Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 92

Fréttatíminn - 23.11.2012, Síða 92
 Í takt við tÍmann Sunneva SverriSdóttir Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er að ég held mjög eðlilegur háskólastíll. Ég geng oftast í gallabuxum, Converse-skóm og skyrtu eða peysu við það. Svo er ég að taka fram Timberland-skóna og 66 gráður norður úlpuna fyrst það er kominn vetur. Ég kaupi oftast föt í Topshop, Monki og H&M, ég versla eiginlega aldrei á Íslandi. Svo er ég eiginlega alltaf með perlueyrna- lokka sem ég fékk frá mömmu minni. Hugbúnaður Ég bý í 101 þannig að ég fer rosa mikið á kaffihús. Ég fer helst á Súfistann í Máli og menningu, mér finnst æðislegt að fá mér kaffi og lesa blöðin eða taka með mér tölvuna. Svo fer ég mikið í sund í Neslaug- inni, sérstaklega á sumr- in. Ég er þekkt fyrir það að verða aðeins of brún á sumrin, enda geri ég fátt annað en að fara þangað. Ég fer mikið á djammið enda bý ég niðri í bæ og er á háskólaaldri. Ég fer helst á b5 og Fak- torý. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru 60 Minutes og Modern Family og svo var ég að byrja að fylgjast með Homeland, þeir eru frekar skemmtilegir. Ég fer líka mjög mikið í bíó, örugglega einu sinni í viku. Ég fer bæði á nýjustu myndirnar og í Bíó Paradís en ég er með kort þar. Svo fylgist ég dálítið með enska boltanum og held með Manchester United. Það er frá mömmu og pabba komið, það var búið að setja mig í búninginn áður en ég vissi hvað Manchester United væri. Vélbúnaður Ég er með Macbook Pro, minnstu gerð- ina, og iPhone. Ég held að ég gæti ekki verið án iPhone-sins, maður verður ger- samlega háður honum þegar maður hefur prófað hann. Ég nota Instagram sem er mjög skemmtilegt en uppáhaldsappið mitt er Sound Hound sem þekkir lög sem maður heyrir í útvarpinu. Ég nota Facebook en held ég hafi ekki sett inn status í meira en hálft ár. Facebook er fínt til að fylgjast með vinum og spjallið er sniðugt og þetta er náttúrlega drullu- sniðugt auglýsingatól ef út í það er farið. Ég er lítið fyrir tölvuleiki en spila þó Tetr- is Battle og er ógeðslega góð í honum. Aukabúnaður Ég elska að vera á bíl og keyri um á Volkswagen Bjöllu. Ég fer stundum út að borða og skemmtilegast er að fara á Grillmarkaðinn en það er bara við sérstök tilefni. Ég fer oftar á Vegamót því þar er fínn matur á viðráðanlegu verði. Þegar ég fer á bari panta ég mér oftast Sommersby og er rosa sátt við að hann sé kominn á krana. Stærsta áhugamál mitt er að fara á snjóbretti og eftir stúdentsprófið tók ég mér árshlé og fór til Austurríkis til að kenna á snjóbretti. Ég hef alltaf ferðast mikið, hef búið í fjórum löndum og heimsótt margar heimsálfur. Uppáhalds staðurinn minn er Jamaíka, bæði kúltúr- inn og náttúran eru ótrúlega heillandi. Snilldarstaður. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „MÖGNUÐ ÖRLAGASAGA“ „Konur mu nu tala um ha na og gráta yfir h enni.“ MARGRÉT J ÓNSDÓTTI R NJARÐVÍK Ljósmóðirin á Eyrarbakka stóð uppi í hárinu á yfirvöldum um aldamótin 1900. Hún upplifði óendanlega gleði – en skuggi dauðans var aldrei langt undan. Tvívegis fann hún ástina og tvívegis glataði hún henni. Heillandi saga um horfna tíma, saga fátækrar alþýðukonu sem vildi fá að vera höfundur eigin lífs! „Hrífandi bók. Mögnuð örlagasaga sem ég drakk í mig.“ Sirrý - Rás 2 EYRÚN INGADÓTTIR Sunneva Sverrisdóttir er dugleg að fara á kaffihús og skemmti- staði, enda býr hún í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Hari Fékk fótboltaáhuga í vöggugjöf Sunneva Sverrisdóttir er tvítugur nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hún er annar stjórnenda þáttarins Tveir + sex sem sýndur verður á Popptíví á næstunni. Sunneva elskar snjóbretti og ferðalög og heldur með Manchester United. Tónlistarútgáfa á Íslandi hefur breyst talsvert undanfarin miss- eri og nú er svo komið að margir listamenn af yngri kynslóðinni leggja mikið upp úr útgáfu á vínyl. Á morgun, laugardaginn 24. nóvember, verður þessum menn- ingargeira gert hátt undir höfði á Kex Hosteli með stórum íslensk- um vínylmarkaði. Markaðurinn stendur frá klukkan 13 til 17 og verður hægt að kynna sér og kaupa vínylplötur hjá eftirfarandi listamönnum og hljómsveitum: Snorri Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, múm, Ásgeir Trausti, Ólöf Arnalds, Sin Fang, Legend, The Heavy Experience, Prins- póló, Hjálmar, Sigurður Guð- mundsson og Memfismafían, Of Monsters and Men, For a Minor Reflection, Moses Hightower og Kira Kira. Þá munu nokkrir listamenn og hljómsveitir sömuleiðis troða upp. Meðal þeirra sem fram koma eru Borko, Ojba Rasta, Snorri Helgason, Tilbury, múm og Ólöf Arnalds.  tónliSt Spennandi markaður og tónleikar Krakkarnir í Retro Stefson gáfu út frábæra plötu á dögunum og verður hún til sölu á vínyl á Kex Hostel á laugardag. Ljósmynd/Hari Íslenskur vínyll kynntur á Kexi 68 dægurmál Helgin 23.-25. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.