Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 26

Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 26
Nýtt fyrirframgreitt kort Þú stjórnar með Fékortinu Það er auðvitað frábært að eyða peningum sem maður á ekki. En miklu skemmtilegra er að eiga fyrir því sem maður kaupir hverju sinni. Farðu á fekort.is, til að sækja um Fékortið, nýtt fyrirframgreitt greiðslukort fyrir skynsama í fjármálum. Það er sannkölluð ferð til fjár. Þ jófur brýst inn til þín og stel-u r t ö l v u n n i þinni. Þú sérð hann og veist hver hann er en ógjörningur reynist að sanna brot hans því of langur tími leið frá því hann framdi brotið þar til hann var dreginn til ábyrgðar. En brot hans er jafn alvarlegt þrátt fyrir það í þínum aug- um. Þú veist hver hann er og þú veist að hann er þjófur. Hann veit að hann er þjófur. Hann ER þjófur hvort sem hann var sakfelldur af réttarkerfinu eður ei. Maður brýtur á konu kynferð- islega, ógjörningur er að sanna brot hans af ýmsum ástæðum, orð standa gegn orði eða brot hans reynast fyrnd samkvæmt réttarkerfinu þegar þau koma inn á borð lögreglunnar. Konan veit hver hann er og hvað hann gerði. Maðurinn veit hvað hann gerði. Hann ER kynferðisbrotamaður hvort sem hann var sakfellur af réttarkerfinu eður ei. Um málin er fjallað í fjölmiðlum. Enginn efast um sök þjófsins en öðru máli gegnir um kynferðis- brotamanninn. Svo öfugsnúið sem það er njóta gerendur kyn- ferðisbrota meiri vafa en aðrir brotamenn, sbr. hin algenga orða- notkun: „meintur gerandi“. Hve oft er ekki vöngum velt yfir því hvernig unga stúlkan var klædd þegar brotið var á henni, hvort hún var drukkin, hvort hún var ein eða hvort hún hafði daðrað við kynferðisbrotamanninn. Ef hún gerðist „sek“ um eitthvert þess- ara atriða hlaut hún að bjóða upp á nauðgun. „Bjóða upp á nauðg- un“! Það er vissulega öfugsnúin orðræða. Ef maður sefur við opinn glugga og ekkert þjófavarnarkerfi er í húsinu hlýtur viðkomandi að sama skapi að „bjóða upp á innbrot“, eða hvað? Enginn „býður upp á“ að á honum sé brotið. Stúlka sem gengur léttklædd um bæinn síðla kvölds með áfengi í blóði á sama rétt á friðhelgi og sá sem sefur við opinn glugga í húsi án þjófavarnarkerfis. Það eru sjálfsögð mann- réttindi að fá að vera látinn í friði, hvort sem um líkama eða heimili er að ræða. Sá sem framkvæmir brotið, þjófur eða kynferðisbrota- maður, ber einn ábyrgð á gjörðum sínum. Hann EINN ber sökina. „Meintur gerandi“ kynferðis- brota Nú má velta fyrir sér hvers vegna umburðarlyndi fólks gagnvart kynferðisbrotamönnum er meira en gagnvart þjófum. Hvers vegna er kynferðisbrotamaður „meint- ur“ en þjófur er þjófur? Hvers vegna er oft leitað skýringa þeg- ar kynferðisbrotamaður brýtur á barni sínu, konu eða öðrum ná- komnum? „Hann var undir álagi“. „Hann var drukkinn“. „Hann átti erfiða æsku“. Því miður eru slíkar vangaveltur allt of algengar. Hvað veldur? Er það samúð með ger- anda eða erum við meðvirk með kynferðisbrotamönnum? Í augum þolenda er hins vegar, ekkert til sem heitir „meintur“ gerandi, að- eins gerandi. Í viðjum meðvirkni Sem dregur mig að kjarna máls míns. Sjö konur komu fram og sögðu sögur sínar af ofbeldis- og kynferðisbrotum manns sem mis- notaði stöðu sína sem trúarleið- togi. Brotin voru ekki einungis alvarleg í ljósi aðstæðna þar sem trúnaðartraust var misnotað gróf- lega, heldur voru sumir þolendur hans börn að aldri (13 og 14 ára). Maðurinn var ekki sakfelldur (ákærður) fyrir brot sín á þeim forsendum einum að brotin voru fyrnd samkvæmt lagaramma rétt- arkerfisins. Líkt og þjófurinn sem braust inn til þín þá braut þessi maður á konunum. Sekt hans er engu minni hvort sem hann var fundinn sekur eður ei. Það vita konurnar og það veit hann. Ekki má gleymast að fyrning kynferð- isbrota er ekki það sama og sak- leysi. Það sem veldur áhyggjum er sú staðreynd að fjölmiðlar þessa lands veita manni sem braut á ungum stúlkum jákvæða athygli og áheyrn líkt og hefðu brotin aldrei átt sér stað og málið aldrei komið fram. Maður þessi kom fram í fjórum fjölmiðlum í sept- ember (í útvarpi 12. og 29. sept. og í blöðum 14. og 20. sept.) þar sem ýmist voru tekin við hann viðtöl eða fjallað um hann á jákvæðan hátt. Nú má velta fyrir sér hvort viðhorfið „saklaus uns sekt er sönnuð“ hafi verið haft að leiðar- ljósi hjá gestgjöfum þáttanna og blaðamönnum eða hvort við sjáum hér dæmi um samkennd með kyn- ferðisbrotamönnum. Í hugum þol- endanna ER sekt hans