Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 86
 RóbeRt Guðmundsson JólaskReytiR hús af kappi R óbert Guðmundsson hefur fengist við að jólaskreyta hús frá árinu 2007 og er að eigin sögn orðin býsna lunkinn og með gott auga fyrir því hvernig hægt er að láta ólík hús og garða njóta sín sem best á aðventunni. „Ég skreyti hús fyrir fólk með jólaljósum, bæði að utan og innan og er frekar öflugur þegar kemur að því að gera húsin falleg,“ segir Róbert sem er þegar byrjaður að skreyta og hefur vart undan í nóvember og desember. „Það er alltaf nóg að gera þessa tvo mán- uði.“ Hróður Róberts í þessum efnum hefur borist víða en árið 2008 skreytti hann til að mynda hús í Árborg sem vann til verð- launa fyrir skreytinguna það árið. Hann býr í Hveragerði og hefur sjálfur staðið fyrir keppni um fal- legustu skreytinguna á Suður- landi og þá þótti Hótel Örk best skreytta byggingin. Róbert segir að vissulega leiti fólk til sín sem sé of upptekið til þess að standa sjálft í því að festa ótal perur upp en fyrst og fremst sé fólk þó að sækjast eftir stíliseringu hans. „Ég myndi nú segja að þetta sé mest fólk sem vantar uppástungur um hvernig ljósaskreytingarnar eigi að líta út hjá þeim. Annars er þetta alls konar. Eldra fólk sem treystir sér ekki til að gera þetta og svo fólk sem má kannski ekki vera að því að skreyta hjá sér. Er kannski í mikilli vinnu fyrir jólin og kýs þá að hringja í mig.“ Róbert mætir með allar græjur og hefur í krafti mikilla við- skipta góð afsláttarkjör á seríum sem hann lætur viðskiptavin- ina njóta beint. „Ég er meira að segja ekkert að rukka fyrir svona ferðir þegar ég sæki jóla- seríur í Byko eða Húsasmiðjuna. Ég er með allt upp í 25% afslátt af seríum sem kúnnarnir fá beint í vasann.“ Og Róbert segist vera í svo miklu jólaskapi þetta árið að hann veiti 20% afslátt af tíma- vinnu sinni. En hvað kom til að hann byrjaði að bjóða skreytingaþjón- ustuna? „Þetta var eiginlega bara þann- ig að 2008 kom hrunið yfir alla. Þá var bara ekkert orðið að gera fyrir mig á veturna og þá datt mér í hug að það væri hægt að nýta tímann í að vera með jólaskreytingar,“ segir Róbert sem jólar yfir sig ár- lega og hefur til að mynda undan- farin ár bakað smákökur og gefið kirkjum á Suðurlandi. „Ég bakaði 50 kíló í fyrra.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is „Ég bakaði 50 kíló í fyrra. Með marglitar perur á lofti frá hruni Málaraneminn Róbert Guð- mundsson hefur um árabil tekið að sér að jólaskreyta hús fyrir fólk sem treystir sér ekki til þess sjálft að baða híbýli sín marglitri birtu. Jólaþjón- ustu Róberts hefur verið tekið fagnandi og í nóvember og desember hefur hann ekki undan og þeytist milli Suður- lands og höfuðborgarsvæðis- ins og þræðir jólaseríur á hús og tré eins og óður væri. Róbert Guðmundsson er sannkallaður jólasveinn, bakar smákökur í kílóavís fyrir jólin og skreytir hús fyrir fólk í tveimur landshlutum. Mynd/Hari  iðnnemaR GReiddu fyRiR upplestuR með RakstRi Rithöfundarnir Þorsteinn Mar og Einar Leif Nielsen sóttu nemendur í Iðnskólan- um í Hafnarfirði heim á fimmtudaginn og lásu fyrir þá upp úr verkum sínum en báð- ir eru þeir með fantasíubækur í jólabóka- flóðinu. Þorsteinn með bókina Vargsöld og Einar með Hvítir múrar borgarinnar. Þeim var launaður