Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 24
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Ryksuguúrval
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
5.990,-
Spandy heimilisryksugan
• 1600W
• afar hljóðlát
• mikill sogkraftur > 18KPA
• Hepa filter
• margnota poki
Drive ryksuga í bílskúrinn
• 1200W
• 20 lítra
• sogkraftur > 16KPA
• fjöldi fylgihluta
7.490,-
Model-LD801
Cyclon ryksuga
2200W
8.990,-
S umum tónlistarmönnum finnst að tækifærin eigi að koma upp í hendurnar á
þeim. Ég held að það gerist bara
allt of sjaldan. Það hefur virkað
vel fyrir mig að vera duglegur að
spila og kynna mig. Ég veit að það
er ógeðslega erfitt að spila fyrir
engan eða tvo eða þrjá. En þegar
maður er búinn að venjast því og
helst farinn að fíla það þá hjálpar
þetta allt saman,“ segir Örn Elías
Guðmundsson tónlistarmaður,
betur þekktur sem Mugison.
Aldrei hlustað jafn mikið á
tónlist
Mugison er einn af athafnasöm-
ustu tónlistarmönnum landsins
þegar kemur að tónleikahaldi.
Um þessar mundir ferðast hann
um landið með hljómsveitinni
Dröngum og í sumar var hann
í svipuðum félagsskap þegar
Áhöfnin á Húna sigldi hringinn og
tróð upp. Mugison var sömuleiðis
mikið á faraldsfæti þegar hann
gaf út metsöluplötuna Haglél
fyrir tveimur árum. Þá eru ótaldir
tónleikar hans úti í löndum, til að
mynda tónleikaferð með Of Mon-
sters and Men í vor.
Auk þess að vera iðinn við
tónleikahald hefur Mugison alla
tíð lagt áherslu á að gefa sjálfur út
tónlist sína. Það tryggir að hann
fær meira fyrir sinn snúð þegar
vel gengur.
Að undanförnu hefur verið
mikil umræða um stöðu tónlistar-
manna og möguleika þeirra á að
afla sér tekna. Ólöglegt niðurhal
og Spotify hafa í hugum margra
gert það að verkum að vonlaust sé
fyrir tónlistarmenn að selja tónlist
sína. Fráfarandi útgáfustjóri Senu
sagði á dögunum að það myndi
sennilega aldrei nein plata seljast
viðlíka mikið og Haglél Mugison
og fyrsta plata Ásgeirs Trausta.
Þegar rætt er við Mugison skynj-
ar maður aftur á móti nokkra
bjartsýni.
„Eins og sumir hafa bent á er
breytingatímabil í gangi núna.
Alveg eins og þegar kasettan kom
inn, eða geisladiskurinn og mp3.
Nú er það að streyma tónlist á
netinu. Núna sér fólk ekki nógu
skýrt hvað er að fara að gerast og
þá er auðvelt að detta í það hugar-
far að allt sé að fara til helvítis,“
segir Mugison sem sér hlutina
ekki þessum augum.
„Mín neysla á tónlist hefur
aldrei verið meiri. Ég kaupi
kannski ekki jafn marga geisla-
diska og ég gerði en ég hlusta
ógeðslega mikið á tónlist. Ég
hlusta á tónlist í símanum og You-
tube er guðsgjöf. Þar getur maður
eytt heilu kvöldunum í að horfa á
heimildarþætti um Jimi Hendrix
og eitthvað dót sem maður fílar.
Neyslan er sannarlega til staðar,“
segir hann.
Seldu 91 disk á Siglufirði
Mugison segir að almenningur
hafi stutt vel við bak íslenskra tón-
listarmanna undanfarin ár. „Það
hefur selst rosalega mikið af ís-
lenskri tónlist. Jólavertíðin er ekki
enn farin af stað því fólk er ekki
komið í gírinn enn, menn eru ekki
komnir í jólageðveikina ennþá.
Svo hefur það líka sitt að segja að
það eru fjögur þúsund heimili á
landinu í vanskilum. En útgáfurn-
ar í ár eru líka dálítið seinar.“
Þegar maður skoðar Tónlistann
má sjá að það var fyrst í síðustu
viku sem eitthvað fór að gerast,
þegar ný plata Baggalúts kom út.
