Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 52
S tór hluti flugfarþega sér sjálfur um að tékka sig inn og prenta út brottfarar- spjöld. Sum flugfélög eru jafn- vel hætt að bjóða upp á innritun í flugstöðinni. Þeir sem ferðast með meira en handfarangur komast þó ekki hjá því að fá að- stoð við að skila töskunum af sér. Það gæti þó breyst fljótlega því í flugstöðvunum í Kaupmanna- höfn og Osló hefur verið tekin í notkun farangursmóttaka þar sem farþegarnir sjá sjálfir um að skanna töskurnar og setja þær á færiband. Eru bundnar vonir við að þessi nýja sjálfsafgreiðsla muni stytta þann tíma sem far- þegar eyða í afgreiðslusalnum fyrir brottför. Sjálfsskoðun í vopnaleit Eftir að farþegar hafa skilað af sér farangrinum bíða þeirra einkenn- isklæddir öryggisverðir sem eiga að ganga úr skugga um að enginn fari vopnaður um borð eða með vökva í of stórum ílátum. Síðast- liðinn áratug hefur þessi leit orðið mun ítarlegri en áður og því erfitt að ímynda sér að hér verði ein- hvern tíma í boði sjálfsafgreiðsla. En það er ekki útilokað því í síðasta mánuði kynnti bandaríska fyrirtækið Qylur til sögunnar vopnaleit sem gerir farþegunum sjálfum kleift að sjá um skoð- unina. Tækið er til prófunar á flugvelli í Ríó í Brasilíu en ekki fylgir sögunni hvort þessi nýju hlið séu eins næm fyrir skóm og þau sem eru í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lobbíið í vörn Það er þó ekki aðeins á flugvöllum sem reynt er að virkja ferðalanga í að bjarga sér sjálfir. Forsvarsmenn einnar stærsta hótelkeðju Norður- landa, Scandic, bjóða nú gestum sínum að tékka sig út af hótelinu á einfaldan hátt. Daginn fyrir brott- för fær fólk tölvupóst eða síma- skilaboð sem það svarar með upp- lýsingum um notkun á mínibar og annarri þjónustu. Í kjölfarið kemur póstur með reikningi og gesturinn er þá laus allra mála. Framkvæmda- stjóri Scandic segir að með þessu komist ferðalangar hjá þeim hluta hóteldvalarinnar sem mörgum þyki hvað leiðinlegastur. Fríhafnarpokarnir bíða Fólk kemur til landsins á nær öllum tímum sólarhringsins og er því misvel upplagt fyrir búðarferð á meðan beðið er eftir töskunum. Þeir sem vilja sneiða hjá þessum hluta ferðalagsins geta nú pantað vörur á heimasíðu Fríhafnarinnar og sótt þær við komuna til Kefla- víkur. Þessi þjónusta er einnig í boði þegar flogið er út en panta verður með sólarhrings fyrirvara. Hvort tollskoðunin verði færð í hendur farþega á næstunni er ekki víst en á nokkrum flugvöllum er boðið upp á sjálfsafgreiðslu við vegabréfaeftirlit. Það gæti því styst í að hægt verði að fara í gegnum flugstöðvar án þess að eiga nokkur samskipti við starfsmann fyrr en gengið er um borð. 52 ferðalög Helgin 22.-24. nóvember 2013  Flugvellir Styttri tími í aFgreiðSluSalnum Fyrir brottFör Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is Aðventuferð 29. nóv. – 1. des. Aðventuferð jeppadeildar 7. – 8. des. Áramótaferð 29. des. – 1. jan. Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is Jólastemningin býr í Básum Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á bíla- leigubílum út um allan heim. Sjálfsafgreiðsla í utanlandsferðinni Flugfarþegar munu kannski ganga í störf enn fleiri flug- vallarstarfsmanna í fram- tíðinni og jafnvel leysa öryggisverðina í vopnaleitinni af hólmi. Með þessum nýju öryggishliðum geta flugfarþegar sjálfir gengið úr skugga um hvort þeir fari með eitthvað hættulegt um borð. Farþegar á Kaupmannahafnarflugvelli geta nú sjálfir innritað töskurnar sínar í flug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.