Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 84

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 84
Karlakór Grafarvogs Þannig að ef mér reiknast rétt til má segja að ég hafi skrifað tvö og hálft orð á mánuði.  Kórsöngur Íris Erlingsdóttir stjórnar Tveggja kóra tónleikar á Hvolsvelli Tónleikar tveggja karlakóra verða haldnir í Hvoli á Hvols- velli í kvöld, föstudag, klukkan 20.30 en þar munu syngja Karlakór Grafarvogs og Karlakór Rangæinga. Kórarnir eru báðir undir stjórn Írisar Erlingsdóttur sem jafnframt er stofnandi Karlakórs Grafar- vogs. Íris er fyrsta konan hér á landi sem stofnar karlakór að eigin frumkvæði. Karlakór Grafarvogs er gestur Karlakórs Rangæinga á tónleikunum, þar sem fjölbreytt dagskrá verður flutt og syngja kórarnir margar þekktar inn- lendar og erlendar söngperlur. Kórarnir munu syngja megin- hluta efnisskrárinnar hvor um sig, en þeir munu einnig taka lagið sameiginlega undir stjórn Írisar. Meðal laga á dagskránni verða íslensk lög eftir tónskáld- in Gunnar Þórðarson, Inga T. Lárusson, Jón Nordal og Sigfús Halldórsson. Af erlendum upp- runa má nefna afrísk, amer- ísk, ensk, skosk og rússnesk þjóðlög auk söngleikjalaga og ýmissa þekktra slagara. Píanóleikari á tónleikunum Arnbjörg Arnardóttir. Hún hlaut nýlega styrk til fram- haldsnáms erlendis úr minning- arsjóði Birgis Einarssonar apó- tekara. Auk Arnbjargar munu félagar í Karlakór Rangæinga leika með á gítar í einu laganna á tónleikunum. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn.  BæKur FrændsystKin gEFa út BarnaBóK Flóðhestur leitar að rassinum á sér F rændsystkinin Salbjörg Rita Jónsdóttir og Kristján Hjálmarsson blaðamaður hafa sent frá sér barnabókina Flóðhesturinn sem vildi sjá rassinn á sér. Kristján skrifar söguna en Salbjörg mynd- skreytir bókina en eins og nafnið kannski bendir til þá fjallar hún um sjálfhverfan flóðhest sem eyðir dögunum í að dást að sjálfum sér en leiðist að geta ekki séð afturenda sinn. „Hugmyndin kviknaði hjá mér þegar konan mín gekk með son okkar,“ segir Kristján. „Þá vorum við eitthvað að gantast með hversu stór og mikil hún væri orðin og þetta flóðhestanafn kom upp í gríni. Við héldum þessum leik áfram og einhvern tíma teiknaði ég mynd af flóðhesti. Ég er lélegur teiknari þannig að þetta kom svolítið út eins og flóðhesturinn væri að horfa aftur fyrir sig og reyna að kíkja á rassinn á sér. Og þaðan er hug- myndin komin.“ Kristján segir hugmyndina vera ellefu ára gamla. „Þannig að ef mér reiknast rétt til má segja að ég hafi skrifað tvö og hálft orð á mánuði. Þannig að hvert orð er vandlega valið.“ Hreyfing komst á gerð bókarinnar þegar Kristján fékk Salbjörgu, frænku sína, til þess að myndskreyta söguna. „Ég var mjög ánægður með þessar glæsilegu myndir hennar og þegar önnur frænka okkar, Ólöf María, kom að þessu, með verkvit, þá var bókin tilbúin til útgáfu á tveimur mánuðum. Þannig að það sem hafði tekið tíu ár kláraðist á tveimur mánuðum eftir að hún kom í þetta.“ Frændsystkinin stofnuðu lítið félag, Vörðustígsútgáfuna, utan um bókina en nafnið vísar til þess sem Kristján kallar ættaróðal- ið, heimilis ömmu þeirra og afa í Hafn- arfirði. „Og ef þetta gengur vel er aldrei að vita nema það verði eitthvert framhald á útgáfunni.“ Kristján Hjálmarsson ætlaði að gera bókina um flóðhestinn sem vildi sjá rassinn á sér til þess að gleðja börnin sín. „En þau eru nú kannski orðin of gömul fyrir bókina sem er hugsuð fyrir yngstu lesendurna.“ Ljósmynd/Hari Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold 1992–2012 mánudaginn 26. nóvember, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S. Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Þórarinn Þórarinsson toti@centrum.is MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SVARTIR SUNNUDAGAR: Kl. 20 sunnudag. Aðeins þessi eina sýning. 60 menning Helgin 23.-25. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.