Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 18
Er ótrúlega
stolt af
plötunni
P
latan og textarnir
eru mjög persónu-
legir. Það er kannski
vegna þess að ég vann
plötuna að mestu ein.
Um daginn var ég að hlusta á hana
og ég hugsaði, úps!, hún er kannski
aðeins of persónuleg. Ég legg soltið
mikið af sjálfri mér í hana. Ég er
eiginlega búin að taka þá ákvörðun
að það skiptir ekki endilega máli
hvað öðrum finnst. Ég er að gera
þetta að miklu leyti fyrir mína
ánægju og er ótrúlega stolt af sjálfri
mér. Maður er oft hræddur við að
segja að maður sé stoltur af sjálfum
sér. En ég er það núna,“ segir
tónlistarkonan Lovísa Elísabet
Sigrúnardóttir, eða Lay Low, sem
mun halda útgáfutónleika af sinni
fjórðu breiðskífu „Talking about the
weather“ í Fríkirkjunni í kvöld.
Lay Low byrjaði sinn tónlistar-
feril árið 2006 og hefur síðan farið
í óteljandi tónleikaferðir bæði til
Evrópu og Bandaríkjanna. Hún
segist hafa þroskast mikið á
þessum tíma. „Þetta er langt frá því
sem ég ímyndaði mér að ég myndi
gera. Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegt, ég er mjög lánsöm að
hafa fengið öll þessi tækifæri. Það
eru kannski ekki margir sem fá að
vinna draumavinnuna sína. Ég er
þakklát ef ég kemst upp með það en
það er ekki alltaf auðvelt. Ég rétt-
læti það með því að mér finnst þetta
svo gaman,“ segir Lovísa.
Ánægð með útkomuna
„Talking about the weather er
öðruvísi að því leyti að þetta er
fyrsta skiptið sem ég geri allt sjálf.
Ég hef alltaf verið að vinna með
mjög góðu fólki. En nú geri ég allt
sjálf nema að taka upp tromm-
urnar og þetta var mjög áhugavert
ferli,“ segir Lovísa. Hún segir að
ferlið hafi verið erfitt og skemmti-
legt á sama tíma. Það erfiðasta
hafi verið að hafa ekki önnur eyru
og geta rætt hlutina sem hafi
tekið mikið á í lokin. „Ég ákvað
að taka smá pásu og hlusta ekki á
efnið í nokkra daga. Ég var alveg
hætt að heyra hvað væri í gangi.
Svo kom ég aftur að þessu og þá
gerði ég breytingar. Þá fór ég í það
að hreinsa til og laga og er mjög
ánægð með útkomuna. Ég var svo-
lítið að sanna fyrir sjálfri mér að ég
gæti þetta svona sjálf. Mig grunaði
að ég gæti gert þetta en að gera
heila plötu og geta skilað henni frá
mér...., ég er smámunasöm, en það
tókst,“ segir Lovísa.
Lovísa segir að þessi plata marki
ákveðin tímamót eða ákveðið
uppgjör á sínum þroska og tón-
listarferli. „Ég var alltaf ótrúlega
stressuð áður en ég fór upp á svið
að syngja og var rosalega hlédræg.
Mér leið eins og tónlistin mín væri
ekki nógu góð og ég skildi ekki af
hverju fólk var að kaupa plöturnar
mínar. Það gekk svo vel í fyrstu
að það var sjokkerandi fyrir mig
og ég átti erfitt með að átta mig
á hvað væri að gerast. Ég er til
dæmis búin að læra að vera stolt af
því sem ég geri. Mér fannst stund-
um eins og að ég væri að bögga
fólk en núna er ég búin að læra að
skemmta mér og hafa gaman af því
að syngja,“ segir Lovísa.
„Þegar ég var að byrja í þessu
þá var ég mjög lokuð og var ekki
mikið að tjá mig um neitt. Núna á
ég auðveldara með það, það er búið
að þroska mig sem einstakling að
ferðast um heiminn og spila fyrir
ókunnuga,“ segir Lovísa.
Komin vel á fast
Lovísa er að fara að flytja í sveitina
aftur og hlakkar mikið til. „Við vor-
um að kaupa hús í Ölfusinu, ég og
sambýliskona mín. Þetta er gamalt
hús sem við ætlum að gera upp.
