum
varð ég sveitarforingi yfir
Frumbyggjasveitinni og
tjaldbúðarstjóri á Botnsdalsmóti. Ég
stundaði reyndar líka fótbolta, en
skátastarf var samt aðalhobbíið. Í þá
daga hétu allar dróttskátasveitir eftir
stjörnumerkjum og höfðu sína eigin
inntökusiði, svo ég gekk í drótt-
skátasveitina Óríon. Svo fór ég í
nám í Reykjavík og þá minnkaði
starfið hjá mér.
Hættirðu þá alveg í skátastarfi?
Nei, alls ekki. Ég var ráðinn hjá
skátunum árið 1973, 23 ára gamall,
sem erindreki og framkvæmdastjóri
til tveggja ára. Starf mitt fólst meðal
annars í því að stofna skátafélög og
stjórna sveitarforingjanámskeiðum.
Það er mér sérstaklega minnistætt
þegar við vorum með flokks-
foringjanámskeið á Egilsstöðum og
heimamenn settu upp svo svæsinn
næturleik að við sátum uppi með
heilt námskeið í áfalli. Það tók
okkur marga tíma að vinna úr þessu,
en það var áhugavert að sjá að
óvæntasta fólk tók frumkvæði í
þessum aðstæðum. Allt kennir þetta
manni og ég myndi líklegast ekki
gera þetta aftur í dag.
Eru einhver atvik í skátastarfi
sem eru þér sérstaklega
minnistæð?
Það er erfitt að gera upp á milli
minninganna, þær eru svo margar.
Ég átti einsakar stundir á
sveitarforingjanámskeiði í Saltvík og
svo má ekki gleyma Nordjamb 1975,
en þar unnum við stórfengleg
verkefni í bullandi hitanum.
Skátahreyfingin hefur nefnilega gefið
mér mikið sem alþjóðahreyfing. Það
að sækja skátamót
og ráðstefnur á
alþjóðavettvangi
opnaði augu mín
fyrir því að raun
væri þetta ein stór
alheims- og
friðarhreyfing með
einstaklega góð
gildi.
Hvernig hefur
skátastarf nýst
þér í þínu
daglega lífi?
Skátastarfið nýttist
mér heldur betur í
kennaranáminu. Ég fór svo í eins
konar tómstundarfræðinám í
Danmörku eftir Kennaraháskólann,
að miklu leyti einmitt af því að ég
hafði haft svo gaman af skátastarfi.
Ég hef tileinkað mér margt í
skátastarfi; að stýra hópi, taka
ábyrgð, eiga samskipti við fólk og
bregðast við ákveðnum aðstæðum.
Skátastarf hefur líka haft
áhrif á stjórn-
málaferil minn, því
í grunninn er þetta
allt það sama; að
treysta öðrum, nýta
sér hópa og treysta
því að fólk vinni
þau verkefni sem
maður felur þeim,
enda gerir maður
minnst af þessu
sjálfur. Þetta snýst
um að búa til gott
starfsumhverfi,
hvetja menn áfram
og nýta hugmynda-
flugið í að takast á
við vandamál á nýstárlegan hátt.
Svo hef ég nýtt þessa reynslu í
starfi mínu sem velferðarráðherra.
Þar þarf maður að geta hlustað og
tekið ákvarðanir.
Grunndvallarhugsjón skátastarfs
fellur líka vel að starfinu; allir eiga að
vera jafnir, við flokkum ekki fólk
eftir litarhætti eða hvaðan það
kemur. Fólk er fólk, á sér hæfileika
og við þurfum að hjálpa því að nýta
það sem það kann og getur.
Af hverju telur þú að skátastarf
sé enn við lýði, rúmum 100
árum eftir stofnun
hreyfingarinnar?
Vinsældir skátastarfs ganga vissulega
í bylgjum en skátahreyfingin er með
ákveðna sérstöðu, því hún fyllir alltaf
ákveðið „tómarúm“. Hún gegnir
skyldum og á sér hlutverk í
samfélaginu sem er mikilvægt.
Þessar skyldur hafa breyst í gegnum
árin en margt af því sem við höfum
barist fyrir er orðin almannaeign í
dag, svo sem skyndihjálp og að læra
að bjarga sér í náttúrunni. En þá
finna skátarnir einfaldlega ný
verkefni til að einbeita sér að og
virkja samfélagið.
Sat uppi með heilt námskeið í áfalli
kennari, tómstundafræðingur og stjórnamálamaður. guðbjarti hannessyni er ýmislegt
til lista lagt. ferill hans skartar ekki aðeins skólastjóra- og ráðherratitli, heldur hefur
hann líka gegnt hinum ýmsu ábyrgðastöðum innan skátahreyfingarinnar.
skátastarf
hefur líka haft áhrif á
stjórnmálaferil minn,
því í grunninn er þetta
allt það sama; að
treysta öðrum, nýta sér
hópa og treysta því að
fólk vinni þau verkefni
sem maður felur þeim.
GUÐbJARTUR HANNESSON - VELFERÐARRÁÐHERRA
Regnið smellur á glæru
plastþakinu á Garðatorgi, þar sem
Bjargey rekur litla vinnustofu sem
er full af undarlegum en dásamlega
fallegum munum; -Allt frá hágæða
heilsuvörum, til kræklóttra kvikinda
úr vír og búsáhöldum.