greiðinn með almenni- legum rakstri með gamla laginu og fara því stífrakaðir út í bókahasarinn sem fram undan er. „Í fyrra fengum við Eirík Örn Norðdahl til okkar gegn rakstri og hann vann síðan Íslensku bókmenntaverðlaunin þannig að ég tel það vita á gott fyrir höfunda að koma hingað að lesa,“ segir Óli Gneisti Sóleyjarson, safnstjóri í Iðnskólanum, og sá sem stendur fyrir lestrarheimsókn- unum i skólann. Óli segist ekki eiga von á öðru en að áframhald verði á þessum vinnuskiptum við rithöfunda og bendir á að fólk þurfi ekki endilega að fá ómakið launað með klippingu eða rakstri. „Við höfum upp á margt að bjóða hérna og kannski er ein- hver höfundur til dæmis með stíflað kló- sett sem hann þarf hjálp með.“ Óli segist hafa fengið þessa tvo höfunda í heimsókn vegna þess að „þeir semja báðir furðusögur sem mér finnst virka ágætlega fyrir krakkana hérna.“ Og nem- arnir eru hæst ánægðir með uppátæki safnstjórans. „Þau hafa gaman af þessu ekki síst þær sem tóku að sér að raka þá. Krökkunum finnst gaman að fá að gera eitthvað aðeins öðruvísi auk þess sem að sjálfsögðu urðu úrvalsnemendur fyrir valinu í raksturinn. Þannig að það sýnir mikið traust frá kennurunum að vera sér- valin í þetta verkefni.“ Óli segir rithöfundana ekki síður hafa verið káta enda ekki á hverjum degi sem menn fá alvöru rakstur með gamaldags rakhníf, en slíkt er upplifun í sjálfu sér. -þþ Rithöfundar fóru undir hnífinn Óli Gneisti Sóleyjarson, safnstjóri í Iðn- skólanum, stóð fyrir vinnu- skiptum þar sem rithöfundar lásu upp og fengu klippingu í staðinn. Blátt áfram hafa það að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi fyrirbyggja það. Krakkar með Vasaljós Ríkissjónvarpið hefur sýningar á nýjum þætti fyrir krakka á laugardaginn. Þátturinn heitir Vasaljós og honum stjórna krakkar og fjalla að sjálfsögðu bara um það sem krakkar hafa áhuga á. Sem er vitaskuld allt milli himins og jarðar. Marteinn Elí, Hekla Gná, Katla, Mira Esther, Salka, Alex Leó og Júlíana Dögg eru á aldrinum níu til þrettán ára og í þáttunum ætla þau að beina Vasaljósinu inn í króka og kima krakkaheimsins og lýsa upp skemmtilega krakka og allt það áhugaverða sem þeir eru að fást við. Krökkunum til halds og trausts við dagskrárgerðina eru vinkonurnar Kristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir sem hafa sinnt börnum hjá RÚV með sóma undanfarin ár og notið mikilla vinsælda með útvarps- þáttinn Leynifélagið. Hulli djókar Myndasögumaðurinn, teiknaða sjónvarpsstjarnan og grínarinn Hugleikur Dagsson hefur undan- farið þvælst um landið og grínast eins og honum einum er lagið með uppistand sitt, Djókaín. Hann er nú mættur í borg óttans með Djókaínið og fer með gamanmál sín í heilmiklu prógrammi sem hann hefur slípað á hvassri lands- byggðinni í Háskólabíói þann 29. nóvember klukkan 20. Þarna er á ferðinni rúm klukku- stund af kynlífi, ofbeldi og Star Wars. Djókaín er bannað börnum sem eru yngri en 13 ára en Hulli bendir á að annars sé Djókaínið ekki bannað viðkvæmum en þeim er þó ekki ráðlagt að mæta. „Það var einn viðkvæmur maður sem kom á Djókaín á Egilsstöðum og hann meiddi sig í fætinum,“ segir Hulli sem rukkar 2000 krónur fyrir aðganginn að herlegheitunum. 86 dægurmál Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.