sönnuð. Hún var sönnuð þegar hann braut á konunum þegar þær flestar voru kornungar. Sýnum kjark og höfnum slíkri samkennd Ég hvet fjölmiðla og landsmenn alla til að standa saman og hætta samkennd með gerendum kyn- ferðisbrota. Það þarf meiri kjark til að taka afstöðu með þolendum en að taka enga afstöðu. Sýnum kjark! Með jákvæðri athygli og umfjöllun um kynferðisbrotamenn erum við að senda þau skilaboð til barna okkar að kynferðisbrot séu léttvægari en önnur brot, þvert gegn betri vitund. É g vil taka undir greinina sem Ólöf Dóra Bar- tels Jónsdóttir skrifar og birtist í dag í Frétta- tímanum um meðvirkni með fólki sem beitir of- beldi. Þar er hún meðal annars að vísa í mál þar sem fjöldi kvenna kom fram opinberlega og sagði frá kynferðislegu ofbeldi/áreitni sem einn maður beitti. Málum þessara sjö kvenna var vísað frá vegna fyrn- ingar og því ekki hægt að aðhafast meira innan réttarkerfisins. Sönn- unarbyrðin er þung í ofbeldismálum og því miður mjög oft sem réttvísin nær ekki fram að ganga. Það táknar að sjálfsögðu ekki að brotin hafi ekki verið framin. Þó að ekki sé hægt að aðhafast innan réttarkerfisins þá er ýmislegt sem hægt er að gera til þess að taka afstöðu með þolendum og sýna að við samþykkjum ekki ofbeldi. Þessi mál eru erfið fyrir alla þegar þau koma upp en viðbrögðin mega ekki vera þau að við látum eins og ekkert hafi gerst. Það er ekki nóg að hugsa um að ofbeldi sé rangt, við þurfum að sýna að við meinum það. Þetta krefst hugrekkis. Að bregðast engan veginn við og halda áfram að umgangast ger- andann eins og ekkert hafi í skorist er að taka afstöðu með geranda en ekki með þolanda. Þannig hegðun er í raun liður í því að reyna þagga niður í þolandanum sem hefur sýnt mikið hugrekki með því að segja frá. Þannig hegðun sýnir að fólk lætur sér þjáningar þolandans í léttu rúmi liggja, mikilvægara sé að rugga ekki bátnum, að láta allt sýnast fínt á yfir- borðinu. Þegar manni, sem fjöldi kvenna veit að hefur beitt þær ofbeldi, er hampað í fjölmiðlum, er ekki verið að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi. Það er ekki verið að sýna þolendum virðingu. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og eru oft leiðandi í við- horfum margra. Er þetta í raun það viðhorf sem við erum sátt við? Eru þetta skilaboð sem við erum sátt við að þolendur fái, börn sem fullorðnir? Málin eru misjöfn og stundum á „saklaus uns sekt er sönnuð“ við. En við getum ekki leyft okkur það hugs- unarleysi að ríghalda í þessa yfirlýsingu eins og heilagan sannleika og líta þannig á að ef fólk fæst ekki sakfellt í réttarkerfinu þá sé það dagsatt og án undan- tekninga að manneskj- an sé saklaus. Ég ætla ekki að fara agnúast út í réttarkerfið hér, ég veit að það er oft erfitt að sanna að ofbeldi hafi átt sér stað, sérstaklega í kynferðisbrota- málum og ég tel að stöðugt sé verið að leita leiða til að bæta réttarkerfið okkar og er það gott. En höfum í huga að á hverju ári leita mörg hundruð manns til sam- taka eins og Drekaslóðar, Aflsins á Akureyri, Kvennaathvarfsins og Stígamóta en aðeins er sakfellt í fáum ofbeldismálum. Við þurfum að hafa í huga að það er mjög mikið misræmi á raunverulega frömdu of- beldi og þeim fjölda mála sem sak- fellt er í. Þolendur í þeim málum sem ekki er sakfellt í líður ekkert öðru- vísi en hinum og eru ekkert „síðri þolendur“. Að heyra það stöðugt að allir séu saklausir uns sekt sé sönnuð getur orðið eins og vopn til að þagga nið- ur í þolendum. Tökum ekki þátt í þessu. Einstaklingar, samtök, vinnu- staðir, trúarsöfnuðir, fjölmiðlar, fagfólk og auðvitað heimili geta lagt sig fram um að taka afstöðu gegn ofbeldi með því einu að neita að láta eins og ekkert sé. Við þurfum að vera óhrædd við að taka á málunum og taka afstöðu með þolandanum gegn ofbeldinu. Eða viljum við í raun hafa ofbeldisfólk í okkar röðum án þess að gera nokkuð í málinu? Kom- um þeim skilaboðum til gerenda og þolenda að ofbeldi sé ekki liðið og það verði ekki litið framhjá því. Hættum að brosa falskt og láta með- virkni ráða hegðun okkar. Þolendur ofbeldis eiga betra skilið. Þjófurinn og kynferðisbrotamaðurinn Samkennd með gerendum kynferðisbrota Meðvirkni með fólki sem beitir ofbeldi Saklaus uns sekt er sönnuð? Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir stofnerfðafræðingur. Thelma Ásdísardóttir, starfsmaður Dreka­ slóðar. 26 viðhorf Helgin 9.-11. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.