„Já, en sölulistinn endurspeglar
ekki endilega allt sem er í gangi
því það eru ekki allar búðir þar
inni. Mörg bönd selja tugi geisla-
diska eftir gigg á Airwaves, það
fer ekkert þarna inn. Við Dranga-
menn vorum í sjötta sæti um dag-
inn með örfá eintök seld. Á sama
tíma vorum við að spila á Siglufirði
fyrir troðfullt hús, 150 manns, og
seldum eftir það 91 disk. Bara það
hefði átt að koma okkur á topp
þrjú.“
Tónlist er persónuleg gjöf
En þá er það stóra spurningin:
Hver er framtíðin í tónlistarút-
gáfu? Hvað sérðu fyrir þér?
„Ég veit ekki alveg svarið. Tón-
list er náttúrlega frábær gjafavara,
geisladiskur kostar álíka og tveir
sígarettupakkar. Það er tiltölu-
lega ódýrt en er samt gjafavert.
Mann langar að gefa frænku sinni
Lay Low diskinn í jólagjöf af því
maður fílar Lay Low í botn og vill
að hún kynnist henni. Tónlist er
persónuleg gjöf, þótt umbúðirnar
eigi pottþétt eftir að breytast á
næstu tveim eða þremur árum.
Ég veit ekki hvort maður muni þá
gefa niðurhalskóða, USB-lykil eða
hvað. Ég held alla vega að gjafa-
varan sem slík standi áfram fyrir
sínu. Þetta hugarfar: Ég fíla þetta,
ég fíla þig, tékkaðu á þessu.
Þessi þróun verður sjálfsagt
til þess að tónlistarmenn hætti
að hugsa eins mikið í plötum og
fari að hugsa í lögum í staðinn.
Fari bara að henda dóti út í stað
þess að safna upp í tólf lög. Það
er áhugavert að sprengja þetta
form.“
Spilaði hjá frosna kjúklingnum
Aðspurður segir Mugison að það
geti verið erfitt að láta tónleika
úti á landi ganga upp fjárhags-
lega. Hann segir að uppleggið sé
að tónleikarnir sjálfir standi undir
kostnaði við ferðalagið en sala á
geisladiskum sjái fyrir launum.
„Því miður eru tónlistarmenn
nærri því hættir að túra um
landið. Nema nokkrar gamlar
geitur eins og ég og Bubbi,“ segir
hann. Það er því mikilvægt að
auglýsa tónleika og hafa Mugison
og félagar hans í Dröngum til að
mynda troðið upp í kjörbúðum úti
á landi til að minna á tónleika í
plássinu um kvöldið. „Það verður
að láta vita af sér ef tími gefst til.
Þegar ég var á Haglélstúrnum var
ég með þema. Þá spilaði ég alltaf
við hliðina á frosnum kjúklingum
í Bónusbúðunum. Svo er líka mjög
gaman að fá að hitta fólkið sem er
að selja diskana manns. Það fólk á
sinn þátt í að þetta er hægt.“
Og þetta eru skilaboð Mugis-
ons til ungra og upprennandi
tónlistarmanna: Það þarf að hafa
fyrir hlutunum og vera tilbúinn að
mæta mótlæti.
„Maður á að vera duglegur að
mæta í plötubúðirnar sem þó eru
eftir. Það er um að gera að búa
sér til vettvang. Það þarf ekki að
kosta pening. Einhvers staðar
þarf að byrja. Auk þess að hafa
oft spilað fyrir engan eða einn
eða tvo hef ég oftar en tíu sinnum
lent í því að vera fenginn í áritun
og það mætti enginn. Til dæmis
í Smáralind. Þar kom einu sinni
unglingahópur upp að mér og
spurði hver ég væri. Svo spurðu
þeir af hverju ég væri með svona
mikið skegg og hvort það væri
ekki ógeðslegt.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Mugison deilir ekki áhyggjum margra kollega sinna af framtíð
tónlistarsölu. Hann segir að nú sé breytingatímabil sem eigi
eftir að ganga yfir. Mugison segir að tónlist sé og verði frábær
gjafavara. Hann hvetur aðra tónlistarmenn til að búa sér til
vettvang og vera duglegir við að koma fram.
Mugison kveðst ekki vita hver
verði framtíðin í tónlistarút-
gáfu en deilir ekki áhyggjum
kollega sinna. Hann segir að
nú sé breytingaskeið sem
muni ganga yfir. Ljósmynd/Hari
Geisladiskur er frábær gjafavara, hann
kostar álíka og tveir sígarettu pakkar
24 viðtal Helgin 22.-24. nóvember 2013