Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 6
Verum upplýst -verndum börnin okkar! GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is HÁGÆÐA JÓLALJÓS Mikið úrval vandaðra útisería fyrir fyrirtæki og heimili Frá Svíþjóð LED Díóðusesíur Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag S tefnt er að því að opna skíðalyfturnar í Bláfjöll-um á laugardaginn og er það óvenju snemmt, að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög gott útlit á laugardaginn og við ætlum að opna. Það er mjög fallegt upp frá og komið fullt af snjó þótt enn sé aðeins nóvember,“ segir Magnús. Þetta er einungis í þriðja sinn sem hægt að opna lyfturnar í Bláfjöllum í nóvember en fyrir árið 2007 hafði það aldrei gerst. Að sögn Magnúsar er skýr- ingin sú að mikil vinna hefur verið lögð í undirvinnu á svæðinu, girðingar sem settar hafa verið upp safna snjó á rétta staði og brautirnar hafa verið sléttaðar og í þær sáð grasi svo minni snjó þarf en áður. „Áralöng vinna er því að skila sér í því að við getum opnað fyrr en áður,“ segir Magnús. Hann segir að þó svo að hlýindum sé spáð í næstu viku sé útlitið fyrir veturinn mjög gott. „Við höfum ekkert verið að framleiða snjó, þetta er bara náttúru- legur snjór, þannig að við getum bara verið mjög glöð með þetta,“ segir Magnús sem hvetur íbúa höfuðborg- arsvæðisins til að skella sér á skíði um helgina. Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðis- ins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir útlitið þar gott enda verði svæðið opnað á laugardag. „Hér er nægur snjór og veðurspáin fín og það stefnir í gott skíðafæri,“ segir Guðmundur. Undanfarin ár hefur svæðið opnað á þessum tíma, í lok nóvember og verið opið nánast óslitið fram undir lok apríl. „Síðasti vetur var mjög góður og ég á von á að þessi verði ekki síðri,“ segir Guðmundur. Skíðalyfturnar í Tindastóli í Skagafirði verða opn- aðar í dag, föstudag, og segir Viggó Jónsson aðstæður í fjallinu frábærar. „Það er kominn fínn snjór og við erum til í slaginn,“ segir Viggó. Hann segir opnuna fremur snemma í ár þótt það hafi einu sinni komið fyrir að hann hafi opnað svæðið 31. október. Sömu sögu er að segja af skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, sem opnað verður á morgun. Skíðasvæðið Oddsskarði var opnað um síðustu helgi. Ekki næst að opna skíðasvæði Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli, né heldur í Tungudal á Ísafirði eða á Ólafsfirði, sam- kvæmt upplýsingum frá skíðasvæðunum. Þar er snjó- lítið og talsverður hiti og ekki útlit fyrir að hægt verði að skíða næstu vikurnar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  ÚtiviSt Mörg SkíðaSvæði verða opnuð uM helgina Gleðileg skíða- helgi fram undan Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað um helgina, óvenju snemma, og skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastóli sömuleiðis og á Siglufirði. Skíðasvæðið í Oddsskarði var opnað um síðustu helgi. Ekki er unnt að opna svæðin á Ísafirði, Ólafsfirði eða Dalvík um sinn vegna snjóleysis. Skíðavertíðin hefst um helgina á Bláfjöllum, Akureyri og fleiri stöðum. Staðarhaldarar eru bjartsýnir á skíðaveturinn fram- undan. Ljósmynd/NodricPhotos/GettyImages Notkun þunglyndislyfja er mest á Íslandi af þeim 34 löndum sem heyra undir Efnahags- og fram- farastofnunina í París, OECD. Árið 2011 voru hér 106 dagskammtar af þunglyndislyfjum á hverja 1000 íbúa á dag eða um helmingi meiri en var að meðaltali í OECD ríkjunum. Þetta kemur fram í nýju riti stofnunarinnar um heilbrigðismál, Health at a Glance 2013. Heildarútgjöld til heilbrigðismála á mann drógust saman í einu af hverjum þremur ríkja OECD milli áranna 2009 og 2011, mest í þeim ríkjum sem urðu verst fyrir efnahagskrepp- unni. Ísland er þar á meðal með 3,8% samdrátt að meðaltali á ári. Árið 2011 var tíðni ungbarnadauða lægst á Ís- landi eða sem svarar 1,6 látnum á fyrsta ári af 1000 lifandi fæddum. Meðaltal OECD-ríkja var 4,1. Börn með lága fæðingarþyngd, undir 2500 grömm- um, voru einnig hlutfallslega fæst hér á landi. Rúmlega helmingur fullorðinna er nú talinn of þungur eða of feitur í 20 af 34 löndum OECD, þ.á m. á Íslandi. Árið 2011 var hlutfall of feitra hæst í Bandaríkjunum eða rúm 36% en lægst í Kóreu og Japan, um 4%. Á sama tíma var þetta hlutfall 21% á Íslandi en 10-17% á hinum Norðurlöndunum. Sam- kvæmt skýrslu OECD voru sjö aðildarlönd með hærra hlutfall of feitra en Ísland. - eh Íslendingar taka mest af þunglyndislyfjum  heilSa Útgjöld til heilbrigðiSMála hafa dregiSt SaMan uM 3,8% að Meðaltali Íslendingar taka mest allra innan OECD af þunglyndislyfjum. NordicPhotos/Getty 6 fréttir Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.