Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 61

Fréttatíminn - 23.11.2012, Side 61
Eitthvað svo að sunnan É Ég er í veiðiklúbbi. Hann er ekki stór, telur fjóra menn á fertugs- og fimmtugsaldri. Flestir frekar grænir bak við eyrun í veiðinni. Við höfum haft af því gaman að henda veiðigír í skottið á sæmilega skóuðum bíl og halda af stað. Þetta rjúpnaveiði- tímabilið var hins vegar ákveðið að fljúga, enda fer tímabilinu senn að ljúka. Bara ein helgi eftir og ekk- ert mátti klikka ef ná átti í jólamatinn. Veiðilendurnar eru í afskekktum dal norður í landi og veiðin gekk svona og svona. Enginn týndist alvarlega enda kannski erfitt að týnast í dal þótt auð- vitað leynist hættur hér og þar í giljum og skorn- ingum. Svo átti að halda heim sömu leið og við komum, svona eins og gengur. Nú skal það tekið fram að við erum allir suðvestanmenn. Eigum heima í höfuð- staðnum þar sem vont veður þýðir ekki að ófært verður í búð eða bíó. Nei, það þýðir að það þarf snjó- dekk til að fara í Bónus – í mesta lagi. Á meðan veiðidótinu var pakkað í töskur hætti bóndanum, gestgjafa okkar, að lítast á blikuna. Það var byrjað að snjóa og draga í skafla. Sérstaklega var hann hugsi eftir að búið var að festa veiðibílinn tvisvar í sjálfri heimtröðinni. Mörgum símtölum seinna og athugunum á færð var þó ákveðið að prófa. Við þóttumst vita að ef við slyppum út úr dalnum væri restin barnaleikur. Flestir legðu sjálfsagt æði mikið á sig til að losna við gesti eins og okkur fjórmenningana. Eftir að veðrinu slotaði lítillega og haft hafði verið samband við menn á stórum vinnutækjum, svona ef allt færi á versta veg, komum við okkur fyrir í jeppanum hjá bónda og hann settist undir stýri. Um leið og út fyrir heimtröðina var komið sást að við vorum ekki á Rauðarárstígnum. Klofdjúpir skaflar mættu okkur strax. Á meðan okkar maður straujaði öruggur í gegn héldumst við farþegarnir í hendur með samanbitna munna. Að svona skaflar geti mynd- ast á örskammri stundu sýnir, svo ekki verður um villst, að það er ekki sama hvar fólk býr. Svona upp á þessar helstu samgöngur. Eftir hetjulega baráttu við skaflana og margar ferðir út að ýta, bæði aftur á bak og áfram, sat jeppinn pikkfastur. Þar sem við sátum inni í bílnum, klæddir í kaupstaðarfötin, tók bóndi upp símann. Það er sem betur fer nýtilkomið farsímasamband í dalnum. Á hinum enda línunnar var bóndinn sem á stærstu dráttarvélina í sveitinni. Hann sættist á að koma og kippa í okkur. Það var fagnað þegar sást í ljósin á ferlíkinu enda farið að styttast í flugið. Þegar dráttarvélinni var snúið fölnuðum við sunnanmenn þó í framan. Okkur varð ljóst að þarna var ekki kominn björg- unarsveitarbíll heldur vinnutæki því aftan á vélinni blöstu við þrjú risavaxin spjót, ekki ósvipuð þeim sem Ásdís okkar Hjálms- dóttir brúkaði á ólympíuleikunum. Titrandi röddu spurðum við bónda til hvurs í ósköp- unum þessi óskapnaður væri eiginlega nýttur. Svarið kom um hæl. Spjótin eru notuð til að ná í heyrúllur. Ekki flókið, svo sem, en svo benti hann okkur á að þessir títuprjónar væru nú ekki mikið. Ja, ekki miðað við nokkurra metra langa, flug- beitta sveðjuna sem hékk þar fyrir ofan. Það var dimmt í bílnum en ég er nokkuð viss um að bónda var skemmt þegar það heyrðust fjögur „gúlp!“ í far- þegarýminu. Aftan í ferlíkinu héngum við, svona rétt eins og dósir aftan í brúð- hjónabíl þá kílómetra sem eftir voru út úr dalnum. Það var ærandi þögn í bílnum sem bóndinn okkar rauf með því að lýsa staðháttum í sveitinni, svona eins og þetta væri venjulegur sunnudags- rúntur en ekki æsilegasta ferð okkar til þessa – sem bara vildi til að var á sunnudegi. Þessi nýi, besti vinur okkar skilaði okkur af sér og þegar við keyrðum í burtu sá ég hvar ungviði vinkaði okk- ur úr farþegarými ferlíkisins, vingjarn- lega en þó með vott af vorkunn í garð þeirra sem voru svona einfaldir og eitt- hvað svo að sunnan. Á tiltölulega auð- um veginum að flug- vellinum gafst þó tími til að hugsa. Um allt það fólk sem kemst ekki leiðar sinnar vegna slæmra samgangna hér á landi. Gott ef sýn mín á vega- og jarðganga- framkvæmdum utan höfuðborgarinnar víkkaði ekki örlítið. En hún var þröng, eins og vill verða hjá okkur hérna Faxaflóamegin. En sýn mín á veiðistjórnunarkerfi umhverfis- ráðherra víkkaði hins vegar ekki. Það hlýtur að vera skynsamlegri leið til að stjórna veiðum en þetta fjögurra helga kerfi. Það, ásamt sölubanninu, er sjálfsagt ágætis veiðistjórnunar- kerfi – en kannski ekki alveg jafn gott veiðimannastjórnunarkerfi. Það ana nefnilega vitleysingar eins og við út í alls konar veður þegar betur hefði heima setið. Það eiga ekki allir reynda norðlenska bændur að til að koma þeim út úr ógöngunum. Það hlýtur að finnast á þessu skynsam- legri lausn. Eftir nokkur örvæntingarfull símtöl á leiðinni á flugvöllinn feng- um við þær góðu fréttir að flugvélin og farþegarnir biðu okkar á brautinni. Eftir mikið stress, og full djarfa ákvörðun að halda af stað – og með aðstoð góðra karla og kvenna – komumst við allir heim. Ja, nema bjargvætturinn, bóndinn, gestgjafi okkar. Hann varð að fá inni á gistiheimili því það var náttúrlega ekkert vit í að þvælast úti í þessu veðri og þessari færð. Te ik ni ng /H ar i 20% kynningarafsláttur á hreindýra, gæsa og sveitapaté á föstudag og laugardag Trippafillet Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Helgin 23.-25. nóvember 2012 viðhorf 37

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.