Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 30
KJÖTbúðin.is Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - kjotbudin@kjotbudin.is hvað hafi valdið þá segir hann að enginn hafi þrýst á hann heldur hafi þetta bara verið lífsstíll. Hann var fimleikastrákur og æfði alla daga. „Þetta var það sem þurfti til að geta verið góður í fimleikum,“ segir hann. Þú hefur aldrei valdið sjálfum þér vonbrigðum er það? „Jú, jú,“ hlær Gísli og maður trúir honum ekki. Venjulegt fólk ætlar að taka sig á í ræktinni, breyta mataræðinu, og nær aldrei alveg að klára dæmið. En ég held að það sé ekki vandamál með Gísla Örn Garðarsson. Hann gerir nákvæmlega það sem hann ætlar sér og gott betur. Reyndar reynir hann sjálfur að gera lítið úr því og segist ekki vakna á morgn- ana í dag og fara í líkamsrækt. Og hann vill meina að hann hafi ekkert alltaf hlakkað til að takast á við ískalt náttmyrkrið sex og sjö á morgnana á Íslandi um hávetur. Þegar hann var fimmtán og sextán og sautján og nítján og tuttugu en hann gerði það samt. Hann bar ekki út blöð fyrir peninga heldur klifraði í köðlum, tók 200 arm- beygjur, 300 magaæfingar og svo framvegis. „Þú verður að taka með í reikn- inginn hvað agi er góður,“ útskýrir Gísli. „Í fimleikum verðurðu háður aganum og þetta verður því engin kvöð.“ Er að leika í gamanmynd Þegar við Gísli hittumst í kaffi um daginn var létt yfir honum. Hann sagði skýringuna vera að hann væri „bara“ að leika í bíómynd þessa dagana (Ófeigur gengur aftur í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar – Ilmur Kristjánsdóttir og Laddi leika á móti honum: „Gamanmynd,“ segir Gísli). Að sögn Gísla er það bæði krefjandi og erfitt að leika í leikhúsi. Dag eftir dag. Kvöld eftir kvöld. Allan daginn fram að sýningu hangir hún yfir þér. Sama sýning og í gær. Þú verður að borða rétt yfir allan daginn, passa að þú hafir næga orku og það er alltaf þessi efi um að kannski sértu ekki í alveg nógu góðu formi. Þú mátt ekki fá þér hamborgara tveimur tímum fyrir sýningu. Þá fer þig langa í borgara. Og svo framvegis. Það togar samt alltaf í hann, leik- húsið, þótt þau í Vesturporti hafi þegar framleitt þrjár bíómyndir (Börn, Foreldra og Brim) og Gísli sjálfur leikið í stórmynd Disney. Hann er líka leikhúsmaður fram í fingurgóma og Gísla þykir vænt um áhorfandann. Þannig færði hann Rómeó og Júlíu Shakespeares aftur til fólksins á sínum tíma. Það var enginn spenntur fyrir að sjá enn eina uppsetninguna á Rómeó og Júlíu árið 2002 þegar Gísli og þau í Vesturporti frumsýndu nýja og skemmtilega nálgun á klassíkina. Og nú nýverið frumsýndi hann Hróa hött hjá Royal Shakespeare Company í London. Sú sýning er líklega á leið á Broadway. Þar hefur Gísli verið áður. Faust er líka á leið til New York og Hamskiptin eru eftirsótt um allan heim. Allt sýning- ar sem Gísli hefur sett upp og hafa slegið í gegn svo um munar. Hann afþakkaði þjóðleikhússtjórastöðu í Skotlandi á dögunum. