Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 80
PSV EINDHOVEN – SC HEERENVEEN LAUGARDAG KL. 17.35 ALFREÐ FINNBOGASON Í BEINNI ÚTSENDINGU FC TWENTE – NAC BREDA SUNNUDAG KL. 15.20 Í OPINNI DAGSKRÁ UM HELGINA HOLLENSKI BOLTINN  NorræNa húsið aldarafmæli BeNjamiN BritteN Í tilefni af 100 ára afmæli breska tónskáldsins Ben- jamin Britten efnir 15:15 tónleikasyrpan til Britten há- tíðartónleika í Norræna húsinu 24. nóvember klukkan 15:15. Tónleikarnir verða, að því er fram kemur í tilkynningu, sannkölluð hátíðarveisla þar sem flutt verða einsöngsverk, kórverk, og kammerverk þessa mesta snillings breskrar tónlistarsögu. Flytjendur á tónleikunum eru: Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Gerrit Schuil píanó, kvartettinn Dísurnar og sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu Guð- rúnar Halldórsdóttur. „Benjamin Britten er þekktasta tónskáld Breta frá 20. öldinni. Á tónleikunum verður flutt úrval verka hans sem sýna glöggt hæfni þessa mikla meistara sem fæddur var á degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, 1913. Kórverk Brittens; Hymn to St. Cecilia við samnefnt ljóð eftir W. A. Auden verður flutt af sönghópnum Hljómeyki. Þar kveikir heilög Sesselja sköpunarkraftinn sem vopn gegn eyðingar- afli stríðsins. Kvartettinn Dísurnar flytja Phantasy Quartet op. 2 fyrir óbó og strengi, kvartett saminn af Britten einungis 19 ára gömlum. Verkið þykir eitt stórbrotnasta verk tónbókmennta óbósins og mjög áhugavert. Eyjólfur Eyjólfsson og Gerrit Schuil flytja lagaflokkinn On this Island op. 11, fyrir tenór og píanó og ensk þjóðlög í útsetningum Brittens, en útsetningar Brittens þykja afburða góðar og lögin njóta sín á sem upprunalegasta hátt. Að lokum flytur Hljómeyki Sacred and Profane, kórverk við safn enskra miðaldaljóða frá 12. 13. og 14. öld. Kvæðin eru bæði af andlegum og veraldlegum toga. Þau fjalla um tilvist mannsins og afstöðu hans til náttúrunnar og Guðdómsins.“ Miðaverð á tónleikana er kr. 2000 og kr. 1000 fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Hátíðartónleikar í Norræna húsinu Kvartettinn Dísurnar, Eydís, Herdís og Bryndís, eru meðal flytjenda á tónleikunum. 80 menning Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.