Hvað hvatti þig til að ganga til
liðs við skátahreyfinguna sem
barn?
Foreldrar mínir hvöttu mig til þess.
Ég var feimin sem barn en naut mín
í skátastarfinu við að gera það sem ég
hafði áhuga á og fékk viðurkenningu
fyrir það. Ég varð fljótt foringi og
þar fékk ég útrás fyrir
sköpunarþörfina; að skapa góða
stemningu á kvöldvökum, búa til
ævintýralega útileiki og þróa verkefni
sem voru gefandi og skemmtileg og
til þess fallin að efla hópinn.
Af hverju heldurðu að fólk taki
að sér foringjastöður í skáta-
hreyfingunni?
Ég held að fólk almennt þrái að hafa
áhrif á umhverfi sitt, sjá til þess að
fólki líði vel, fái notið sín sem
manneskjur og fái tækifæri til að
þroskast með öðrum. Við erum
saman í þessu þroskaferli og það er
bæði ánægjulegt og gefandi.
Hvað þykir þér skátastarf hafa
gefið þér?
Skátastarf hefur gefið mér ótrúleg
tækifæri. Ég hef alltaf verið mikið
náttúrubarn og nýt þess að vera úti í
náttúrunni. Útilegur og ferðalög um
hálendi Íslands bæði að sumri og
vetri eru ævintýri sem seint gleymast.
Þegar ég var tvítug tók ég þátt í
tveggja daga samkeppni þar sem
reyndi á hæfileikann til að bjarga sér
í náttúrunni og vinna með fólki.
Verðlaunin voru að fá að taka þátt í
Operation Drake leiðangrinum sem
var alþjóðlegt verkefni fyrir ungt
fólk. Þannig komst ég í þriggja
mánaða leiðangur til Keníu, þar sem
við þurftum að bjarga okkur sjálf,
búa í tjaldi og vinna ýmis
rannsóknar- og þjónustuverkefni.
Án bakgrunns í skátastarfi hefði ég
aldrei komist í Drake-leiðangurinn,
en það hafði mikil áhrif á mig sem
manneskju að taka þátt í því
ævintýri.
Hvað ertu að skapa og
framkvæma þessa dagana?
Í dag rek ég hönnunarfyrirtækið bara
og geri aðallega heilsu- og
stuðningsvörur fyrir fólk með
stoðkerfisvandamál í hálsi, herðum
og baki, auk hjálpartækja fyrir mikið
fatlaða einstaklinga. Svo bý ég til
ljós og ýmsa innanstokksmuni sem
oftar en ekki eru innblásnir af
íslenskri náttúru og menningu.
Heldurðu að skátastarf hafi
haft áhrif á það sem þú gerir í
dag?
Tvímælalaust! Í skátunum öðlaðist
ég sjálfstraust sem ég hef svo
sannarlega þurft á að halda í
frumkvöðlastarfi sem þessu. Sem
frumkvöðull er maður að skapa og
móta sitt eigið fyrirtæki og þróa og
finna lausnir. Í slíku starfi þarf
maður að hafa kjark og þegar á móti
blæs er alltaf gott að geta hugsað til
baka í aðstæður úr skátastarfinu sem
manni fundust vera fjandi erfiðar en
maður græjaði samt. Það býr með
manni að maður gafst ekki upp og
hafði endalausa þrautseigju.
Sækirðu innblástur í
skátastarfið?
Í skátastarfi er rík áhersla á að hjálpa
öðrum og það er einn af
lykilþáttunum í minni hönnun að
gera vörur sem bæta heilsu og líðan
fólks. Það er ekkert betra en að sjá
og heyra að það sem maður gerir sé
öðrum til góðs. Þannig eflist hið
góða.
Hvað gerir skátastarf svona
einstakt?
Grunnstefið í skátagildunum er að
stefna að því að verða betri
manneskja og bera virðingu fyrir
fólki hvaðan og hvernig sem það er.
Umgengni og virðing fyrir
náttúrunni skiptir líka miklu máli og
allt lærist þetta í skemmtilegum leik
og í starfi með öðrum. Í skátunum
er ekki spurningin að vera bestur
heldur gera sitt besta.
Lifirðu sjálf eftir gildunum í
skátastarfi?
Ég reyni það eftir fremsta megni.
Það eru góð heilræði í skátagildunum
og líka í mörgum skátasöngvum.
Stundum þegar ég er ein og mjög
stressuð og þarf að peppa mig upp í
að brosa, anda rólega og hugsa
jákvætt, þá syng ég einhvern af
skátasöngvunum hans Tryggva
Þorsteins og svei mér þá, -það bara
virkar!
Öðlaðist sjálfstraust í skátastarfinu
bjargey ingólfsdóttir er iðjuþjálfi, listakona og hönnuður. hún býr til gagnlega og
skemmtilega hluti úr ótrúlegasta efniviði. hin hugmyndaríka bjargey býr ásamt
fjölskyldu sinni í garðabænum auk þess sem hún rekur þar vinnustofu og gallerí.
...þegar á móti
blæs er alltaf gott
að geta hugsað til
baka í aðstæður úr
skátastarfinu sem
manni fundust vera
fjandi erfiðar en maður
græjaði samt.
bJARGEy INGÓLFSdÓTTIR - LISTAMAÐUR