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Þjóðleik- húsið í London hefur fengið hann til að þróa nýja sýningu í anda þess sem hann hefur verið að gera. Sú sýning verður unnin með einmitt Endo Walsh sem skrifaði fyrstu verkin sem Vesturport setti upp. Norska Þjóðleikhúsið hefur boðið honum fastráðningu sem leikari og leikstjóri. Og honum tekst að gera þetta allt og vera pabbi og eigin- maður og svo framvegis. „Reyndar er erfitt að eiga fjöl- skyldu og vera í leikhúsi í London. Og New York ef út í það er farið. Á West End og Broadway er vinnu- dagurinn frá níu á morgnana til tíu á kvöldin. Þegar ég mæti til dæmis til vinnu hjá Royal Shakespeare Company eru leikararnir meira að segja búnir að hita upp og eru tilbúnir strax um morguninn. Þetta er allt öðruvísi umhverfi.” Ætlaði ekki að verða leikari Gísli var í fimleikum, eins og fyrr segir, og hann ætlaði sér aldrei að verða leikari. Hann var svoldið týndur eftir MH og leitaði mikið að sjálfum sér. Ákvað í röðinni uppi í Háskóla Íslands að skrá sig í félagsfræði eins og pabbi hans. Hann hefur skrifað allar þessar félagsfræðibækur sem mennt- skælingar lesa. Gísli var í ár að lesa við HÍ og vann á elliheimilinu Grund á meðan. Svo fóru þeir Nilli, Jóhannes Níels Sigurðsson, saman til Danmerkur í fimleikaháskóla. Þá var planið að verða fimleika- þjálfari en fljótlega uppgötvaði Gísli að það var ekki fyrir hann. Svo hann endaði í Noregi í Há- skólanum í Osló að lesa vestur- evrópsk fræði og æfa með landsliði Noregs í fimleikum. Svo gerðist það að sambýlingur hans, sem var í lögfræði, skráir hann í leikfélag lögfræðinema. Í einhverju gríni ákveður Gísli að fara og taka þátt í uppfærslu með lögfræðinemunum og þar kviknar áhuginn. Hann leikur í tveim sýningum og setur svo sjálfur upp Rocky Horror söng- leikinn sem floppar algerlega. „Þarna er ég í raun að taka út menntaskólaárin. Er á kafi í félags- lífi og skemmti mér mikið,“ útskýr- ir Gísli sem snýr heim eftir Rocky Horror floppið. Hann ætlar að hasla sér völl í útgáfu á Íslandi. Stofnar fyrirtæki sem, eins og fyrr segir, hét Nótt og dagur og hann gaf út póstkort sem héngu á öllum börum bæjarins, frí póstkort fjármögnuð með auglýsingum. „Ég ætlaði líka að gefa út svona blað eins og er gefið út í Noregi og Danmörku og víðar en áður en ég veit af er ég kominn inn í Leik- listarskólann,“ segir Gísli að vonum ánægður með hvert þetta líf hefur leitt hann. Að lokum spyr ég hann hvort hann sé orðinn alveg brynjaður fyr- ir dómum. Af því að þótt Bastarðar hafi fengið frábæra dóma í Ríkis- sjónvarpinu og stórum norrænum dagblöðum þá var sýningin að fá jafn slæma útreið í DV og Rómeó og Júlía fékk í Mogganum á sínum tíma. „Nú er ég listamaður en ekki íþróttamaður. Ég er ekki í sam- keppni við neinn. Ég er ekki að kalla eftir samanburði við það sem aðrir eru að gera og ég ber meiri virðingu fyrir því sem ég tek þátt í en að hægt sé að hversdagsgera það með stjörnugjöf við hliðina á fréttum um Kim Kardashian. Þeir sem hafa þörf fyrir að gagnrýna eða rækta þórðargleðina í sjálfum sér verða að eiga þann lífsstíl við sjálfa sig. Sjálfur hef ég bara eitt markmið: Að halda áfram að skapa með gefandi fólki,“ segir Gísli. Ilmur Kristjánsdóttir og Gísli Örn fara með aðalhlutverkið í nýrri mynd, Ófeigur snýr aftur, sem Ágúst Guðmundsson og leikstýrir og stefnt er að frumsýningu um páska. 30 viðtal Helgin 9.-11. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.