Við verðum með grímurnar að rífa
niður teppi næstu vikur og mán-
uði. Við erum búnar að vera saman
í um fjögur ár og það má segja að
við séum komnar vel á fast. Það
er mjög góður stuðningur að eiga
hana að, hún er svo sterk og flott
manneskja. Hún er búin að hjálpa
mér í þessu skrefi að reyna að
standa með sjálfri mér. Hún hvetur
mig áfram og það er rosalega gott
að eiga einhvern að,“ segir Lovísa.
Lovísu finnst gott að búa og
vinna að tónlist sinni í rólegu
umhverfi náttúrunnar. „Það er
eitthvað við að fara út í sveit. Þá
skipuleggur maður sig betur.
Það verður meira úr tímanum og
maður fer í öðruvísi ástand. Þegar
maður kemst upp úr þreytunni þá
fær maður endurnærða orku. Ég
hef oftast verið næturmanneskjan
en ég reyndi að hafa rútínu núna.
Það er svo þægilegt að fá sólarbirt-
una og vinna í rólegheitum,“ segir
Lovísa
Nýja breiðskífan heitir „Talking
about the weather“ og segir Lovísa
að veðráttan hafi sannarlega haft
áhrif á hugarástandið sem hafi
skilað sér að einhverju leyti í text-
ana hennar. „Þetta er hálfpartinn
einkahúmor hjá mér. Ég var komin
langleiðina með plötuna þegar ég
tók eftir því hvað ég var mikið að
tala um veðrið og mér fannst það
fyndið því að það var ekki með-
vitað. Veðrið hefur til dæmis bein
áhrif á eitt lag sem heitir „In the
dead of winter“ sem fjallar um að
vera staddur í miðjum vetri. Og þá
hafði verið mikill snjór og ófært
yfir heiðina,“ segir Lovísa.
Dýrmætt að halda tónleika
„Í kvöld verða útgáfutónleikar í
Fríkirkjunni. Ég hef alltaf haldið
útgáfutónleika þar. Fyrstu útgáfu-
tónleikarnir mínir voru skelfilegir.
Ég man eiginlega ekkert eftir því
kvöldi því að ég var svo stressuð, ég
var alveg ónýt. Þetta var hræðileg
lífsreynsla, ég skalf og titraði og
ég spurði sjálfa mig, af hverju er ég
að þessu? Næstu útgáfutónleikar
gengu betur en mér þótti samt
erfitt að koma fram. Núna er ég
loks farin að læra að njóta þess að
syngja og spila tónlist. Það er mjög
dýrmætt og gaman að halda tón-
leika og fólk kemur, það er ótrúlega
skemmtilegt. Það var stundum
auðveldara að spila fyrir fólk á tón-
leikum erlendis sem vissi ekkert
hver ég var,“ segir Lovísa.
„Stundum kemur fyrir að ég
myndi vilja slökkva á þeim takka að
vera svona í sviðsljósinu en á sama
tíma þá er ég þakklát að vera komin
á þennan stað. Það er ekkert öruggt
í þessum bransa og ég á örugglega
eftir að finna mér allskonar önnur
verkefni, ég vil ekki vera með of
mikið planað, maður veit aldrei
hvað gerist.“ Lovísa mun halda
tónleika á landsbyggðinni í nóvem-
ber og desember. „Það er gaman
að fara í tónleikaferðir um Ísland
þegar maður hefur verið svo mikið
erlendis. Núna er ég með tríó og
með mínímalíska útgáfu. Ég hugsa
að sjálfsögðu um hvort fólki eigi
eftir að líka vel við nýju lögin en ég
er mjög spennt,“ segir Lovísa.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Lay Low heldur sína fjórðu útgáfutónleika í Fríkirkjunni í kvöld en þessi plata „Talking about the
weather“ er ákveðið uppgjör við eigið óöryggi fortíðarinnar. Hún vann plötuna að mestu ein sem
gaf henni aukið sjálfstraust um eigin getu. Tónlistin er samin í rólegheitum sveitarinnar en þar
finnst tónlistarkonunni best að vinna.
Lay Low hlakkar til að halda
tónleika á landsbyggðinni á
næstu vikum og mánuðum.
Ljósmynd Hari
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir
félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 20. desember 2013..
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir,
ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og öldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja
lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhver. Æskilegt er að
myndir og lýsing á umhver fylgi einnig með.
Öllum tilboðum verður svarað.
VR óskar eftir orlofshúsum
18 viðtal Helgin 22.-24. nóvember 2013